Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 95
Ilm heima og geima
Ung stúlka hafði dottið í höfn-
ina. Roskinn maður kom þar
að, en enginn annar virtist þar
sjáanlegur. Kunni maðurinn
ekki að synda, svo hann ákvað
að reyna að láta skúlkuna
grípa í regnhlíf, sem hann hafði
meðferðis.
Það tókst ekki eftir vonum
og fór stúlkan tvisvar í kaf á
meðan. — Þetta hjálpar ekkert,
sagði stúlkan vonleysislega.
— Ég er nú þegar orðin gegn-
blaut.
— ★ —
Piltur nokkur sagði frá mat-
arvist, sem hann hafði búið
við á sjónum, og var lýsingin
á þessa leið: — Það var brytj-
uð mygluð grásleppa ofan í
vatnsgrautinn, og svo var
þetta kallað rauðmagasúpa.
— ★ —
Prófessorinn var að kenna
laeknanemum og bað stúlku úr
hópnum um hárlokk til smá-
sjáræfinga.
— Hvar á ég að taka hann?
spurði stúlkan.
— Helzt á höfðinu, svaraði
prófessorinn.
— ★ —
Gömul kona kom að máli við
burðarmann á járnbrautastöði
nokkurri í Englandi. — Ungi
maður, hvar get ég tekið lest-
ina mína? spurði gamla konan.
— Það fer eftir því, hvert þú
ætlar, sagði burðarmaðurinn.
— Þú ert sérstaklega ósvíf-
inn, sagði gamla konan, hvað
kemur þér það við, hver ég
ætla.
— ★ —
Kennarinn leit yfir bekkinn
og spurði: — Jæja, böm, hver
var fyrsti maðurinn í heimin-
um.
Einar, sem sat aftast í bekkn-
um sagði: — Það var Ingólfur
Arnarson.
— Neá, Einar þó, sagðikenn-
arinn. — Þú veizt þó vel, að
það var Adam.
— Já, ef maður telur útlend-
ingana með.
FV 9 1973
95