Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 65

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 65
þess er þegar fyrir hendi nokk- ur vísir að byggingavöruverzl- un. Sagði Sveinn Árnason að ætlunin væri að efla þann þátt til muna, ef aðstæður leyfðu. Sagði hann að fjármagnsskortur væri mjög tilfinnanlegur og eina fyrirgreiðslan, sem hægt væri að fá hjá bankastofnunum, væru yfirdráttarlán með allt að 15% vöxtum. Hvergi erlendis myndi slík fásinna tíðkast og væri því ekki nema eðlilegt að innlend iðnfyrirtæki stæðu höllum fæti í samkeppni við erlenda aðila. Iðnaðarhúsið þar sem fram fer starfsemi skóverksmiðjunnar Agila, prjónastofunnar Dyngju og byggingarfélagsins Brúnáss. Skóverksmiðjan Agila Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri skógerðarinnar Agila, tjáði okkur, að það fyrir- tæki hefði verið stofnað 1969 með þátttöku á þriðja hundrað hluthafa. Upphaflega var Agila í sam- bandi við hollenzka skóverk- smiðju, sem veitti ýmsa aðstoð til að koma rekstrinum af stað og síðan hefur Agila notið að- stoðar frá Hollandi við efnis- kaup og er hönnuður skófatnað- arins t. d. Hollendingur. Hjá Agila starfa nú um 20 manns að jafnaði og þar eru nú framleiddar um 50 mismunandi gerð'ir af skóm. Fyrst 1 stað voru það mest barnaskór en að sögn Sigurðar eru tegundir nú orðnar helzt til margar, en grundvöllur virðist samt ekki vera fyrir sérhæfingu. Framleidd eru milli 60 og 70 pör af skóm á dag og er reynt að halda framleiðslunni jafnri allt árið en aðalframleiðslan fer þó, fram á tímabilinu maí-júní og október-nóvember. Af allri sölu fara um 60% fram í októ- ber og nóvembermánuðum og er geysimikilvægt, að pantanir liggi fyrir áður en framleitt er, því lager er dýr í þessari vöru. Nú þegar er búið að selja allt, sem framleitt verður fram til jóla. Er stefnt að því að koma því fyrirkomulagi á, og að hægt verði að selja hálft ár fram í tímann og panta þar með efni eftir söluhorfum. í september eru erlendir framleiðendur yfir- leitt að selja skó, sem koma á markað vorið eftir. Sigurður sagði að árangur hefði orðið góður af þátttöku verksmiðjunnar í kaupstefnunni íslenzkur fatnaður síðustu tvö skipti en breyta þyrfti tímasetn- ingu á þeim, svo að í október væri hægt að kynna vörur fyrir vorið og í maí fyrir haustið. Þá væri algjörlega ófært að á tveim stöðum á landinu væri efnt til slíkrar meiriháttar kynningar samtímis eins og gert var í haust, þegar Iðnstefna sam- vinnufélaganna fór fram á Ak- ureyri um leið og kaupstefnan. Það er heildverzlun H. J. Sveinssonar í Reykjavík sem selur skóna frá Agila á svæði frá Vík í Mýrdal til Akureyrar en um aðra landshluta sér verk- smiðjan sjálf. Hlutur Agila á markaðinum hefur stækkað undanfarið og er reynt að vera með aðrar tegundir en Iðunn á Akureyri, sem er aðalsamkeppn- isaðili hér innanlands. Annars er tæpast hægt að tala um sam- keppni milli innlendra aðila, miðað við allt það magn, sem flutt er inn af skóm og tel- ur Sigurður, að aðeins 2-3% af skóm landsmanna séu innlend framleiðsla. Viðhorf manna til innlendrar skóvöru væri ekki hún eigi að vera á lægra verði en útlendir skór. En hér er vinnukostnaður geysihár, en þrátt fyrir það er verðið sam- bærilegt og í ljós hefur komið að innlend skóframleiðsla stendur hinni erlendu ekkert að baki bæði í verði og gæðum. Unnið við eina af skógerðarvélunum hjá Agila. FV 9 1973 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.