Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 92
Jafnan eru gerðar strangar
kröfur um gæði þeirra gagna,
sem véltekin eru. Þar gildir regl-
an rusl inn — rusl út, sem þýðir
að gæði úrvinnslunnar og rétt-
leiki verður aldrei meiri en
þeirra gagna sem notuð eru til
grundvallar (reyndar eru flest-
ar vitleysur, sem tölvum er
kennt um, þannig til komnar, að
inntaksgögnum hefur verið
ábótavant).
Af þessum sökum er það
venja að prófa réttleika véltök-
unnar. Þessi aðgerð hefur verið
kölluð endurgötun, sem reyndar
er tæplega réttnefni við 3740
vélina. Hún framkvæmir próf-
unina á þann hátt, að tiltekin
skrá er lesin, atriði fyrir atriði
og borin saman við innslátt í
annarri umferð. Villur sem
finnast eru leiðréttar jafnharð-
an.
Við vélina má tengja IBM
3713 prentvél, sem getur prent-
að upplýsingar af segulskifunni,
annað hvort um leið og skráð er
á hana eða síðar. Velja má hvaða
upplýsingar skuli prenta og
unnt er að kommusetja upphæð-
ir.
Af öðrum aukabúnaði má
nefna vartöluprófun, safntelj-
ara og aðra segulskífu til við-
bótar.
IBM 3741 gerð 2 er að öllu
leyti eins og gerð 1 nema hana
má tengja við símalínur og nota
til móttöku og/eða sendingar
upplýsinga, þar sem viðeigandi
búnaður er tengdur við hinn
enda línunnar. Getur það verið
t. d. önnur 3741 gerð 2, IBM
system/3 eða 370 og fleiri tæki.
IBM 3742 er vél með tveim
lyklaborðum til gagnaskráning-
ar og tveim segulskifum. Hún
er þannig í raun tvær vélar
byggðar í sama borð og nota að
nokkru sama rafeindaútbúnað.
Við þessa vél er ekki unnt að
tengja fjarskiptaútbúnað eða
prentara. Hún er fyrst og fremst
ætluð sem afkastamikil og hag-
kvæm skráningarvél.
Hver afköst þessa kerfis eru,
miðað við venjulega götun, fer
að sjálfsögðu eftir eðli hvers
verkefnis, en dæmi eru um frá
20 til 70% afkastaaukningu.
Munar þar mest um það, að ekki
þarf að bíða eftir því, að spjald
sé fært í rétta stöðu, en einnig
verkar vitneskjan um það, hve
auðvelt er að leiðrétta villur,
hvenær sem þær finnast, þann-
ig á vélstjórnandann, að hræðsla
við að gera villur hverfur. Sá
þáttur hefur oft mikil áhrif á
hraðann.
Hálfdán Helgasson s.f.:
OZHJM, lofthreinsarl
og lykteyðir
OZIUM, sem hefur verið not-
aður með sívaxandi árangri um
alla Norður-Ameríku á undan-
förnum 25 árum, er lyktarlaus
lykteyðir, sem fjarlægir tóbaks-
reyk. Jafnframt því að eyða lykt
og reyk fækkar OZIUM þeim
bakteríum i loftinu, sem valda
særindum á hálsi, kvefi og in-
fluenzu o. s. frv. Þannig getur
OZIUM fækkað fjarvistum á
skrifstofum, verksmiðjum, skól-
um o. s. frv. OZIUM er algjö' -
lega skaðlaus, þegar hann er
notaður samkvæmt leiðbeining-
um. OZIUM hæfir alls staðar,
þar sem fólk er að starfi eða leik.
Sögu OZIUM má rekja aftur
til seinni heimsstyrjaldarinnar.
Beiðni barst frá stjórn Church-
ills um, að útvegaður yrði árang-
ursríkur, skaðlaus lofthreinsir
til að hindra sjúkdóma, eyða
lykt og reyk í loftvarnabyrgj-
unum. Þessi beiðni leiddi til upp-
finningar OZIUM. Lofthreinsa
þá, sem notaðir höfðu verið
áður, var ekki hægt að nota í
jafnríkum mæli, vegna þess hve
slæm áhrif þeir gátu haft á þol-
endur.
OZIUM er hægt að fá í 3
stærðum. Einnig er hægt að fá
sjálfvirkan úðara, OZIMATIC,
sem úðar OZIUM á hálftíma
fresti og viðheldur þannig stöð-
ugt hreinu, fersku og heilsusam-
legu lofti.
ALLS KONAR
BRAUÐGERÐAR-
KAUPFÉLAG VÖRUR.
BERUFJARÐAR, EFNAGERÐ
Djúpavogi LAUGARNESS,
sími 19166, pósthálf 938, Reykjavík.
92
FV 9 1973