Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 68

Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 68
Þráinn Jónsson á Egilsstöðum „Hef ekki minnimáttarkennd gagnvart Reykjavíkurvaldinu svokallaða — og er lítið upp á það kominn” „Það verður allt að pening- um, sem hann Þráinn kemur nálægt“, segir almannarómur á Héraði og raunar er Þráinn Jónsson á Egilsstöðum öðrum kunnur um allan f jórðunginn fyrir atorkusemi og sérstakan dugnað. Það er næstum ör- uggt, að farþegar, sem til Eg- ilsstaðaflugvallar koma hitti hann fyrir þar fyrstan staðar- manna, stórvaxinn og svip- mikinn, þar sem hann er að afgreiða í veitingasölu flug- stöðvarinnar. Handan Lagarfljóts er svo grillskálinn Vegaveitingar, sem Þráinn á og veitir forstöðu. FV átti við hann stutt spjall yfir kaffibolla þar síðla kvölds fyrir skömmu, þegar athafnamaður- inn var um stund laus frá erli hinna daglegu starfa. — Það var 1963, sem við hjónin fluttumst hingað til Eg- ilsstaða eftir að við hættum bú- skap í Hróarstungunni, þar sem ég er fæddur, sagði hann. Kon- an mín er húsmæðrakennari að mennt og kenndi um skeið á Hallormsstað þar sem við bjugg- um fyrst eftir að við brugðum búi, en þá gegndi ég jafnframt lögregluþjónsstörfum hér á Eg- ilsstöðum. Það stóð þó ekki nema part úr ári eða þangað til ég leigði aðstöðu í Ásbíói, sem var samkomustaður hér, og hóf þar veitinga- og skemmtanahald. Enginn framkvæmdastjóri var fyrir húsinu þá og reksturinn hafði gengið illa, svo að forráða- mennirnir leigðu út alla aðstöðu nema bíóið. Þarna vann ég svo í hálft fjórða ár, seldi ferðamönn- um og kostgöngurum mat og stóð svo líka fyrir balli þegar ástæða þótti til. Síldarævintýrið hér fyrir austan var þá í há- marki og komu menn hingað í hópum neðan af fjörðum í land- legum til að sækja hjá mér dans- leiki. Þá var virkilega gaman að lifa. Samtímis þessu fór ég svo að selja öl, sælgæti og tóbak í gömlu flugstöðinni hér á flug- vellinum, sem var heldur bág- borin á alla lund. En þegar nýja *—- flugstöðvarhúsið kom í gagnið varð stórbreyting á og núna sel ég þar alls kyns veitingar, þar á meðal smurt brauð og smá- rétti og svo minjagripi handa ferðafólkinu. Þegar ég var í Ásbíó átti ég jeppa og síðan keypti ég fólks- bíl. Smám saman kom það í ljós, að menn vantaði bíl til að kom- ast hér um sveitir og niður á firði, svo að ég tók upp á því að leigja bíla. Varð þetta vísirinn að bílaleigu, sem ég rek hér nú, með sex bílum í sumar, bæði Land Rover-jeppum og Volks- wagen. Bílaleigan hefur þróazt smám saman með árunum og segja má, að ég hafi bætt við mig einum nýjum bíl á hverju sumri undanfarið en sel svo alltaf eitthvað af þeim á haust- in. — Það má segja, að þú „lifir á ferÖainönnum“ eins og sagt var um Svisslendingana forð- urn. Hverjum breytingum finnst þár ferðamennskan hér á Héraði hafa tekið síðan þú fórst að fást við þessa þjón- ustustarfsemi? — Fjöldinn hefur stórlega vaxið og nú í sumar hafa verið tvær flugferðir frá Reykjavík daglega. Sem dæmi um umferð- ina get ég nefnt, að í júlí fóru þar um 2939 farþegar í áætl- unarflugi. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi, bæði innlendra og er- lendra ferðamanna, sem hingað kemur landveg. Þar er aukning- in afar áberandi. Sumarleyfis- fólk er hér mikið á ferðinni í júlí og ágúst og kemur mikið í einkabílum. Með opnun hring- vegarins verða komur innlendra gesta hingað að sjálfsögðu enn tíðari. Fundahald ýmissa lands- samtaka færist líka mjög í vöxt hér á Héraði og hafa margir, Þráinn Jónsson, athafnamaður á Egilsstöðum, á veitingaskálann Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.