Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 44

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 44
HÓTEL AKUREYRI, Hafnarstræti 98, Akureyri. 19 gistiherbergi eru á hótelinu. Þrjú þriggja manna, átta tveggja manna og þrjú eins manns. Morgunverður er eina máltíðin, sem fáanleg er á hótelinu og er verðið um 200 krónur. Hótelið er staðsett í miðbæ Akureyrar og er stutt að fara í verzlanir. Þá er bílaleiga á staðn- um. Loks má geta þess að sjónvarp er á hótelinu. HÓTEL VARÐBORG, Geislagötu 7, Akureyri. 28 gistiherbergi eru á hótelinu og eru þau öll tveggja manna. 8 herbergi eru með baði, einnig. eru herbergin leigð sem eins manns herbergi. Allur algengur matur er fáanlegur á hótelinu og kostar morgunverðurinn 210 krónur, hádegis- verðurinn er frá 390 krónum og kvöldverðurinn er frá 565 krónum, og er það matur, súpa, eftir- réttur og kaffi. Sjónvarp er á hótelinu og ennfremur er kvik- myndahús við hliðina á því. HÓTEL HÚSAVÍK, Garðarsbraut 10, Húsavík. Fjöldi gistiherbergja eru 34 og eru öll 2ja manna. 24 herbergi eru með baði, en 10 án baðs. Allur matur er fáanlegur á hótelinu og er verð á morgunverði frá krónum 210-275. Verð á há- degisverði er frá krónum 300-700. Stutt frá hótelinu eða 2-300 metra frá því er mjög gott skíðaland. Þá er ennfremur sjón- varp á hótelinu og hægt er að fá bíla til leigu. Sundlaug með gufubaði er á staðnum. HÓTEL VALASKJÁLF, Egilsstöðum. Hótelið hefur til umráða 20 gistiherbergi, þar af eru 17 tveggja manna og þrjú stærri, svokölluð fjölskylduherbergi. Á hótelinu er seldur allur matur. Morgunverð- ur er hlaðborð og kostar 210 krónur. Hádegis- verður er frá krónum 250, en auk þess er hægt að fá ýmsa ódýra grillrétti, sem eru á boðstólum allan daginn. Kvöldverður er frá krónum 300. í húsinu er bæði sjónvarp og kvikmyndahús. HÓTEL ASKJA, Eskáfirði. Herbergjafjöldi á hótelinu er 6 og eru þau öll tveggja manna með sturtum og handlaugum. Allur íslenzkur matur er fáanlegur á hótelinu og er morgunverður frá 140 krónum, hádegis- verður frá 240 krónum, (fiskur ásamt súpu) og frá 290 krónum (kjötmáltíð). HÓTEL HÖFN, í Hornafirði. 40 gistiherbergi eru á hótelinu og 68 rúm. 28 tveggja manna herbergi og 12 eins manns. 10 herbergi eru með sturtu og baði. Allur venjulegur matur fæst á hótelinu og er verðið á morgunverðinum 250 krónur, hádegis- verðurinn frá 350 krónum og kvöldverður frá 550 krónum. Hótelið hefur vínveitingaleyfi 4 mánuði ársins. Gufubaðstofa er á hótelinu. Sjónvarp er á hótelinu, og ennfremur er bíla- leiga á staðnum. Nesprent NESGÖTU 7, N ESKAU PSTAÐ PÓSTHÓLF 65 SÍMI 97-7189 Framkvæmdastjóri: Guðmundur Haraldsson. Prentum blíið, bækur, timarit og hvers konar smáprent, svo sem eyðublöð íyrir banka, verzl- anir, skrifstofur, viðskipta- og framleiðslufyrir- tæki. 44 FV 9 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.