Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 79

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 79
Höfn í Hornafirði: IHiklar framkvæmdir á vegum Kaupfélags Austur - Skaftfellinga Rætt við Ásgrím Halldórsson, kaupfélagsstjóra Á Höfn í Hornafirði er nú í byggingu nýtt frystihús á vegum Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. Verður húsið um 6600 m2, og er búið að taka í notkun frystigeymsl- urnar. Um næstu áramót tek- ur mötuneyti til starfa í frystihúsinu, og er það ætlað bæði fyrir þá sem vinna við útgerðina og í frystihúsinu. 1 byrjun ársins 1974 verður síð- an byrjað á loðnufrystingu. Ennfremur er nýlokið við smíði nýrrar mjólkurstöðvar, sem tók til staifa í febrúar síðastliðinum. FV átti nýlega stutt samtal við Ásgrím Hall- dórsson, kaupfélagsstjóra, og spurði hann um starfsemi kaupfélagsins. Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga var stofnað árið 1920 af bændum í sýslunni. Sagði As- grímur, að starfsemin hefði auk- izt mikið frá stofun og nú ræki kaupfélagið auk frystihússins og mjólkurstöðvarinnar verzl- anir á Höfn í Hornafirði og á Fagurhólsmýri. Á Höfn er kjör- búð rekin af kaupfélaginu og er henni skipt í ýmsar deildir, s. s. búsáhaldadeild, vefnaðarvöru- deild, matvörudeild, bygginga- vörudeild og veiðarfæradeild. Þá rekur kaupfélagið slátur- hús. í haust verður slátrað 2200 kindum í Höfn og 4000 að Fag- urhólsmýri. Afurðirnar frá Fag- urhólsmýri eru fluttar til Reykjavikur með flugvélum og er kaupfélag Austur-Skaftfell- inga eina kaupfélagið, sem flyt- ur afurðirnar á slíkan hátt. Kaupfélagið sér einnig um skipaafgreiðslu fyrir Eimskip, Sambandið, Hafskip og Ríkis- skip. HEIDARVELTA 560 MILLJÓNIR S.L. ÁR. Kaupfélagið tekur á þessu ári við 2 milljónum af mjólk á þessu ári, að sögn Ásgríms og hefur magnið aukizt mikið með tilkomu nýju mjólkurstöðvar- innar. Aðeins lítill hluti þessa mjólkurmagns er notað sem neyzlumjólk eða 20%. Úr hinum 80% eru unnar mjólkurafurðir, aðallega ostar. Verður allur ost- urinn fluttur út gegnum Osta- og smjörsöluna. Heildarvelta Kaupfélags Austur-Skaftfellinga var á síð- asta ári 560 miljónir króna. Komu 231 milljón frá fisk- vinnslustöðinni, 100 milljónir frá landbúnaðarvörum og velta í sölu á vörum var 210 millj- ónir. Fastlaunaðir starfsmenn kaupfélagsins eru nú um 70, en alls vinna milli 120 og 150 starfs- menn hjá kaupfélaginu. Námu heildarlaunagreiðslur á síðasta ári 105 milljónum. Fé- lagsmenn í kaupfélaginu voru 470 í árslok 1972. Að lokum sagði Ásgrímur að nú væri í byggingu ferðamannaverzlun á vegum kaupfélagsins í sam- vinnu við náttúruverndarráð og væri áætlað að smíði yrði lokið næsta sumar eða um svipað leiti og hringvegurinn verður opnað- ur. Er verzlun þessi að Skafta- felli í Öræfum. Framleiðum í tízku- litum kven- og unglinga- buxur í öllum stærð- um og af ýmsum gerðum. Einnig skíða- buxur. L. H. MULLER, ÁRMÚLA 5. SÍMI 30620. FV 9 1973 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.