Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 13
Milliríkjaviðskipti: Kínverjar vilja kaupa meira ál og lýsi til notkunar í iðnaði Sendiráð Kína hefur nú starfað hérlendis í tvö ár Nú eru rúm tvö ár síðan sendiráð Kínverska alþýðulýðveld- isins hóf starfsemi sína hér á landi. Kínverjarnir hafa komið sér vel fyrir í stóru íbúðarhúsi á Víðimel 29, sem þeir keyptu fyriij sendiráðið. Þar hafa verið settar upp fullkomnar vélar til sýningar á kvikmyndum, sem gestir sendiráð'sins horfa gjarnan á, þegar þeir koma í heimsókn. Kínversk vöru- og listsýning hefur verið haldin og segja má, að fulltrúar Maós formanns hér á landi hafi á skömmum tíma stofnað til meiri kynna við ólíka hópa landsmanna en önnur sendiráð virðast leggja sig í framkróka við. Fyrir nokkru höfðum við tal af hr. Lin, fyrsta sendiráðs- ritara kínverska sendiráðsins og inntum hann nánar eftir því, hvernig störfum sendi- ráðsmannanna væri háttað og hverjum breytingum samskipti íslands og Kína hefðu tekið síðan sendiráðið var stofnað. 16 SENDIRÁÐSMENN Kínverska sendiráðið var opnað 26. maí 1972 og voru starfsmenn þess þá sjö talsins. Núna eru þeir orðnir 16, þar af tveir ungir menn, sem eru hér aðallega til að læra ís- lenzku og hafa m. a. stundað vinnu hjá trésmiðjunni Víði í þrjá mánuði til að fá þjálfun í venjulegum orðaskiptum á tungu hérlendra. Kínverskur ambassador hef- ur hér fast aðsetur auk sendi- ráðsritaranna, sem sjá um stjórnunarstörf og viðskipta- mál, svo að eitthvað sé nefnt. Einn Kínverjanna, hr. Lee tal- ar dönsku og íslenzku, en hann var hér við nám í íslenzku í Háskólanum á síðasta áratug. Menntamálaráðuneytið hefur nú boðið fram styrk handa kínverskum stúdent til náms í íslenzku. KÍNVERSK SÝNING AÐ ÁRI Hr. Lin sagðist vona, að raunhæft og árangursríkt sam- starf á sviði menningar- og við- skiptamála gæti tekizt með ís- lendingum og Kínverjum, en slík þróun tæki vitaskuld • /’í,:. • nokkurn tíma. Þegar hefði nokkuð miðað i þessa átt m. a. með kínversku sýningunni á Kjarvalsstöðum í fyrra og heimsókn borðtennismeistar- anna kínversku í vetur. Nú er í undirbúningi að efna til ann- arrar kínverskrar sýningar á næsta ári til að kynna líf og menningu kínversku þjóðarinn- ar. Hr. Lin sagði, að reynslan hefðiþegar leitt í ljós, aðstjórn- ir íslands og Kína gætu unnið saman á mörgum sviðum. Sér- staklega nefndi hann, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefði stuðl- að að því, að fulltrúi Kína var kjörinn 1 framkvæmdaráð UNESCO. Samstarf milli ríkis- stjórnanna tveggja hefði verið í þessu húsi á Víðimel 29 hafa sendimenn Maos formanns á ís- landi aðsetur sitt. FV 4 1974 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.