Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 61

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 61
Matthías Guðmundsson bankastjóri á tröppum Útvegsbankans á Seyðisfirði. um 150 manns í frystihúsavinnu nú. Það gjörbreytti allri hráefnis- öflun, þegar skuttogarinn Gull- ver var keyptur til Seyðisfjarð- ar í fyrra. Hann er um 320 lest- ir og fenginn notaður frá Dan- mörku. Berst hráefnið nú jafnt að landi, og standa vonir manna til, að frystihúsareksturinn geti borið uppi tapið af útgerð, sem gengur erfiðlega vegna mikils kostnaðar. Nú eru rúmlega 900 manns á Seyðisfirði og hefur fjölgað um 40-50 á síðasta ári. Það er greini- lega mikill sóknarhugur í íbú- um bæjarins og menn almennt miklu bjartsýnni en á erfið- leikaárunum, þegar ástand í at- vinnumálum var reyndar slæmt um alla Austfirði. Allur at- vinnurekstur á Seyðisfirði er í höndum einkaaðila og bæjarfé- lagið kemur þar lítið við sögu. Auk vaxandi vinnslu sjávarafla hafa þar risið upp og dafnað skipasmíðastöðvar og þjónustu- fyrirtæki við báta og skip. Vinna í smiðjunum um 70-80 manns. Þessi velmegun hefur vissulega sagt til sín í bankastarfseminni og nefndi Matthías sem dæmi, að þegar hann fluttist til Seyð- isfjarðar hefði árleg aukning sparifjár verið minna en 30 millj. en er nú yfir 130 millj. Samkvæmt uppiýsingum frá sambandi sveitarstjórna á Aust- urlandi hefur tekjuaukning ein- staklinga á Seyðisfirði líka ver- ið 27% á síðasta ári og er það mjög góð afkoma miðað við það sem gerist annars staðar í lands- fjórðungnum. Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði, sem Pétur Blöndal er forstjóri fyrir, var stofnuð 1948. Fyrst framan af var mest stunduð ýmis konar vélsmíði, svo sem á olíutönkum fyrir Austurland og að sjálfsögðu tók smiðjan virk- an þátt í uppbyggingu síldar- verksmiðjanna og söltunar- stöðva eystra. Stálgrindahús hafa verið smíðuð og notuð fyr- ir verbúðir og sem díeselstöðva- hús fyrir rafmagnsveiturnar. Frá fyrstu tíð hafa líka farið fram bila- og búvinnuvélavið- gerðir hjá Stáli. Ýmis konar tilboðsverk hafa líka verið unnin. Smiðjan vann við framkvæmdir vegna Gríms- árvirkjunar á sínum tíma og tek- ið var tilboði hennar í gerð loku- búnaðar fyrir Laxárvirkjun og hljóðaði sá samningur upp á 10- 12 milljónir. Á árinu 1971 hóf vélsmiðjan Stál svo að smíða báta og er nú unnið við þann fjórða. Það er 25-26 tonna bátur, sem verður gerður út frá Seyðis- firði en hinir hafa farið til Stöðvarf jarðar, Vopnaf jarðar og Djúpavogs. Að jafnaði vinna 25 menn í Þegar við inntum Matthías eftir því, hver væri helzti mun- ur á að starfa í banka í Reykja- vík og í bæjarfélagi sem Seyð- isfirði sagði hann, að reginmun- urinn væri fólginn í ákvarðana- tökunni, sem hvíldi nú á honum sjálfum. Helztu erfiðleikana í bankarekstrinum eystra sagði hann vera seinagang í afgreiðslu á lánum úr fiskveiðasjóði, en bankinn lánar til skipasmíðanna út á lán sjóðsins, sem kæmu svo ekki aftur fyrr en seint og síðar meir. Sagði Matthías, að útibú Útvegsbankans og Landsbank- ans á Austfjörðum lánuðu þang- að mikið fjármagn og það væri síður en svo reynt að draga peninga úr útibúunum til Reykjavíkur. Nú eru atvinnutæki fyrir hendi á Seyðisfirði, sem nægja myndu 1500 manna bæjarfélagi. Sagði Matthías, að tryggja þyrfti undirstöðurnar betur og koma í kring endurnýjun og gera rekst- urinn hagkvæmari, en það væri alltaf erfiðleikum bundið, þeg- ar treysta ætti á eigið fjármagn. smiðjunni en mjögerfiðlega hef- ur gengið að fá mannskap upp á síðkastið. Á nýrri viðbyggingu sem hýs- ir skrifstofur og verzlun þessa sama fyrirtækis má sjá tákn, er túlka mætti á þann veg, að fyrsta skrefið til sameiningar flugfélaganna hafi farið fram á Seyðisfirði. í húsakynnum vél- smiðjunnar Stáls er nefnilega umboð fyrir bæði félögin. Nokk- uð er selt af f armiðum með Loft- leiðum, einkum til skólafólks, er heldur til útlanda, en sala með Flugfélagi íslands er mikil og í sambandi við flug þess tíl Egilsstaða, heldur umboðið uppi sérleyfisferðum þangað frá Seyðisfirði. Eru ferðir nú farn- ar yfir Fjarðarheiði alla daga vikunnar nema sunnudaga. Þeg- ar heiðin verður ófær er snjó- bíll hafður í förum, en í október fer vegurinn venjulegast að teppast og er þá reynt að opna hann tvisvar í viku fram að áramótum, en þá tekur snjó- bíllinn við. Alls varð ferða- fjöldinn í fyrra 275 ferðir yfir árið milli Seyðisfjarðar og Eg- ilsstaða. Nú er ákveðið að festa IVIilli 300 og 400 manns Kafa framfæri af iðnaði FV 9 1973 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.