Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 33
Þjónustustarfsemi
Ráðgjafafyrirtæki veita sérhæfða
þjónustu í mörgum rekstrarþáttum
Ráðgjafafyrirtækjum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum, og nú fer
sífellt vaxandi eftirspurn eftir þjónustu þeirra frá atvinnufyrirtækjum, félagssamtökum,
einstaklingum og opinberum aðilum. Ráðgjafafyrirtækin veita sérhæfða þjónustu m. a. á
sviði rekstrarráðgjafar, skipulagningar, áætlanagerðar, tækniráðgjafar, hagfræðistarfa og
framkvæmdaáætlana svo að eitthvað sé nefnt. FRJÁLS VERZLUN grennslaðist fyrir um
starfsemi þessara fyrirtækja og geta menn hér á eftir fræðzt um flest þau atriði, sem á þarf
að halda, ef leita þarf slíkrar þjónustu.
leitað til ráðgjafafyrirtækja ?
Hvers vegna er
í grófum dráttum má
segja, að orsakir þess, að
menn leiti til ráðgjafafyr-
irtækja séu þrenns konar:
A) Þörf sérhæfðrar þekk-
ingar. Starfsmenn við-
komandi fyrirtækis eða.
stofnunar hafa ekki yf-
ir nauðsynlcgri þekk-
ingu að ráða.
B) Þörf gagnkvæms trausts.
Viðkomandi fyrirtæki,
stofnun, eða samtök
leggja sín mál fyrir ó-
háða aðila til umsagnar
eða úrlausnar í því
skyni að skapa gagn-
kvæmt traust milli sín
og ákveðins viðræðuað-
ila t. d. banka, opin-
berrar stofnunar, félags-
samtaka o. fl.
C) Þörf starfskrafta, Við-
komandi fyrirtæki
eða stofnun hefur ekki
eða getur ekki án sér-
stakra erfiðleika ráðið
fólk til lausna.r ákveðn-
um vandamáhim og vel-
ur að leggja málið fyrir
ráðgjafafyrirtæki. Á-
stæðan er oft sú, að for-
svarsmenn viðkomandi
fyrirtækja eða stofnana
vilja losna við aukið
fast starfslið vegna
skammtímaverkefna.
Þörf þekkingar og gagn-
kvæms trausts eru vafa-
laust mikilvægustu ástæður
þess, að fyrirtæki og stofn-
anir leita aðstoðar óháðra
ráðgjafafyrirtækja á sviði
rekstrar- og þióðhagfræði.
Vaxandi sérhæfing og ör
umsköpun allrar þekkingar
munu án efa krefjast auk-
innar þjónustu ráðgjafafyr-
irtækja í framtíðinni.
Hagvangur h.f.
Hagvangur hf. Klapparstíg
26 var stofnaður og hóf starf-
semi sína í ársbyrjun 1971.
Fyrirtækið leggur mikla á-
herzlu á að veita þjónustu á
sem breiðustum grundvelli,
þar sem slíkt tryggir bæði
góða þjónustu og hentar smæð
íslenzks markaðar. Lögð er
sérstök áhcrzla á, að þau
vandamál, sem fyrirtækið fær
til úrlausnar, séu skoðuð frá
sem flestum hliðum.
Þau verkefni, sem Hagvang-
ur hf. hefur aðallega fengizt
við hafa verið mjög fjölbreytt,
bæði á sviði rekstrarráðgjaf-
ar og hagfræðikannana.
Nefna má sem dæmi uppsetn-
ingu rekstrarstýriskerfis í
rúmlega 20 iðnaðar- og verzl-
unarfyrirtækjum, kerfisathug-
anir, úttekt á iðngreinum,
hagkvæmnisat'huganir, lands-
hlutaáætlanir, markaðskann-
anir, úttekt á iðngx-einum, í-
búa-, atvinnulífs- og greiðslu-
áætlanir fyrir sveitarfélög,
kannanir á skipulagi og
rekstri fyrirtækja og stofnana
og kannanir á áhrifum ein-
stakra opinberra aðgerða á
stöðu hagsmunahópa. Hag-
vangur hf. sér að auki um
rekstur Fjárfestingarfélags fs-
lands hf.
Upphaflega stai'faðd fyrir-
tækið nær eingöngu fyrir op-
-inbera aðila og hagsmuna-
samtök. Áhugi einkaaðila tak-
markaðist við hagkvæmnisat-
huganir á nýframkvæmdum
vegna lánsumsókna. Stjórn-
endur fyrirtækja voru framan
af áhugalitlir um aðstoð
rekstrarráðgjafa við skipu-
lagningu og rekstur fyrir-
tækja sinna, en á síðustu
tveim árum hefur ýmislegt
orðið til þess að breyta við-
horfum stjórnenda.
í fyrsta lagi vakti könnun,
sem Hagvangur hf. vann fyrir
Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið á Tx-yggingastofnun rík-
isins mikinn áhuga meðal
stjórnenda á úttekt og endur-
skipulagningu fyrirtækja.
í öðru lagi hefur Iðnþróun-
arsjóður unnið merkilegt
starf á síðustu tveimur árum,
sem felst í því að styrkja iðn-
fyrirtæki til þess að nýta er-
lenda og innlenda ráðgjafa við
að byggja upp kerfisbundna á-
ætlanagerð, verðútreikninga
og rekstrarbókhald.
Þetta ásamt öðru hefur leitt
tii mjög vaxandi eftirspurnar
frá sjálfum atvinnufyrirtækj-
unum eftir rekstrarráðgjöf, þ.
e. aðstoð við atvinnurekendur
við að skinuleggja verkaskipt-
ingu, upplýsingakerfi og rekst-
ur, þannig að arðgjöf fyrir-
tækisins sé sem mest. Þau
fyrirtæki, sem Hagvangur hf.
starfar nú fyrir eru mjög mis-
jöfn, allt frá því að hafa fá-
eina menn upp í stærstu fyr-
irtæki.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
6, þar af 2 rekstrarhagfræð-
ingar, kerfisfræðingur, þjóð-
hagfræðingur, svæðisskipu-
lagsfræðingur og ritari.
FV 4 1974
33