Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 31
Mlkil þörf fyrir iðjuþjálfara
— segir Haukur Þórðarson, yfirlæknir á
Reykjalundi
Upphaflega miðaðist starf-
semin að Reykjalundi við end-
urhæfingu berklasjúklinga og
gátu þeir einir fengið vist á
vinnuheimilinu. Loks var svo
kornið, að berklasjúklingar
þurftu ekki lengur á öllu vist-
rými heimilisins að halda, þar
sem veikinni var nær útrýmt,
og var því ákveðið að taka að
Reykjalundi almenna öryrkja
til tímabundinnar dvalar, og
er nú tilgangur reksturs og
starfsemi Reykjalundar að
endurhæfa öryrkja, líkamlega
og andlega.
í viðtali við FV sagði Haukur
Þórðarson, yfirlæknir á Reykja-
lundi, að nú væru starfandi þrír
læknar á vinnuheimilinu. Þá
væru ennfremur starfandi 5
hjúkrunarkonur, 3 sjúkraþjálf-
arar og margt af öðru starfs-
fólki. Læknanemar væru þar
starfandi á sumrin og á haustin.
Sagði Haukur að skortur væri
á sérmenntuðu starfsliði í end-
urhæfingu í landinu og þá einn-
ig á Reykjalundi, sérlega vant-
ar sjúkraþjálfara og iðjuþjálf-
ara.
Nú eru 145 vistmenn á vinnu-
heimilinu, en í þessum mánuði
verða tekin í notkun 27 rúm, og
enn fleiri á næsta ári. Um 160-70
manns eru á biðlista eftir dvöl
á heimilinu, þar af voru um
miðjan setptember 63, sem
þörfnuðust vistar eins skjótt og
auðið væri.
Vistrými Reykjalundar hefur
aukizt yfir árin. Um fjörutíu
vistmenn rúmuðust þar fyrstu
fimm árin, sem Reykjalundui
var starfræktur. Þegar aðal-
byggingin var byggð um 1950
jókst rýmið um helming. í árs-
lok 1966 gátu 115 vistmenn dval-
izt á heimilinu, en frá því 1970
hafa 145 pláss að jafnaði verið
til reiðu á Reykjalundi.
Gerð var skrá yfir fjölda inn-
ritaðra vistmanna að Reykja-
lundi árin 1967-1971 og voru
vistmenn með sjúkdóma í mið-
taugakerfi flestir eða 27%. Þá
voru vistmenn með gigtarsjúk-
dóma næst fjölmennastir eða
19.6%. Vistmenn með meðfædd-
ar bæklanir eða bæklanir eftir
slys voru 17.6% og vistmenn
með geðsjúkdóma voru 14.6%.
Aðrir sjúkdómar voru m. a.
lungnasjúkdómar, hjartasjúk-
dómar.
Þeir vistmenn, sem koma að
Reykjalundi, að sögn Hauks
koma af sjúkrahúsum, frá fé-
lagsmálastofnunum, endurhæf-
ingarráði, Öryrkjabandalagi ís-
lands, og svo eru sumir lagðir
inn samkvæmt tilvísun lækna.
Að Reykjalundi var opnuð æf-
ingastöð árið 1963. Starfa þar
sjúkraþjálfarar, sem vinna við
líkamlega uppbyggingu vist-
manna og reyna að endurheimta
líkamsburði, hreyfingar og orku.
Sagði Haukur, að mikil þörf
væri á að fá iðjuþjálfara til
starfa á vinnuheimilinu, en þeir
vinna að líkamlegri þjálfun
Sundlaugin að Reykjalundi.
FV 9 1973
31