Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 23
SamiíAarmaðir má ekki týnast bankastarf- * Höskuldur Olafsson, bankastjóri: ,, Viðskiptamaðurinn í stórum einingum seminnar” Inniánsaukning ■ Verzlunarbankanum fyrstu þrjá 40% af því, sem var á sama tíma ■ fyrra Til almennrar verzlunar námu útlán úr bankakerfinu, spari- sjóðum og innlánarleildum kaupfélaga 3,4 milljörðum króna í . lok síðasta árs. Tölurnar sýna að Verzlunarbankinn er með 23,3% þeirra lána og kemur í öðru sæti viðskiptabankanna, enda þótt hann hafi ein’ungis starfað í 13 ár. Verzlunarbankinn var á sínum tíma stofnaður í þeim tilgangi að efla frjálsa verzl- un í landinu og hann hefir jafnan kappkostað að haga rekstrin- um á þann hátt, að það samrýmist sem bezt þvi markmiði. Þannig mæltist Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Verzl- unarbankans, þegar Frjáls verzlun ræddi við hann um hag bankans og verzlunarinn- ar og viðhorfin í bankamálum fslendinga um þessar mundir. Áður en lengra var haldið skýrði Höskuldur í stuttu máli sögu Verzlunarbanka íslands, sem nú er 13 ára gamall. — Forsagan er sú, að árið 1956 var Verzlunarsparisjóðr urinn stofnaður. Stofnendurn- ir voru um 300 kaupsýslu- og verzlunarmenn í Reykjavík. Þeir töldu sig ekki fá viðun- andi þjónustu annars staðar og ennfremur hafði það hvetj- andi áhrif til stofnunar spari- sjóðsins, að samvinnuhreyf- ingin hafði þá hafið rekstur eigin sparisjóðs. f fyrstu stjórn Verzlunarsparisjóðsins sátu þeir Egill Guttormsson, form. Þorvaldur Guðmundsson og Pétur Sæmundsen. Þessir menn sátu allan tímann í stjórn sparisjóðsins og áttu sæti í fyrsta bankaráðinu. Stofnfé sparisjóðsins í byrjun var 1,5 miiljónir og starfs- menn voru 3 hjá sparisjóðnum sem var tii húsa í Hafnar- stræti 1. Hús Verzlunarbankans í Banka- stræti. Það var mjög fljótlega eftir stofnun sparisjóðsins, sem menn fóru að hugsa um stofnun banka og undirbúning- ur þess máls var hafinn af fullri alvöru árið 1959. Ári síðar voru svo samþykkt lög, sem heimiliðu að Verzlunar- sparisjóðnum yrði breytt í Verzlunarbanka og var bank- inn formlega stofnaður árið mánuði ársins aðeins 1961 á fimm ára afmæli spari- sjóðsins en rekstur hafinn tveim mánuðum síðar. Með sparisjóðslöggjöfinni var okkur þröngur stakkur skorinn í umsvifum og forms- ins vegna var ekki hægt að koma við eigin fé í rekstri. Þetta var ein aðalástæðan fyr- ir óskum okkar um Verzlun- arbankann í stað sparisjóðsins. — Hve mikið er eigið fé Verzl'unarbankans núna? — Það var 94,9 milljónir við síðustu áramót. Árið 1967 var ákveðið að hækka hluta- fé bankans í 30 millj. og á aðalfundi í fyrra var sam- þykkt að auka hlutafé í allt að 100 millj. Skyldu hluthaf- ar hafa forgangsrétt að skrá sig fyrir ihinu nýja hlutafé til 1. nóvember 1973. Var hverj- um hluthafa gefinn kostur á að skrá sig fyrir þrefaldari hlutareign þeirri, er hann átti. Hlutafjáraukningin var á- kveðin þannig, að hún færi fram á fimm árum. 1974—’78. Bankaráð bauð hlutafjárauk- ann út í júnímánuði 1973 og voru seldar af honum um 63,9 millj. króna í lok síðasta árs. Bankaráðið hefur ákveðið, að það sem eftir er af hlutafjár- útboðinu verði selt á þreföldu nafnverði. Megintilgangur hlutafjáraukningarinnar er að efla eiginfjárstöðu bankans og stuðla á þann hátt að því að bankinn geti tekizt á við þau verkefni, sem úrlausnar bíða, bæði varðandi ný verkefni og einnig aukningu í rekstri hans almennt. FV 4 1974 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.