Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 48
Kaupgetan er meiri nú, og sérstaklega mikil undanfarin ár, og ekki ber á því, að hún fari minnkandi. Fólk er djarfara við innkaupin, og minna ber á sparnaðarráð- stöfunum. Áður miðaðist allt við að kaupa sem ódýrasta vöru, en nú er meira vandað til kaupa, og verðið skiptir minna máli. Einnig má segja það, að þegar við hófum reksturinn fyrir rúmum tíu árum, var úrvalið ekki eins mikið og nú. Margt nýtt hef- ur komið fram síðan af skemmtilegum hlutum, sem fólk vill ekki láta vanta inn á heimili sín nú á tímum, eins og t. d. skrautflísar, veggfóður og gólfdúkar. Nú eru litsterkar vörur mjög vin- sælar og sala litaðra hrein- lætistækja fer ört vaxandi, þó hlutur hinna hvítu sé stærri enn sem komið er. í byggingarvörum eru tízku- sveiflur jafnt sem á öðrum sviðum.“ „Hvaða vörur seljast bezt hjá ykkur?“ „Hreinlætistækin eru stærsti liðurinn, einnig seljum við mikið af veggflísum og dúkum. Af grófari bygginga- vörum er salan mest í timbri, steypustyrktarjárni og þilplöt- um. Annars hefur okkur geng- ið illa að fá steypustyrktar- járn undanfarið, og við höf- um alls ekkert fengið frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu eins og áður. Hér er ekki um minna framboð að ræða, held- Byggingavöruverzlun Kópavogs er stærsta og glæsilegasta hér- lend verzlun sinnar tegundar. ur hefur notkun járn- og stál- varnings farið vaxandi í heim- inum og m. a. hefur opnazt nýr markaður í þróunarlönd- unum.“ ERFIÐIR TÍMAR FRAMUNDAN. „Hvernig eru framtíðarhorf- urnar?“ „Það er augljóst mál, að erfiðleikar eru í vændum. Ég er mjög óánægður með nýj- ustu aðgerðir ríkisstjórnar- innar, en samkvæmt þeim er öllum innflytjendum skylt að greiða 25% af fobverði inn- fluttra vara inn á bundinn reikning hjá Seðlabankanum, sem liggur þar bundið í þrjá mánuði nær vaxtalaust, áður en vörur eru leystar úr tolli. Við erum búnir að stefna til okkar eðlilegum vörusending- um, og ég sé ekki fram á að við getum leyst þær út strax. Það verður að gerast smátt og smátt, með þeim afleiðingum, að eitthvað kemur til með að vanta á lagerinn hjá okkur. Við, eins og flestir aðrir inn- flytjendur höfum ekki efni á að taka 25% út úr veltunni og erfitt verður að láta end- ana ná saman,“ sagði Guð- mundur að lokum. Seltjarnarneskaupstaður: Hreppsskipun óhagstæð Rætt við Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra Seltjarnarnes er elzta. byggð- arlag landsins, og þar steig Ingólfur Arnarson fyrst á land, en þá tilheyrði það landssvæði, sem nú er Reykja- vík Seltjarnarnesinu, og gerði allt fram til ársins 1786, er R.-vík fékk kaupstaðarrétt- indi. Kópavogur tilheyrði einn- ig Seltjamarneshreppi þar til árið 1948. Á Seltjarnamesinu var aðsetur fyrsta landlæknis þjóðarinnar, Bjarna Pálssonar, á Nesi við Seltjörn, sem reist var 1763 og þar var einnig fyrsta lyfjaverzlun Islendinga. Seltjarnarnes er nú nýlega orðið kaupstaður, Seltjarnar- neskaupstaður, og eru íbúar kaupstaðarins nú um 2,600. Árið 1955 voru íbúar Seltjarn- arness 935, áriði 1965 1790, og árið 1972 2389. Kom þetta m. 48 FV 4 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.