Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 23

Frjáls verslun - 01.04.1974, Side 23
SamiíAarmaðir má ekki týnast bankastarf- * Höskuldur Olafsson, bankastjóri: ,, Viðskiptamaðurinn í stórum einingum seminnar” Inniánsaukning ■ Verzlunarbankanum fyrstu þrjá 40% af því, sem var á sama tíma ■ fyrra Til almennrar verzlunar námu útlán úr bankakerfinu, spari- sjóðum og innlánarleildum kaupfélaga 3,4 milljörðum króna í . lok síðasta árs. Tölurnar sýna að Verzlunarbankinn er með 23,3% þeirra lána og kemur í öðru sæti viðskiptabankanna, enda þótt hann hafi ein’ungis starfað í 13 ár. Verzlunarbankinn var á sínum tíma stofnaður í þeim tilgangi að efla frjálsa verzl- un í landinu og hann hefir jafnan kappkostað að haga rekstrin- um á þann hátt, að það samrýmist sem bezt þvi markmiði. Þannig mæltist Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Verzl- unarbankans, þegar Frjáls verzlun ræddi við hann um hag bankans og verzlunarinn- ar og viðhorfin í bankamálum fslendinga um þessar mundir. Áður en lengra var haldið skýrði Höskuldur í stuttu máli sögu Verzlunarbanka íslands, sem nú er 13 ára gamall. — Forsagan er sú, að árið 1956 var Verzlunarsparisjóðr urinn stofnaður. Stofnendurn- ir voru um 300 kaupsýslu- og verzlunarmenn í Reykjavík. Þeir töldu sig ekki fá viðun- andi þjónustu annars staðar og ennfremur hafði það hvetj- andi áhrif til stofnunar spari- sjóðsins, að samvinnuhreyf- ingin hafði þá hafið rekstur eigin sparisjóðs. f fyrstu stjórn Verzlunarsparisjóðsins sátu þeir Egill Guttormsson, form. Þorvaldur Guðmundsson og Pétur Sæmundsen. Þessir menn sátu allan tímann í stjórn sparisjóðsins og áttu sæti í fyrsta bankaráðinu. Stofnfé sparisjóðsins í byrjun var 1,5 miiljónir og starfs- menn voru 3 hjá sparisjóðnum sem var tii húsa í Hafnar- stræti 1. Hús Verzlunarbankans í Banka- stræti. Það var mjög fljótlega eftir stofnun sparisjóðsins, sem menn fóru að hugsa um stofnun banka og undirbúning- ur þess máls var hafinn af fullri alvöru árið 1959. Ári síðar voru svo samþykkt lög, sem heimiliðu að Verzlunar- sparisjóðnum yrði breytt í Verzlunarbanka og var bank- inn formlega stofnaður árið mánuði ársins aðeins 1961 á fimm ára afmæli spari- sjóðsins en rekstur hafinn tveim mánuðum síðar. Með sparisjóðslöggjöfinni var okkur þröngur stakkur skorinn í umsvifum og forms- ins vegna var ekki hægt að koma við eigin fé í rekstri. Þetta var ein aðalástæðan fyr- ir óskum okkar um Verzlun- arbankann í stað sparisjóðsins. — Hve mikið er eigið fé Verzl'unarbankans núna? — Það var 94,9 milljónir við síðustu áramót. Árið 1967 var ákveðið að hækka hluta- fé bankans í 30 millj. og á aðalfundi í fyrra var sam- þykkt að auka hlutafé í allt að 100 millj. Skyldu hluthaf- ar hafa forgangsrétt að skrá sig fyrir ihinu nýja hlutafé til 1. nóvember 1973. Var hverj- um hluthafa gefinn kostur á að skrá sig fyrir þrefaldari hlutareign þeirri, er hann átti. Hlutafjáraukningin var á- kveðin þannig, að hún færi fram á fimm árum. 1974—’78. Bankaráð bauð hlutafjárauk- ann út í júnímánuði 1973 og voru seldar af honum um 63,9 millj. króna í lok síðasta árs. Bankaráðið hefur ákveðið, að það sem eftir er af hlutafjár- útboðinu verði selt á þreföldu nafnverði. Megintilgangur hlutafjáraukningarinnar er að efla eiginfjárstöðu bankans og stuðla á þann hátt að því að bankinn geti tekizt á við þau verkefni, sem úrlausnar bíða, bæði varðandi ný verkefni og einnig aukningu í rekstri hans almennt. FV 4 1974 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.