Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 28
hús, sem nú eru orðin 18 að tölu. Verkið gekk mjög vel því flutt var inn í 5 húsanna og rekstur Reykjalundar hafinn 1. febrúar 1945, eða tæpu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Það voru 20 vistmenn sem fengu þarna inni til að byrja með og notuðu þeir braggana, sem áður var sagt frá, sem vinnustofur, sem í fyrstu voru bundnar við sauma, járnsmíði og trésmíði. Má meðal annars geta þess að þó nokkur fjöldi vistmanna hef- ur stundað nám og lokið prófi í trésmíði frá verkstæðinu á Reykjalundi. Oddur Ólafsson læknir var strax ráðinn sem yfirlæknir og jafnframt fram- kvæmdastjóri og gegndi hann báðum þeim störfum til ársins 1948, en þá var Árni ráðinn til að gegna framkvæmdastjóra- stöðunni með honum. Oddur gegndi yfirlæknisstöðunni til^ , ársins 1970 en vann þó lengur ' við vinnuheimilið. Árið 1946 voru vistmannahús- in orðin 11 talsins, og var þá byrjað að reisa aðalbygginguna, 3ja hæða hús, sem tekið var í notkun 1. febrúar 1950 og komst vistmannatalan þá upp í 85 manns. Árið 1949 fengust sam- þykkt á Alþingi lög sem heim- iluðu S.Í.B.S. að starfrækja flokkahappdrætti, sem hefur verið rekið síðan og verið aðal fjáröflun S.Í.B.S. Ágóði af happdrættinu hefur verið not- aður til framkvæmda á Reykja- lundi, eingöngu, en hann var á síðasta ári tæpar 10 milljón- ir króna. Þórður Benediktsson var framkvæmdastjóri happ- drættisins frá upphafi til 1968, en þá tók Ólafur Jóhannesson við og gegnir hann því starfi enn. Slík happdrættisleyfi eru veitt til 10 ára í senn, þannig að S.Í.B.S. hefur tvisvar fengið sínu leyfi framlengt og gildir það núna til 1979. Árið 1951 var hafin bygging 3ja vinnuskála og húss fyrir skrifstofur, læknastofur og fleira. Þessi hús voru tekin í notkun á árunum ’53-’60 og þeg- ar nýju vinnuskálarnir voru teknir í notkun breyttist jafn- framt starfsemin í þeim, því þá voru keyptar vélar frá tveimur plastiðjum í Reykjavík og þær settar upp á Reykjalundi. Jón Þórðarson var þá ráðinn verk- smiðjustjóri og gegnir hann því starfi enn. Plastiðjan hefur síð- an vaxið mikið og vélakostur hennar verið aukinn og fram- leiðslan gerð fjölbreyttari með ári hverju. Fyrstu árin voru ein- Nýhygging að Reykjalundi, fyrir verksmiðjurnar. göngu framleidd á Reykjalundi leikföng og búsáhöld úr plasti. Og enn byggja Reykjalundar- menn, því eins og áður sagði, er verið að byggja við, bæði auka húsnæði fyrir sjúklinga þannig að um 40 rúm munu bætast við þegar viðbyggingunni við aðal- húsið er lokið og einnig mun að- staða fyrir lækna og annað starfsfólk batna að mun. Vonast er til að það verði árið 1975. Með viðbyggingu við eða ofan á skrifstofuhús myndast aðstaða fyrir sjúkra- og sjúkraiðjuþjálf- ara. Einnig er í byggingu á Reykjalundi 800 fermetra verk- smiðjubygging. BERKLAR í RÉNUN. Það var í kringum árið 1956, sem berklasjúklingum fór veru- lega að fækka hérlendis og það ár voru fyrst gerðar undantekn- ingar með að taka aðra örorku- sjúklinga til dvalar á Reykja- lundi en þá sem voru berkla- veikir. í dag eru berklasjúkling- ar í miklum minnihluta og má nefna það að Geðverndarfélag íslands leggur nú fram fé og mun eiga 10 rúm af þeirri við- bót, sem nú er í byggingu. Það félag byggði og á einnig 3 af litlu vistmannahúsunum, sem áður voru nefnd. Fastráðnir læknar á Reykja- lundi eru nú 3 talsins og er Haukur Þórðarson yfirlæknir. Hann réðist þangað árið 1962 og starfaði ásamt Oddi Ólafssyni sem yfirlæknir til ársins 1970 þegar Oddur hætti og tók þá Haukur einn við starfinu. Auk 800 fermetra viðbótarhúsnæði þessara 3ja lækna starfar þar að hluta héraðslæknir Álafosslækn- ishéraðs, en hann hefur húsnæði og vinnuaðstöðu á Reykjalundi og vinnur fyrir vinnuheimilið ákveðinn hluta af starfsdegi sín- um. VISTFÓLK UM HELMINGUR STARFSKRAFTA REYKJALUNDAR. Hjá Reykjalundi starfa nú um 100 manns, auk vistfólksins, en af því eru oftast 80-90 manns sem vinna á vinnustofum heim- ilisins. Enn eru starfræktar þar saumastofur og járnsmíða- og trésmíðavinnustofur en plastiðj- an og mótagerð fyrir hana er lang stærstur hluti vinnunnar í dag. Á síðasta ári voru seldar plastvörur frá Reykjalundi fyr- ir 117 milljónir króna. Vistfólk- ið, sem stundar vinnu á Reykja- lundi fær greitt 60% af launa- taxta og fer vinnustundafjöldi eftir getu hvers og eins, frá 2 upp í 6 tíma á dag. Eins og önn- ur sjúkrahús á Reykjalundur við að glíma skort á hjúkrunar- fólki og sagði Árni að útlitið í þeim efnum væri ekki gott og kviði hann því þegar viðbótar- byggingin verður tekin í notkun og þörfin eykst að mun. Vist- menn á Reykjalundi eru nú 145 talsins. Stjórn Reykjalundar skipa nú eftirtaldir menn: Ástmundur Guðmundsson, formaður, Bald- vin^ Jónsson, ritari, Höskuldur Ágústsson, Njáll Hermannsson og Finnur Sigurjónsson. 28 FV 9 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.