Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 73
SAMVINNA VIÐ
ESKIFJÖRÐ.
í haust er væntanlegur til
landsins um 500 tonna spánsk-
ur skuttogari, sem útgerðarfélag
á Eskifirði hefur fest kaup á í
félagi við Kaupfélag Héraðsbúa
á Reyðarfirði. Verður hann gerð-
ur út frá Eskifirði en aka á með
hluta af afla til vinnslu á Reyð-
arfirði. Hjalti Gunnarsson sagði,
að Reyðfirðingar hefðu vel get-
að staðið einir að útgerð á skut-
togara en sá möguleiki hefði
ekki verið athugaður nógu
snemma.
Á Reyðarfirði búa nú um 600
manns. Fólksfjölgun varð nokk-
ur á síldarárunum og þar reisti
þá ríkið síldarverksmiðju.
Sögðu þeir Hjalti og Hallgrím-
ur að þessi opinberu fyrirtæki,
síldarverksmiðjan og Vegagerð-
in, hefðu óneitanlega reynzt
lyftistöng fyrir atvinnulífið í
kauptúninu þó að þau séu und-
anþegin opinberum gjöldum til
sveitarfélagsins. Þá var líka
Halgrímur Jónasson,
framkvæmdastjóri útgerðar
Gunnars og Snæfugls á Reyð-
arfirði.
áberandi, er loðnan fór að veið-
ast í miklu magni fyrir Aust-
fjörðum, að ríkisrekna verk-
smiðjan stóð fyrst í stað verk-
efnalaus meðan fyrirtæki í ann-
arra eigu voru að keppast um
að fá loðnu til bræðslu í ná-
grannabyggðarlögunum. Þannig
var ríkið dragbítur á raunhæfar
aðgerðir.
Um hugsanlega dreifingu
stofnana hins opinbera út um
byggðir landsins sögðu þeir
Hjalti og Hallgrímur, að í
Reykjavík hlyti að verða þunga-
miðja stjórnsýslunnar og flutn-
ingur stofnana ríkisins gæti ekki
farið fram nema að vandlega at-
huguðu máli. Þannig hefði það
verið sýndarmennska að flytja
aðsetur Síldarútvegsnefndar á
sínum tíma til Siglufjarðar og
hefðu Austfirðingar verið verr
settir með nefndina þar heldur
en í Reykjavík. í þessi mál
þyrfti því að ráðast með mikilli
gætni.
Eskifjörður:
IViyndarlegt átak í varanlegri gatnagerð
Samvinna sveitarfélaganna á Austurlandi um lagningu olíumalar á götur
Það vekur að vonum mikla
athygli hverjum stakkaskipt-
um sum kauptúnin á Aust-
fjörðum hafa tekið eftir að
farið var að bera olíumöl á
götur þar. Einn þeirra staða,
þar sem einna mestar breyt-
ingar hafa orðið í þessu tilliti.
er Eskif jörður. Allt yfirbragð
staðarins hefur gjörbreytzt
og þar sem enn hefur ekki
verið hægt að setja varanlegt
slitlag á götur er þegar fyrir
hendi sterk áeggjan íbúa um
að framkvæmdum verði hrað-
að.
Jóhann Klausen sveitarstjóri,
skýrði okkur svo frá, að olíu-
malarlagningin á Eskifirði væri
liður í stórframkvæmdum 11
svokallaðra þéttbýlissveitar-
félaga á Austurlandi á þessu
sviði. í þriggja ára áætlun er
gert ráð fyrir að samtals verði
varið 120 milljónum króna á
þessum stöðum til að ganga frá
götum og hefur verið samið við
norskt fyrirtæki um kaup á olíu-
möl, sem flutt er til Austfjarða
með skipum beint frá Noregi.
Samningur við norskt fyrirtæki,
sem gildir til eins árs gerir líka
ráð fyrir að það leggi út mölina
með eigin tækjum, sem notuð
hafa verið austnlands í sum-
ar.
Framkvæmdirnar hófust á
Reyðarfirði í júnílok, en síðan
var farið um Eskifjörð til Nes-
kaupstaðar, Seyðisfjarðar og
Vopnafjarðar. Þaðan verður svo
haldið suður eftir, til Fáskrúðs-
fjarðar, Breiðdalsvíkur, Stöðv-
arfjarðar og Djúpavogs. Þá er
ákveðið að Egilsstaðir og Höfn
í Hornafirði verði með í áætlun-
inni þó að framkvæmdir þar
verði ekki hafnar á þessu ári.
VILJA AÐ VÉLARNAR
VERDI UM KYRRT.
Norska fyrirtækið, sem að
þessu stendur, heitir Rödsand
Gruber, og hefur aðalstöðvar
rétt hjá Kristjánssundi. Hefur
verið samið um kaup á 12-13 þús-
und tonnum af olíumöl af því, en
Jóhann sveitarstjóri kvaðst
vona, að einhver aðili í kjör-
dæminu sæi sér fært að kaupa
vélar Norðmannanna eða aðrar
ámóta, svo hægt væri að dreifa
framkvæmdunum meira á milli
ára en miða ekki við stærri
áfanga eins og nú er gert. Ein-
hverjar athuganir hafa farið
fram á hvort verktakafyrirtæk-
ið Átak á Seyðisfirði muni hugs-
anlega annast rekstur vélakosts
til olíumalarlagnar en um það
er ekkert endanlega ákveðið.
Jóhann sagði, að í fyrsta á-
fanga á Eskifirði hefðu verið
18 þús. fermetrar, en þar með
eru talin bílastæði og nokkur
fleiri svæði, sem ekki heyra
gatnakerfinu til. Samtals mun
þessi áfangi á öllum stöðunum
verða um 75 þús. fermetrar en
fermetrinn kostar 300 krónur.
Á Eskifirði verður unnið á
næsta ári að undirbúningi þeirra
gatna, sem eftir eru en talið er
að gatnakerfið allt eigi að verða
fullbúið eftir tvö ár. Verkefnið
er tæplega hálfnað núna, en Jó-
FV 9 1973
73