Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 90

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 90
Tækninýjungar hjá IBM: 3740 gagnaskráningarkerfið Það hlýtur að teljast nokk- ur nýjung-, þegar fram kemur kerfi til vélrænnar skráning- ar eða véltöku upplýsinga, sem segir hinum hefðbundna gagnmiðli gataspjaldinu, eða IBM-spjaldinu eins og það er gjarnan kallað, stríð á hend- ur. Ekki er þar með sagt að gata- spjaldinu verði alveg útrýmt. Það mun halda gildi sínu enn um sinn. En margir notendur gagnavinnslutækja munu á næstunni færa sér í nyt hina mörgu kosti þessara nýju tækja. Kjarninn í IBM 3740 kerfinu er þunn skífa úr plasti sem felld er inn í hlífðarumslag. Skífan er nálægt 20 sm. í þvermál og húðuð með segulmagnaðri himnu. Á þessa himnu má svo skrá upplýsingar með áþekkum aðferðum og þeim, sem notaðar eru til að skrá tónlist eða tal á venjulega segulbandsræmu. Skífu þessa má nota aftur og aft- ur og hana má senda með bréfa- pósti staða á milli. Á þessari skífu byggjast síð- an hin ýmsu tæki, sem mynda 3740 kerfið, og skulu hér upp- talin hin helstu: 3741 gagnastöð 3742 tvöföld gagnastöð Báðar þessar vélar eru ætlað- ar til handvirkrar skráningar frumgagna yfir á véltækt form. 3713 prentari, sem tengja má við 3741 gagnastöðina 3747 umskráningarvél, sem les skífurnar og skráir af þeim á tölvusegulband, en getur einnig lesið af segulbandi til skráningar á skífur. 3540 lestrar- og skráningarvél, sem setja má í beint samband við tölvu af gerð IBM 370. Hér á eftir skal freistað að lýsa nokkru nánar skráningar- vélunum. Verður fyrst lýst IBM 3741 gagnastöð gerð 1, en síðan gerð grein fyrir því á hvern hátt 3741 gerð 2 og 3742 eru frá- brugðnar. IBM 3741 GAGNASTÖÐ, GERÐ 1. Er útbúin með lyklaborði fyr- ir innslátt upplýsinga og fyrir- mæla um það, hvernig vélin skuli vinna. Þau fyrirmæli sem kölluð eru prógramm eða forrit, má síðan einnig geyma á segul- skífu og lesa þau sjálfvirkt við upphaf hvers verks. Vélin hefur einnig drifbúnað fyrir segulskífuna og síðast en ekki sízt ,,heilabúið“, rafeinda- búnaðinn, með minni fyrir for- rit og upplýsingar ásamt stýri- rásum fyrir allt kerfið. Gagnaskráning fer svo þannig fram, að fyrst er viðeigandi seg- ulskífa sett í vélina og forritið fyrir hana lesið inn í minni, ann- að hvort af skífunni eða það er slegið inn með lyklaborðinu. Síðan eru þær upplýsingar, sem véltaka skal, slegnar inn á lyklaborðið og birtast jafnóðum á sjónvarpsskerminum. Venjulega er upplýsingunum skipt í atriði (record), t. d. telst eitt gataspjald að jafnaði eitt ,,record“. í þessum vélum má lengd hvers atriðis vera frá 1 til 128 stafir, en þó má einnig tengja saman tvö eða fleiri atriði, þar sem samhengið gerir kröfu til meira rýmis. Þegar eitt atriði hefur þannig verið fullgert á skerminum, er það flutt yfir á skífuna til geymslu. Á meðan upplýsingarnar eru enn á skerminum, má með auð- veldu móti leiðrétta hvort sem er einstaka stafi, þætti eða allt atriðið. Einnig má finna á skíf- unni atriði, sem áður hafa ver- ið skráð, sýna þau á sjónvarps- skerminum og bæta í þau eða breyta þeim eftir því sem við á. Fletta má upp í skrám á seg- ulskífunni annað hvort eftir númeri eða einhverju einkenni, t. d. má fletta upp á þeim atrið- um, sem hafa tiltekna dagsetn- ingu eða vörunúmer. Sjónvarpsskermurinn gegnir líka öðru hlutverki, því að á honum má sýna með viðeigandi prógrammeringu leiðbeiningar fyrir vélstjórnanda, t. d. um lengd svæða og heiti. Hver segulskífa rúmar tæp- lega tvö þúsund 128 stafa atriði, þannig að þar má auðveldlega geyma t. d. viðskiptamannaskrá eða birgðaskrá fyrir lítið fyrir- tæki. 90 FV 9 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.