Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 55
taldir aðilar einir reka vátrygg-
inarstarfsemi hér á landi:
1. Innlend félög og stofnan-
ir, sem starfa samkv.
sérlögum.
2. Innlend hlutafélög og
gagnkvæm vátryggingar-
félög, sem leyfi hafa feng-
ið til slíkrar starfsemi.
3. Erlend félög, sem fengið
hafa leyfi til slíkrar starf-
semi.
Bannað er beinum orðum,
að vátryggingarfélag hafi með
höndum aðra starfsemi en vá-
tryggingar, vátryggingaumboð
og tjónauppgjör svo og fast-
eignarekstur á þeim fasteign-
um, sem það á. Þannig er vá-
tryggingarfélagi óheimilt sam-
kvæmt lögunum að reka t.d.
heildverzlun eða útgerð.
Þá er með lögum einn þátt-
ur vatryggingarstarfseminnar
tekinn út úr, en það eru líf-
tryggingar. Skulu líftryggingar
reknar af sjálfstæðum félög-
um, sem hafa einungis þá starf-
semi með höndum. Þó getur
tryggingamálaráðherra leyft
trygingafélagi að hafa með
höndum sjúkra- og slysatrygg-
ingar, en þær tryggingar eru
á margan hátt skyldar líftrygg-
ingum. Er þetta í samræmi við
erlend lög. Líftryggingar eru
þanmg upp byggðar, að oft
er ætlazt til, að vátryggingar-
samningurinn gildi um langan
tíma og vátryggingarfélagið
leggi til hliðar verulegt fé um
langan tíma til þess að geta
staðið við skuldbindingar sínar.
Skaðatryggingar gilda hins
vegar um skamman tíma.
Algengt hefur og verið, að
vátryggingarfélög, sem hafa á
hendi alhliða vátryggingar-
starfsemi, reki einnig líftrygg-
ingarstarfsemi. Slíkt er að
margra áliti óheppilegt. Af
eðli líftryggingarstarfseminnar
leiðir, að fjárreksturs hennar
verður að gæta af meiri vand-
virkni og athugun en annarra
trygginga.
Jafnframt er bannað, að
vátryggingarfélög taki á sig
ábyrgðir eða skuldbindingar,
sem ekki eru vátryggingar,
nema slíkt leiði af eðlilegum
rekstri félagsins. Samkv. þessu
er vátryggingarfélögum t.d.
bannað að ganga í ábyrgðir
fyrir viðskiptaaðila sína, sem
nokkuð mun hafa tíðkazt, sam-
þykkja fyrir þá víxla eða á-
baka þá og annað slíkt.
LÁGMARK HLUTAFJÁR
Hlutafé í vátryggingar-
hlutafélagi skal nú vera hið
minnsta 20 millj kr., nema í
líftryggingarfélagi, en þar má
það vera hið minnsta 10
millj. kr. og þegar um gagn-
kvæmt líftryggingarfélag er að
ræða, skal það vera minnst
5 millj kr.
Við ákvörðun þess, hvert
vera skal lágmark hlutafjár í
vátryggingarhlutafélagi, er til
margs að líta. Ef kröfurnar
eru of vægar, er hætta á, að
starfandi vátryggingarfélög
verði fleiri en hagkvæmt get-
ur takizt fyrir þjóðarbúið. Ef
félögin eru of mörg, verða þau
að sarna skapi smærri og veik-
ari. Reynslan hefur sýnt, að
félög, sem stofnuð hafa verið
af litlum efnum og ekki hafa
tryggt sér verulegan markað,
hafa átt erfitt uppdráttar og
ekki orðið til gagns fyrir trygg-
ingamarkaðinn.
Á hinn bóginn má ekki
reisa of miklar skorður við
stofnun nýrra félaga, þar sem
það getur leitt til einokunar-
aðstöðu og stöðvunar á trygg-
ingamarkaðinum. Samkeppni
á þessu sviði eins og öðrum,
er að nokkru leyti fólgin í
því, að nýir aðilar með ný
viðho"f og starfsaðferðir hafi
tækifæri til þess að komast
inn á markaðinn. Það eitt sam-
an, að félag sé gamalt og gró-
ið, tryggir ekki, að það veiti
þjónustu sína með hagkvæm-
um kjörum. Stundum vill hlað-
ast aukinn kostnaður á félög,
þegar þau eldast. Þess vegna
má ekki vernda félög, sem
fyrir eru, gegn stofnun nýrra
félaga nema að vissu marki. í
þessu efni þarf að fara meðal-
veginn og þess vegna er spurn-
ing, hvort 20 millj. kr. lág-
mark sé ekki of hátt.
Það nýmæli er og í lögun-
um, að atkvæðisréttur fylgir
ekki eigin hlutabréfum í vá-
tryggingarfélögum, en þau
mega eiga mest 10% af hluta-
fé félagsins.
Þá er það ákvæði, að a.m.k.
einn stjórnarmanna skuli val-
inn með það fyrir augum að
gæta hagsmuna vátryggingar-
taka og hinna tryggðu. Skal
það t.ekið fram í samþykktum
félagsins, hvernig hann skuli
valinn.
Hlutdeild tryggingafélaganna í iðgjöldum helztu trygg-
ingagreina 1971.
Bruna- Sjóvá- BifreiSa- Aörar
Almennar tryggingar trygg. % 15,4 trygg. % 14,1 trygg. % 21,0 trygg. %
Brunabótafélagið 24,6 0,5 5,6 6,9
Hagtrygging 0,0 0,0 9,8 0,3
Húsatryggingar Reykjavíkur 28,5 — — —
íslenzk endurtrygging 6,5 9,0 1,3 16,2
Samábyrgð íslands — 28,1 — —
Samvinnutryggingar 17,1 12,7 35,3 31,3
Sjóvátryggingafélagið 4,7 5,5 19,0 14,6
Trygging 0,8 4,4 1,4 18,3
Tryggingamiðstöðin 1,9 8,7 2,9 10,4
Vélbátaábyrgðafélög — 14,5 — —
Önnur x'élög 0,5 2,5 3,7 2,0
Alls 100,0 100,0 100,0 100,0
Skipting iðgjalda af líftryggingum á 6
tryggingafélög:
%
Almennar tryggingar ........................... . 9,1
Alþjóða líftryggingafélagið ...................... 24,3
Andvaka .......................................... 34,9
Líftryggingamiðstöðin .............................. 9,0
Sjóvátryggingafélagið ............................ 20,5
Vátryggingast. Sigfúsar Sighvatssonar .............. 2,2
Alls 100,0
FV 9 1973
55