Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 14
ágætt innan annarra alþjóða- stofnana. Hr. Lin nefndi einnig, að fjarlægðin milli Kína og ís- lands hefði valdið ókunnug- leika þjóðanna um hagi hvorr- ar annarrar. Kínversku sendi- ráðsmennirnir hér vildu fyrir sitt leyti kynna land sitt og þjóð fyrir íslendingum og hefði fólk úr ýmsum starfsstéttum þegið boð þeirra um að koma til kvikmyndasýninga og sam- kvæma í sendiráðinu. Sorp- hreinsunarmennirnir, sem koma að tæma tunnurnar við sendiráðið, og starfsmenn hús- gagnaverzlunar, sem sendiráð- ið verzlar við, hafa verið gest- ir sendiráðsins, svo að dæmi séu nefnd. Hr. Lin sagði, að kínversku sendifulltrúarnir hefðu alls staðar mætt hlýju og vingjarnlegu viðmóti ís- lendinga. Ætti þetta ekki sízt við um krakkana í Melahverf- inu, sem Kínverjarnir spila iðu- lega fótbolta við á kvöldin. KYNNINGAKRIT OG KVIKMYNDIR Enn sem komið er hefur tak- mörkuðu upplagi af kínversk- um kynningarritum verið dreift til íslendinga, að sögn hr. Lin. Fulltrúum fjölmiðla og nokkrum aðilum í opin- beru lífi berst reglulega lit- prentað myndablað með frétt- Verzlunarráöiö: Nýlega sendi Verzlunarráð íslands frá sér ályktun um efnahagsvandann, sem þjóðin á nú við að glíma. Niðurstaða ráðsins 'um orsakir vandans er sú, að kaupmáttur tekna í landinu sé of mikill, sem m. a. birtist í því, að ákvæð- isvinnutaxtar gefa nú mörgum manninum 40-70 þús. krónur í launaumslagið sitt á einni viku. Orsakir efnahagsvandans. í ályktun Verzlunarráðsins segir: „Til þess að geta myndað sér skoðun um hvað gera beri til lausnar þeim efna- hagsvanda, sem nú steðjar að, er nauðsynlegt að viðurkenna um frá Kína. Þá hefur og verið send út greinargerð um afstöðu Kínverja til alþjóðamála og starfa þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Ekki sagði hr. Lin nein áform vera uppi um út- gáfu kynningarrita á íslenzku. Sendiráðið lánar út bækur og hljómplötur, en kvikmyndirnar eru allar 35 mm, svo að fáir hafa tækjakost til að sýna þær. Hins vegar tekur sendiráðið á móti hópum, sem vilja sjá kvikmyndir og nefndi hr. Lin sérstaklega hóp læknastúdenta, sem hefðu séð afbragðsgóða mynd um kínversku nálar- stunguaðferðina. FERÐALÖG TIL KÍNA Alls hefur kínverska sendi- ráðið gefið út milli 30 og 40 vegabréfsáritanir til íslend- inga, sem hafa viljað ferðast til Kína. Tekur það tvo eða þrjá daga að fá slíka áritun hjá sendiráðinu. Sagði hr. Lin að þetta ferðafólk hefði flestallt verið á einn eða annan hátt bundið Loftleiðum og Cargo- lux, sem flýgur til Hong Kong. Einn eða tveir íslendingar hafa sótt vörusýninguna í Kanton, sem fram fer tvisvar á ári, frá 15. apríl til 15. maí og svo aft- ur 15. október til 15. nóvember. Er þessi sýning nú orðin einn merkilegasti viðburður í við- skiptalífi Suðaustur-Asíu. orsakir vandans, sem eru of mikill kaupmáttur tekna í landinu. Spennan á vinnu- markaðnum, sem mest kem- ur fram í byggingariðnaðin- um, á sér einnig orsakir, sem leysa verður, ef sama ástand á ekki að koma upp aftur og aftur. Þeirra orsaka er að leita í alvarlegum skekkjum í und- irstöðu sjálfs efnahagslífsins, sem er verðmyndunarkerfið og fjármagnsmarkaðurinn, og sem fá ekki að gegna því hlutverki sínu óhindrað, að skapa jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar á mikil- vægustu framleiðsluþáttun- um, vinnuafli og fjármagni. í ljósi þessara staðreynda verður að líta allar afleiðr Framleiðslan í Kína er geysi- mikil, en hún er mest fyrir inn- anlandsmarkað. Þó hefur út- flutningur farið vaxandi þó að hann sé ekki lagaður fyrir mikla samkeppni á heimsmai’k- aði. Suðaustur-Asía er aðal- markaðssvæðið. NÝIR SAMNINGAR UM ÁLKAUP? í fyrra nam innflutningur frá Kína til íslands 25 millj. króna, en til Kína var flutt út fyrir 127,8 millj. Hr. Lin bend- ir á, að viðskiptin hafi verið lítil sem engin áður en sendi- ráðið opnaði hér, Kínverjar hefðu aðeins þrívegis keypt nokkurt magn af lýsi af Is- iendingum. Nú munar mest um kaup á áli frá ísal og kemur til greina að samningar um enn meiri álkaup verði gerðir við ísal í haust. Þá eru Kínverjar að kanna möguleika á kaupum á lýsi til notkunar í iðnaði og á fiski sömuleiðis. Hingað til lands hafa helzt verið fluttar inn kínverskar vefnaðarvörur, kennslutæki, íþróttavörur, handunnir munir ýmis konar, niðursoðnir ávextir, te og hun- ang. Viðskiptadeild kínverska sendiráðsins aðstoðar þau ís- lenzk fyrirtæki, sem óska eftir að komast í samband við út- flutningsaðila í Kína. ingar, eins og t. d. þá, að á- kvæðisvinnutaxtar gefa nú mörgum manninum 40-70 þús- und króna tekjur í launaum- slag sitt á einni viku. Afleiðingar efnahagsvandans. a) Bæði atvinnuvegirnir og rikissjóður eru nú þegar rekn- ir með verulegum greiðslu- halla, sem mun aukast enn meir ef ekkert verður að gert. Sem dæmi má nefna, að nú er tap frystihúsanna áætlað 1.500 millj. kr. á ári eða 14% af brúttótekjum, ef greiðslur aflatryggingasjóðs eru ekki meðtaldar. Greiðsluhalli ríkis- sjóðs og fjárvöntun sjóða hans er nú áætlaður 4.000 millj. kr. árið 1974. b) Verulegur halli á utanrí'k- isviðiskiptum. Nú er áætlað, að innflutningur aukist urn 29% á móti aðeins 16% auknum útflutningstekjum. Ef jafna á þennan mismun með lántök- um þarf landið að taka 8.300 millj. kr. erlend lán á árinu. Viðhorfin til efnahags- vanda þjóðarinnar 14 FV 4 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.