Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 69
fjölmennir hópar þingað hér í
sumar.
Líka er athyglisvert, hvað Ey-
firðingar og Þingeyingar sækja
hingað í helgarferðir. Slíkt
þekktist tæpast fyrir fáeinum
árum.
— Er það veðráttan, sem
laðar fólkið hingað?
— Hún á eflaust sinn þátt í
að fólk leggur leið sina hingað.
í júlí og ágúst hygg ég að hafi
ekki rignt nema í u. þ. b. 10
daga, og júnímánuður var frem-
ur þurr en kaldur. Þegar líða
tók á sumarið varð miklu hlýrra
í veöri og hefur verið yfir 20
stiga hiti dögum saman. Hér er
veðursælla en á flestum öðrum
stöðum á landinu.
— Sýnist þér, að ferðamenn-
irnár séu að spilla landinu?
— Nei, síður en svo. Hall-
ormsstaðaskógur er mjög vin-
sæll áningarstaður ferðafólks og
þar verðum við ekki varir við
nein spjöll að ráði. Útlendingar
ganga líka yfirleitt betur um en
landinn og sé ég þetta bezt á
meðferðinni á bílunum, sem ég
leigi út.
— Hvers konar ferðalangar
eru það einkanlega, sem koma
að snæða hjá þér í Vegaveit-
ingum?
— Bróðurpartinn af viðskipt-
unum gerir fólk úr fjórðungn-
um. Ég hef alltaf reynt að stilla
verði í hóf og þess vegna fengið
hingað stöðug viðskipti fólks,
sem vill ekki fara inn á hótel
til að snæða þar dýrari mat.
Þetta eru innlendar fjölskyldur
á ferðalagi, ungir útlendingar,
sem ferðast á „puttanum", fólk
af öllum stéttum. Hópferðabíl-
arnir, sem hér eiga leið um með
útlenda ferðamenn, stanza oft
hjá mér til að taka benzín og
farþegarnir fá sér kaffibolla á
meðan.
í fyrra stækkaði ég skálann
þannig að nú komast hér í sæti
milli 60 og 70 manns og þegar
mest er að gera verða gestirnir
stundum 500-600 yfir daginn.
Skálinn er aðeins opinn 5 mán-
uði ársins en á veturna eru hér
haldin einkasamkvæmi og fund-
ir.
— Hér á matseðlinum eru
boðnar hreindýrakótilettur,
sem fáir aðrir staðir geta lík-
lega státað af.
— Já, hreindýrasvæðið er
skammt undan, svo að hrein-
dýrakjöt er eðlilega á borðum.
Hreindýra'horn og skinn eru
líka mjög eftirsóttir minjagrip-
ir í verzluninni úti í flugstöð.
— Þessi starfsemi, sem þú
FV 9 1973
hefur nefnt er mjög bundin
vdð sumarmánuðina. Ekki
leggst Þráinn Jónsson í dvala
yfir veturinn?
— Nei, ekki alveg. En væri
hér eilíft sumar er enginn vafi á
að maður væri kolvitlaus orð-
inn. Yfir sumarmánuðina er
maður kominn í fullan gang
fyrir klukkan átta á morgnana
og linnir ekki látum fyrr en um
tvöleytið á nóttunni. Þá hætta
menn að hringja í símann.
A veturna er miklu rólegra
yfir öllu og bá sný ég mér af
alefli að umboðunum. Ég sel
hjólbarða og er umboðsmaður
Sjóvá auk þess sem ég sel ben-
zín og olíur fyrir B.P. Nú, flug-
ið gengur líka sinn vanagang og
farþegarnir þurfa þjónustu á
veturna þó að þeir séu með
færra móti. Annars er alltaf
mikil umferð um flugvöllinn
fyrir jól og páska og nóg að
gera í veitingasölunni þar. Þeg-
ar færðin er farin að spillast á
ég það líka til að hjálpa mönn-
um að komast á milli staða með
því að setjast undir stýri í jeppa
og aka með þá hér um nærsveit-
irnar. Má ég ekki annars bjóða
þér smávindil? Þetta er Baga-
tello-sortin, sem Sveinn á Egils-
stöðum reykir. Ég hef selt þá
mikið með því að segia frá því.
— Jú takk fyrir. Einn Baga-
tello. En hvað annars um fram-
tíðarmálin hjá þér?
— Maður forðast að fara of
geyst. Ég reyni þó stöðugt að
láta mér detta eitt'hvað nýtt í
hug og apa ekki allt eftir öðr-
um. Líttu á Pepsi-maskínuna
þarna. Ég held að þetta sé fyrsta
gosdrykkj avélin, sem sett var
upp í veitingastað af þessu tagi
utan Reykjavíkur. Hvaða mein-
ing heldur þú, að sé í því að vera
að flytja vatn og gler á milli
landshluta, þegar svona tæki eru
til?
Ef hugsað er til næstu fram-
tíðar vildi ég gjarnan auka þjón-
ustu við fólk, sem vill ferðast ó-
dýrt, koma hér upp aðstöðu á
tjaldstæðum eða ódýru gisti-
rými. Margir spyrja mig, hvort
þeir geti ekki fengið eitthvert
húsnæði til að dveljast í með
fjölskylduna yfir sumartímann.
Það er líka þörf, sem huga þarf
að. Litlar íbúðir fyrir sumarleyf-
isfólk gætu orðið mjög vinsælar.
— Er ekki býsna erfitt að
vera athafnamaður úti á landi
og þurfa að sækja margháttaða
fyrirgreiðslu til Reykjavíkur?
— Ég hef enga minnimáttar-
kennd gagnvart Reykjavíkur-
valdinu svokallaða og er lítið
L
upp á það kominn. Það er mest
öfund og minnimáttarkennd,
sem veldur því að fólk í dreif-
býlinu talar um þessa Grýlu fyr-
ir sunnan. Það verður þó að við-
urkennast, að heldur margir eru
saman komnir á höfuðborgar-
svæðinu og alltof margir vinna
orðið hjá ríkinu, en hafa lítið
starfssvið. Það á að láta ein-
staklinga reka þessi ríkisfyrir-
tæki, sem mörg hver eins og
Skipaútgerðin veita litla þjón-
ustu en kosta milljónir af al-
mannafé í taprekstri. Það ætti
heldur að minnka ríkisbáknið
og lækka skattana. Þegar farið
er að taka 50-60% af tekjum
manna í skatta verkar það lam-
andi á framkvæmdaþrá fólks. Á
henni fljótum við þó enn, sagði
Þráinn Jónsson að lokum.
Auglýsingastjórar
helztu
stórfyrirtækja heims
velja auglýsingar
í viðskiptaritum
og öðrum sérritum
vegna
lesendahóps þeirra.
Það eru
auglýsingarnar
sem selja.
Frjáls
Verzlun
Mest lesna
tímarit landsins.
G9