Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 43
hafa verið reist 3 fjölbýlishús í Njarðvíkum. Atvinnulíf Njarðví'kinga byggist aðallega á fiskiðnaði. Starfandi eru nýtízkulegt frystihús í Ytri-Njarðvík og annað í Innri-Njarðvík. Þá eru þar einnig starfandi nokk- ur fiskverkunarhús. Gerðir eru út 5 stórir bátar frá Njarðvíkum og einn skut- togari, sem er í eigu Sjöstjörn- unnar h.f. sem er stærsta fyr- irtæki í Njarðvíkum. Þá er von á öðrum skuttogara, sem Sjöstjarnan á að hluta. Önnur helztu fyrirtækin í Njarðvíkum eru Skipasmíða- stöð Njarðvíkur h.f. þar sem vinna að jafnaði 70-90 manns, Steypustöð Suðurnesja h.f. Vélsmiðja Njarðvíkur h.f. sem hefur 30-40 menn í vinnu, Vél- smiðja Ol. Olsen, og trésmiðj- ur. í fiskiðjuveri Sjöstjörnunn- ar starfa um 150-200 manns. Einnig hafa nokkrir Njarðvík- ingar atvinnu á Keflavíkur- flugvelli. Næg vinna er í Njarðvíkum allt árið og er yfirleitt skort- ur á vinnuafli, sérstaklega á vertíðum. Oft er rætt um Keflavík og Njarðvík, sem sama bæinn og er oft talað um sameiningu þeirra. Jón Ásgeirsson, sveit- arstjóri sagðist engu vilja spá um þaði, hvort bæirnir ættu eftir að sameinast, en hann sagði, að þróunin gæti orðið sú, seinna í framtíðinni, þó væri erfitt að segja til um það. Hann sagði ennfremur, að ákaflega góð samvinna væri á milli byggðarlaganna m. a. þjónar sami presturinn báðum byggðarlögunum, þau hafa sameiginlegt læknishérað, sjúkrahús, slökkvistöð og sam- eiginlegan sorpgröft. Jón sagði, að Njarðvíkur- hreppur hefði mikla stækkun- armöguleika, og enn væri tals- vert landsvæði óbyggt. Hann sagði bæinn að mestu leyti sjálfum sér nógan um þjón- ustu. Þó þyrftu Njarðvíkingar að leita banka- og póstþjón- ustu í Keflavík, svo og í sér- verzlanir. Hreppurinn leggur mikla á- herzlu á æskulýðsstarf, enda er um helmingur íbúa Ytri- og Innri-Njarðvíkur undir 18 ára aldri. Sagði Jón Ásgeirsson, sveit- arstjóri, að á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar væri mikil á- herzla lögð á að snyrta og fegra byggðarlagið. í tilefni þjóðhátíðarársins halda öll sveitarfélög sunnan Hafnar- fjarðar sameiginleg hátíðar- höld á Svartsengi við Grinda- vík í júlí. Verður þetta eins dags hátíð. Að kvöldi þessa dags heldur hvert byggðarlag fyrir sig dansleik í félags- heimilinu. Veitingahúsið Skiphóll: Stækkun veitin gahússins Rætt við Einar Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóra Hafnarfjörður er bær í ör- um vexti, og annar stærsti bærinn í Reykjaneskjördæmi. Atvinnulíf þar er mun fjöl- breyttara en var í byrjun þessarar aldar, er bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Nú er þar blómleg verzlun, mikil útgerð og iðnaður. Þar er félagslíf einnig mikið og fjörugt skemmtanalíf eftir að veit- ingahúsið Skipbóll, Strand- götu 1-3, tók til starfa árið 1908. Framkvæmdastjóri Skiphóls or ungur maður, 23 ára gam- alk Einar Rafn Stefánsson að nafni, en hann tók við rekstri veitingahússins s.l. vetur. Á sínum tíma greiddu Hafn- firðingar atkvæði um, hvort Skiphóll ætti að fá vínveit- ingaleyfi eða ekki. Ýmsir þeir íbúar, sem bjuggu í nágrenni hússins voru því mótfallnir, og töldu mikið ónæði myndu af því stafa. Bæjarstjórnin á- kvað því að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um málið. Kosningar fóru þannig, að vfirgnæfandi meirihluti bæjar- búa var leyfinu fylgjandi. Bentu margir á það, að með vínveitingaleyfinu fengju ýms- ir Hafnfirðingar atvinnu svo sem leigubílstjórar og starfs- fólk á veitingahúsinu. Enn- fremur sparaði fólk sér þann kostnað að fara til Reykjavík- ur á vínveitingahús. Starfsemi Skiphóls er skipt í tvo þætti, veitingahús og kaffiteríu. Á kaffiteríunni, sem er opin frá kl. 8.00-22.00 eru seldir ýmsir grillréttir, smurt brauð o. fl. Á veitinga- húsinu eru seldir veizluréttir, kalt borð, vín og smurt brauð svo sem heilbrauð, hálfbvauð, kaffisnittur og cocktailsnitt- ur. Sagði Einar Rafn, að Skiphóll legði sérstaka áherzlu á kaida borðið. sem er mjög fiölbreytt m. a. eru í því 6 síldarréttir og ýmsir aðrir fiskréttir svo sem rækjur, humar, og lax, 8 kjötréttir, 3 tegundir salats og nokkrar sósutegundir. Mikið er um, að kalt borð sé keypt hjá Skip- hól, sérstaklega í fermingar- og brúðkauDsveizlur. Á veitingahúsinu er einnig mikið gert af því, að selja dafflega mat og kaffi til fyrir- tækja. Á föstudögum ov laugardög- um evu haldnir dansleikir í Skiohói og safnast þá bar sam- an fólk á öllum aldri. Hljóm- A? FV 4 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.