Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 29
Creinar og uiðlbl Peningaaustur Eftir dr. Guðmund Maynússon, prófessor Þegar þessi grein er skrif- uð, eru eldhúsumræður ný- afstaðnar. Þar hafa ríkis- stjórnin og stjórnarandstaðan reynt að skýra, hvað úrskeiðis hefur farið í stjórn efnahags- mála og af -hverju, enda þótt þessir aðiljar hafi ekki orðið á eitt sáttir í þeim efnum. Bkki skal hér gerð tilraun til að keppa við stjórnmála- mennina í greiningu viðfangs- efnisins, heldur einungis fjall- að um nokkrar stærðir pen- inga- og lánamála á undan- förnum árum. AUKNING ÚR HÓFI FRAM Svo virðist sem allar pen- ingamálastærðir hafi stór- hækkað frá 1970, og það miklu meira en unnt er að skýra með verðhækkunum á erlendum markaði, sem er einn þáttur í aukningu pen- ingamagns, eða vegna hækk- andi launakostnaðar og rekstr- arkostnaðar fyrirtækja, sem kallar á meira rekstrarfé „til að fjármagna verðbólguna“. Föst erlend lán námu 22.030 millj. kr. árið 1973, en 11.095 millj. kr. árið 1970. Aukningin er 100% Stutt vörukaupalán námu 3.350 millj. kr. 1973, en 1.270 millj. kr. árið 1970. Aukningin nemur 95%. Framlög án endurgjalds er- lendis frá námu árið 1973 um 1.450 millj. kr., nettó, en þar er nær eingöngu um gjafafé vegna Vestmannaeyja að ræða. Þetta hefur eigi að síður í för með sér samsvarandi aukn- ingu peningamagns í byrjun og nýtt erlent lán. Lausafjárstaða innlánsstofn- ana var neikvæð um 1.019 millj. kr. í des. 1973, en var neikvæð um 27 millj. kr. í árslok 1970. í árslok 1973 skulduðu innlánsstofnanir Seðlabankanum 650 millj. kr. en áttu inni í Seðlabanka 257 millj. kr. í árslok 1970. Breyt- ingin nemur mörgum hundr- uðum prósenta. Á sama tíma jukust útlán innlánsstofnana afar mikið, eða um 19,5% árið 1972, og 45% árið 1973. Ríkissjóður skuldaði Seðla- bankanum 364 millj. kr. í árs- lok 1973, en átti inni 431 millj. kr% 1970. Útlán fjárfestingarlánasjóða endurspegla að nokkru erlend- ar lántökur, en útlán þeirra hafa rokið upp úr öllu valdi. Útlán fjárfestingarlánasjóða námu 5.849 millj. kr. árið 1973, en 2.070 millj. kr. 1970, sem þýðir 183% aukningu. Viðlagasjóður skuldaði Seðla- bankanum 780 millj. kr. í árs- lok 1973, en þetta hafði í för með sér samsvarandi peninga- sköpun og yfirdráttur hjá rík- issjóði. Utlán og skuldabréfakaup lífeyrissjóða námu 2.310 millj. kr. árið 1973, að því er ætla má, en námu 657 millj. kr. árið 1970. Aukningin er 250%. Vísitala framfærslukostnaðar jókst um 14,5% 1972 og 24% 1973. Fiskverð hækkaði að meðaltali um u. þ. b. 115% 1970—1973. Af þessu má nokkuð ljóst vera, að peningaaustur hefur verið miklu meiri en samræm- ist aukningu annarra stærða. Þetta hefur því orðið til að ýta undir verðbólguna um- fram önnur tilefni. HÁAR SKULDIR EN LÁNSTRAUST Fáar þióðir skulda meira er- lendis en íslendingar. Oft er erlend greiðslubyrði reiknuð sem hlutfall afborgana og vaxta af útflutningstekjum ársins. Árið 1970 nam hlut- fallstalan 11,2%, en 9,7% ár- ið 1973. Þrátt fyrir þetta virðast ís- lendingar hafa lánstraust á al- þjóðamarkaði, enda hafa þeir alltaf staðið í skilum. HVAÐ ER UNNT AÐ GERA? Brýna nauðsyn ber til að fara rækilega ofan í saumana á þeim einstökum liðum, sem áður eru nefndir. Mér skilst, að þegar sé búið að semja um nokkra milljarða í erlendum lántökum á þessu ári til viðbótar því, sem áður er komið inn. Þegar í stað verður að skrúfa fyrir frekari fjármögnun af þessu tagi, nema vera skyldi til að standa undir afborgunum til skamms tíma, ef veita á viðnám gegn verðbólgunni. Hemja verður útlán fjárfest- ingai'lánasjóða og lífeyrissjóða á þenslutímum. Til lengri tíma þarf að breyta hinum sjálf- virku reglum fjárfestingar- lánasjóðanna og gera þarf heildarendurskoðun á láns- kjörum. Fjármál ríkisins eru kapítuli út af fyrir sig. Hætt er við, að fjárveitingarnefnd gengi á- kaflega illa að skera niður út- gjöld. Þingmenn þurfa að hugsa um endurkjör. Senni- lega væri heppilegast, að þing- flokkarnir skipuðu utanþings- nefnd til að gera tillögur um niðurskurð. Ákaflega óheppilegt er, að starfsemi Viðlagasjóðs sé fjár- mögnuð með yfirdrætti í Seðla- bankanum. Gera verður ráð- stafanir til að koma fjár- mögnun á starfsemi hans í betra horf. Nauðsynlegt er að stemma stigu við útlánaaukningu bankakerfisins, með frjálsu samkomulagi. AUKIN VELTUHRAÐI Þegar verðbólguhjólið fer að snúast Ihraðar, má auk beinn- ar aukningar peningamagns, reikna með því að veltuhraði peninganna aukist. Fólk leit- ast við að koma fénu í lóg, áður en verðgildi þess rýrnar enn frekar. Þetta er einmitt það sem hefur jafnframt átt sér stað. Afleiðingin er að FV 4 1974 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.