Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 13
Þjóðhátíð 1974: Varanlegar minjar og framkvæmdir vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar Indriði G. Þorsteinsson, ræðir við séra Eirík Eiríksson, þjóð- Þegar fréttamaður FV heim- sótti Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Þjóðhátíð- arnefndar 1974, í skrifstof’u nefndarinnar að Laugavegi 13, var þar mikið um að vera. Stöðugur stra.umur fólks kom á skrifstofuna, til þess að afla sér upplýsinga, fá Iausn á ýmsum vandamálum varðandi þjóðhátíðarhald víða ’um land, eða ráðgast við fram- kvæmdastjórann um ýmis framkvæmdaatriði varðandi hátíðarhöldin á Þingvöllum 28. júlí n. k. Indriði hafði ekki mikinn tíma til þess að svara spurn- ingum fréttamanns FV, vegna þess að fundur Þjóðhátíðar- nefndar var um það bil að hefjast, en strax eftir fundinn fór Indriði austur á Þingvelli, til að ræða við menn, sem unnu við undirbúningsfram- kvæmdir þar. — Verður þetta fjölmenn þjóðliátíð á Þingvöllum? — Já, við búumst við fjölda landsmanna, þeir koma akandi til Þingvalla eftir þremur leið- um, þ. e. a. s. eftir Þingvalla- veginum frá Reykjavík, af Suður- og- Austurlandi kemur fólk nýja Gjáþakkaveginn, sem 'hefur opnað nýtt sjónar- svið á Þingvöllum og loks koma menn að vestan og norð- an um Kaldadal og Uxa'hryggi. Um fjöldann er ekki hægt að spá á þessu stigi málsins, en engu að síður mó reikna með a. m. k. 40-50 þúsund manns. — Er von á fjölda erlendra gesta? — Já, þar má fyrst geta sér- legra boðsgesta íslenzku þjóðr arinnar, en þeir koma fhá löndum, sem landnemarnir komu frá upphaflega og frá löndum, sem íslenzkir land- garðsvörð á Þingvöllum. nemar hafa farið til, þ. e. a. s. Bandarikjunum og Kanada. Boðsgestirnir koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Álandseyjum og ír- landi. Auk þess koma hingað sendiherrar a. m. k. 19 ríkja, auk sendiherra og sendifull- trúa 12 erlendra ríkja, sem hér eru staðsettir. Sumir þess- ir sendiherrar koma frá fjar- lægurn löndum, eins og t. d. Bangladesh, Brasilíu, Egypta- landi, Japan, Tanzaníu og fleiri löndum. Mikill fjöldi Vestur-íslend- inga kemur hingað í tilefni þjóðhátíðarinnar og sumir þeirra eru þegar komnir. Þá er von á fjölda íslandsvina frá allmörgum löndum og ekki má gleyma erlendum fréttamönn- um, sem ætla að fylgjast með hátíðahhöldunum á Þingvöll- um og víðar um land. — Hvað verða margir út- lendingar hér í sambandi við 1100 ára afmælið? — Það er ekki neinn vegur að gera sér grein fyrir því, en við vitum að hér verður margt um manninn. Við höf- um með aðstoð flugfélaganna dreift upplýsingum um afmæl- ið um allan heim. Fjöldi er- lends fólks verður í heimahús- um, þ. á. m. Vestur-íslending- arnir, en maður vonar að engir verði frá að hverfa vegna plássleysis í kringum 28. júlí. Reynt verður að hafa tiltækt gistirými í skólum fyrir það fólk utan af landi, sem vill vera í Reykjavík vik- una 29. júlí til 3. ágúst. — Hvað getur þú sagt okk- ur í stuttu máli um fram- kvæmdir í tilefni þjóðhátíðar? — Nú, það var snemma á- kveðið að framkvæma ýmis- legt í sambandi við 1100 ára afmælið, en þær framkvæmdir skiptast í tvennt: Varanlegar minjar og framkvæmdir vegna þjóðhátíðaihalds, jafnt á Þing- völlum sem annars staðar. Þar má fyrst nefna þjóðar- bókhlöðuna, sem er á vegum FV 5-6 1974 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.