Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 13

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 13
Þjóðhátíð 1974: Varanlegar minjar og framkvæmdir vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar Indriði G. Þorsteinsson, ræðir við séra Eirík Eiríksson, þjóð- Þegar fréttamaður FV heim- sótti Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Þjóðhátíð- arnefndar 1974, í skrifstof’u nefndarinnar að Laugavegi 13, var þar mikið um að vera. Stöðugur stra.umur fólks kom á skrifstofuna, til þess að afla sér upplýsinga, fá Iausn á ýmsum vandamálum varðandi þjóðhátíðarhald víða ’um land, eða ráðgast við fram- kvæmdastjórann um ýmis framkvæmdaatriði varðandi hátíðarhöldin á Þingvöllum 28. júlí n. k. Indriði hafði ekki mikinn tíma til þess að svara spurn- ingum fréttamanns FV, vegna þess að fundur Þjóðhátíðar- nefndar var um það bil að hefjast, en strax eftir fundinn fór Indriði austur á Þingvelli, til að ræða við menn, sem unnu við undirbúningsfram- kvæmdir þar. — Verður þetta fjölmenn þjóðliátíð á Þingvöllum? — Já, við búumst við fjölda landsmanna, þeir koma akandi til Þingvalla eftir þremur leið- um, þ. e. a. s. eftir Þingvalla- veginum frá Reykjavík, af Suður- og- Austurlandi kemur fólk nýja Gjáþakkaveginn, sem 'hefur opnað nýtt sjónar- svið á Þingvöllum og loks koma menn að vestan og norð- an um Kaldadal og Uxa'hryggi. Um fjöldann er ekki hægt að spá á þessu stigi málsins, en engu að síður mó reikna með a. m. k. 40-50 þúsund manns. — Er von á fjölda erlendra gesta? — Já, þar má fyrst geta sér- legra boðsgesta íslenzku þjóðr arinnar, en þeir koma fhá löndum, sem landnemarnir komu frá upphaflega og frá löndum, sem íslenzkir land- garðsvörð á Þingvöllum. nemar hafa farið til, þ. e. a. s. Bandarikjunum og Kanada. Boðsgestirnir koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Álandseyjum og ír- landi. Auk þess koma hingað sendiherrar a. m. k. 19 ríkja, auk sendiherra og sendifull- trúa 12 erlendra ríkja, sem hér eru staðsettir. Sumir þess- ir sendiherrar koma frá fjar- lægurn löndum, eins og t. d. Bangladesh, Brasilíu, Egypta- landi, Japan, Tanzaníu og fleiri löndum. Mikill fjöldi Vestur-íslend- inga kemur hingað í tilefni þjóðhátíðarinnar og sumir þeirra eru þegar komnir. Þá er von á fjölda íslandsvina frá allmörgum löndum og ekki má gleyma erlendum fréttamönn- um, sem ætla að fylgjast með hátíðahhöldunum á Þingvöll- um og víðar um land. — Hvað verða margir út- lendingar hér í sambandi við 1100 ára afmælið? — Það er ekki neinn vegur að gera sér grein fyrir því, en við vitum að hér verður margt um manninn. Við höf- um með aðstoð flugfélaganna dreift upplýsingum um afmæl- ið um allan heim. Fjöldi er- lends fólks verður í heimahús- um, þ. á. m. Vestur-íslending- arnir, en maður vonar að engir verði frá að hverfa vegna plássleysis í kringum 28. júlí. Reynt verður að hafa tiltækt gistirými í skólum fyrir það fólk utan af landi, sem vill vera í Reykjavík vik- una 29. júlí til 3. ágúst. — Hvað getur þú sagt okk- ur í stuttu máli um fram- kvæmdir í tilefni þjóðhátíðar? — Nú, það var snemma á- kveðið að framkvæma ýmis- legt í sambandi við 1100 ára afmælið, en þær framkvæmdir skiptast í tvennt: Varanlegar minjar og framkvæmdir vegna þjóðhátíðaihalds, jafnt á Þing- völlum sem annars staðar. Þar má fyrst nefna þjóðar- bókhlöðuna, sem er á vegum FV 5-6 1974 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.