Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 85
leika, sem þeir hafa til betri
þjónustu en erlendir framleið-
endur. Ég vil leggja áherzlu á,
að framleiðendur láti ekki
glepjast af hinni miklu eftir-
spurn og vanræki að búa sig
undir framtíðina.
Verðlagsþróunin hefur ekki
orðið iðnaðinum eins hagstæð
og sjávarútvegi og landbúnaði
og nú er svo komið að iðnaður-
inn er kominn í verulegan vanda
vegna þessarar þróunar. Ég vil
ekki öfundast yfir velgengni í
sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þó
hefur ekki farið hjá því, að verð-
lagsþróunin þar hafi haft, og
muni nú á næstunni hafa veru-
leg áhrif á þróun kaupgjalds al-
mennt og verðlag þjónustu, þar
sem fiskur ræður enn mestu um
efnahagsþróun á Islandi. Iðn-
aðurinn verður svo að fylgja
þeirri þróun, hvort se-m honum
líkar betur eða verr.
Það segir sína sögu að skoða
tölur um verðhækkanir árið
1972. Landbúnaðarvörur hækk-
uðu meir en 18%, fiskur og fisk-
afurðir um nærri 18%, húsnæði
og þjónusta um 14%, innfluttar
neyzluvörur um 12%, en inn-
lendar neyzluvörur, þ. e. al-
mennar iðnaðarvörur, um að-
eins 10.4%. Á þessum tíma varð
iðnaðurinn að taka á sig yfir 25
% kauphækkanir og miklar hrá-
efnahækkanir.
Það er því knýjandi nauðsyn,
að stjórnvöld auðveldi iðnaðin-
um að bregðast við núverandi
aðstæðum, svo hann geti gegnt
því hlutverki að hleypa fleiri
stoðum undir íslenzkt efnahags-
líf og gera það þannig óháðara
verð- -og aflasveiflum.
Það þarf nú þegar að létta af
iðnaðinum þeim kvöðum, sem á
honum hvíla, umfram erlenda
framleiðendur. Það er í fyrsta
lagi að afnema tolla af vélum,
hætta að innheimta söluskatt af
þeim og fella nú þegar niður
tolla af hráefnum. Þá þarf einn-
ig að leysa iðnaðinn undan því
að greiða launaskatt eins og
þegar hefur verið gert við sjáv-
arútveg og landbúnað. Þær hug-
myndir, sem komið hafa fram
um hækkun launaskatts eru því
iðnaðinum stórhættulegar.
Til þess að jafna að nokkru
samkeppnisaðstöðu útflutnings-
iðnaðarins, þarf að finna leiðir
til þess að endurgreiða honum
allan þann söluskatt, se:n hann
hefur þurft að greiða af rekstr-
arvörum og aðföngum, til sam-
rærnis við það, sem gert er með-
al þjóða, sem nota virðisauka-
skatt.“
Ullarflíkur frá Álafossi.
í bás nærfatagerðarinnar Artemis voru ýmsir fallegir náttkjólar
sýndir.
Yfirhafnir frá Sjóklæðagerðinni og Max.
FV 9 1973
85