Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 66
vísa til sætis gefin lítil upphæð í þjórfé. Eins og í mörgum löndum er leigubílstjórum greitt 20% af akstursgjaldi í þjórfé. Skemmtanir Frá septemberlokum til byrjunar júlímánað- ar er Monnaie leikhúsið opið. Þetta er eitt frægasta leikhús í borginni og eru þar sýndir m. a. söngleikir og balletdansar. í Galeries leikhúsinu eru sýnd vinsæl og skemmtileg leik- rit. í Palais des Beaux-Arts geta tónlistarunn- endur farið til að hlýða á tónlist. Konungleg- ur sirkus er starfandi í borginni að vetrarlagi og heldur mikilfenglegar sýningar. Margir næturklúbbar eru ennfremur starfandi í borg- inni. Þá eru yfir 100 kvikmyndahús í Brussel einni. Viðskipti Flestar verzlanir í borginni eru opnar frá kl. 9.00-18.00. Einhverja daga vikunnar mun þó vera opið til kl. 22.00 í sumum stórverzlunum. Að komast leiðar sinnar Frá flugvellinum er hægt að komast með lestum eða leigubílum til áfangastaðar. Um borgina aka strætisvagnar og rafknúnir vagn- ar, sem flytja farþega sína hvert sem er um borgina. Um borgina komast farþegar einnig með neðanjarðarlestum. Antverpen Antverpen er ekki aðeins mikilvægasta hafn- arborgin í Belgíu, heldur einnig mjög mikil- væg fyrir evrópsk viðskipti. Til þessarar borg- ar sigla íslenzk skip reglulega til að sækja og fara með vörur, sem koma eiga til íslands. Hótel Hótel Century, 60-62 De Keiserlei, 'hótel Excelsior, 8 Pelikanstraat, hótel Plaza, 43-49 Charlottalei og Hótel Smaragdion, 44 Koningen Astridplein eru meðal fjölda hótela, sem kaup- sýslumenn dveljast gjarnan á. Veitingahús Mikið er um útiveitingastaði í borginni svo sem kaffi- og tesölu, enda viðrar yfirleitt afar vel að sumarlagi. Veitingahúsin La Rade, 8 Van Dijckkaai og Cigogne d’Alsace, 7 Weig- straat bjóða upp á hollenzka fisk- og kjötrétti, en verðið er nokkuð hátt. Á fjölmörgum veit- ingastöðum er seldur matur fyrir lágt verð þ. á. m. eru Au Gourmet sans Chiqué, 3 Vest- ingsstraat og Rooden Hoed, 25 Oude Koom- markt í þeim flokki. Þjórfé í Antverpen gilda sömu reglur og í Brussel varðandi þjórfé. Yfirleitt er alltaf greitt 15% af verði í þjórfé á veitinga- og kaffihúsum og hótelum. Leigubílstjórum er venjulega greitt 20% af ökugjaldi í þjórfé, og þeim sem vísa til sætis í kvikmyndahúsum og leik-húsum er gefin lítil upphæð í þjórfé. Skennmtanir Konunglega flæmska leikihúsið í Antverpen er heimsfrægt fyrir góð verk, og þar kjósa margir ferðamenn að eyða kvöldstund, og í konunglegu flæmsku óperuna í borginni eiga margir góða skemmtun. Víða í borginni eru næturklúbbar, vínveitingastaðir og dansstaðir. Einnig sýna kvikmyndahúsin nýjustu kvik- myndirnar á daginn og á kvöldin. Viðskipti Almennt eru verzlanir opnar frá kl. 9.00- 18.00 frá m'ánudegi til fimmtudags. Á föstu- dögum er víða opið langt fram á kvöld. Mörg hinna stærri verzlunarhúsa hafa þó opið til ki. 21.00 einhver kvöld vikunnar. Að komast leiðar sinnar Ýmsir þurfa að fljúga til Brussel áður en farið er til Antverpen vegna viðskiptaerinda og er þá hægt að komast með lest milli borg- anna tveggja. Þeir sem eru á eigin vegum komast með leigubifreiðum frá flugvellinum í Antverpen til miðborgarinnar. Um borgina sjálfa er hins vegar hægt að komast fótgang- andi, með lest, almenningsvagni, leigubíl eða bílaleigubíl. Luxemborg Stórhertogadæmið Luxemborg er eitt af minnstu löndum í Evrópu, en það er þó mikil- væg samgöngumiðstöð. í höfuðborg hertoga- dæmisins, Luxemborg búa um 78 þúsund manns, en alls búa í landinu um 340 þúsund manns. Hótel Mjög góðar flugferðir eru á milli íslands og Luxemborgar, og allt árið er flogið daglega milli landanna. Mörg hótel eru í borginni, en hægt er að fá góðar upplýsingar um þau hér áður en lagt er af stað frá Reykjavík. Hótel Oharlton, 9 Rue de Strasbourg, Hótel Contin- ental, 86 Grand’rue, Hótel Empire, 34 Place de la Gare og Hótel Rix, 20 Boulevard Royal eru í hópi 'ágætra hótela í borginni. 66 FV 4 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.