Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 52
30 sinnum á áii í Politiken og
Berlingske Tidende en reynsl-
an hefur sýnt, að tímaritið
Det bedste er áhrifaríkasti
auglýsingamiðill okkar, enda
eru þar á ferðinni fallegar en
dýrar litauglýsingar, sem hafa
mikið að segja, þegar verið er
að laða gesti að náttúrufegurð
íslands.
AMATÖRAR f SÖLU-
MENNSKU.
F. V.: — Einhverra hluta
vegna virðist það orð hafa
legið á, að íslandsfarar á Norð-
urlönd'um væru fólk með
hýsna skringilegan smekk svo
að jaðraði jafnvel við sér-
vizku. Finnst þér farþcgar
ykkar skera sig þannig úr að
einhverju leyti?
V. G. — Langflestir Norð-
urlandabúar fara til íslands af
því að þeir þurfa að fara að
hitta starfsbræður sína á ráð-
stefnum og í selsköpum, eða
til að verja nokkrum dögum
með gömlum skólabræðrum og
félögum. Flestar ferðir til fs-
lands af þessum slóðum eru
þannig til komnar. En hinir
ósviknu ferðamenn héðan frá
Danmörku eru ríkt fólk, sem
hefur prófað margt annað, far-
ið ótal sinnum til Suðurlanda
og er búið að fá andstyggð á
sólskini og hitamollu — í bili
alla vega. Og víst er, að Norð-
urlandabúar, sem koma til ís-
lands, hvort sem það er til
ráðstefnuhalds eða náttúru-
skoðunar skilja allir eftir sig
slóða af peningum, að kannsfei
ungu fólki í útilegu einu und-
anskildu.
Og þá kem ég að því, hvað
við íslendingar erum miklir
amatörar í að selja. „Sem bet-
ur fer,“ myndu einhverjir
segja, og til þess er tekið af
hálfu útlendinga, að þeim
finnst ekki vera troðið á sér
á fslandi eða að þeir séu
hundeltir af vælandi minja-
gripasölum. En þarna má nú
á milli vera. Ég á við það, að
á þessu dásamlega hóteli úti
á landi, sem hefur með mikl-
um herkjum fengið vínveit-
ingaleyfi, ber saklaus skóla-
stúlkan í hlutverki þjónust-
unnar fram stóreflis könnur
af ísköldu og heilnæmu,
fersku og freyðandi íslenzku
vatni á hvert borð en hefur
falið vínlistann einhvers stað-
ar uppi á hillu. Hér í Dan-
mörku þætti sjálfsagt, að þjón-
ustustúlkan byrjaði á að
spyrja, hvaða áfenga drykki
mætti bjóða fyrir matinn og
svo væru gestirnir beðnir að
velja af vínlistanum og séð til
þess að aldrei væri tóm flaska
á borðinu.
VANTAR DÆGRA-
STYTTINGU.
F. V.: — Af margra ára
reynslu veizt þú vel, hvar
skórinn kreppir í ferða-
mennsk'unni heima. Þú hefur
líka. heyrt umsagnir fjölda út-
lendinga og hefur góðan sam-
anburð við önnur lönd. Hvaða
vankanta telurðu versta á ís-
lenzkum ferðamálum?
V. G. — Ég reyni oft að
vera túristi sjálfur, þegar ég
kem heim. Og sorglegast
finnst mér, hvað smástaðirnir
úti um landið hafa litið á boðr
stólum fyrir gesti sína. Þetta
eru allt þrifalegir staðir og
búa yfir mörgu, sem ferða-
fólki finnst aðlaðandi, en samt
skortir geysilega á tækifæri
til einhvers konar dægrastytt-
ingar. f þessu efni finnst mér
að yfirvöld staðanna verði að
koma til skjalanna, geri ein-
staklingar það ekki. Það þarf
kannski ekki meira en að
gera gestum fært að skrepoa
rétt út fyrir höfnina á vé1-
báti eða að leigja sér bíl til
að aka um nærliggjandi sveit-
ir.
Þegar ferðafólk kemur á
flesta staði úti á landi má
segja að dauðinn og djöfullinn
blasi við að því leyti, að það
er hreinlega ékkert við að
vera nema þamba kaffi inni í
veitingaskála staðarins og
mæla göturnar. Ef menn byðu
nú upp á stuttar veiðiferðir á
trillum eða leigðu út bíla til
aksturs á þessum stöðum,
myndu ferðamenn skilja eftir
mun meiri peninga en ella og
verða ánægðari um leið.
Bátarnir eru til á þessum
stöðum og bílarnir sömuleið-
is en samt yppta heimamenn
bara öxlum og brosa vand-
ræðalega, þegar gerðar eru
fyrirspurnir um svona dægra-
styttingu, eins og kominn væri
vitleysingur í plássið, sem
þvældist þar fyrir á götunum.
F. V.: Undan hverju kvarta
ferðamenn helzt eftir heim-
sókn til Islands. Eða er ferðin
bara dans á rósum þannig að
allir komi himinlifandi heim
aftur?
V. G. — Okkur hafa stund-
um borizt mjög ákveðnar
kvartanir frá fólki, sem dval-
izt hefur á íslenzkum sumar-
hótelum og gramizt einhæfn-
in í matarframboði. Þetta er
réttmæt gagnrýni, því að
matargerðarfólk heima leggur
sig alls ekki nógu fram um
fjölbreytni í matargerð, og
kunnáttuleysi er þess vald-
andi, að gestirnir fá helzt
ekki annað að borða en læri,
brúnaðar karöflur og sultu,
sem vel að merkja er prýðis-
góður sunnudagsmatur, en
fólk vill samt ekki borða
nema tvisvar sinnum í einni
og sömu vikunni.
Skortur á upplýsingum og
þjónustumiðstöðvum háir
ferðamennsku á íslandi lika
allmikið. Margir hafa áhuga á
að reyna fyrir sér í silungs-
veiði. Oftast þarf að heim-
sækja viðkomandi bónda til
þess að kaupa veiðdleyfi og svo
að það megi takast þarf að
þekkja sveitina og rata um
hana og náttúrulega tala ís-
lenzku líka. f þessum tilfell-
um vantar miðstöðvar, sem
selja leyfin og vísa á vötnin
eða árnar. Veyðileyfi þurfa
líka að ná til stærri svæða og
ékki bara til einnar smá-
snrænu. Því þarf samræmdar
aðgerðir til að ná árangri og
bæta þjónustuna.
F. V.: — Telur þú, að sér-
stakir viðburðir eins oe lista-
hátíð á íslandi eða þióðhátíð-
in í ár, laði ferðafólk frá
Norðurlöndum til fslands?
V. G.: — Ég hef litla trú á
listahátíð á íslandi, nema sem
þætti í menningarlífi lands-
manna sjálfra. Þess konar há-
tíðir eru haldnar svo víða os
það eru fáir, sem fara að
elta vissa listamenn til ís-
lands. Þessir heimsfrægu eru
mikið á ferðinni og áhuga-
fólk má búast við, að þeir
verði í næsta nágrenni við
sig innan skamms tíma.
Hátíðahöld á borð við 800
ára afmæli Kaupmannahafnar
fyrir nokkrum árum ollu ekki
neinni áberandi aukningu í
komum ferðamanna hingað og
það held ég að verði ek'ki
heldur á íslandi í sambandi
við þjóðhátíðina.
F.V.: — Eru fyrir hendi ein-
hverjir nýir markaðsmöguleik-
ar í ferðamálum, sem við höf-
um lítið scm ekkert notað?
52
FV 5-6 1974