Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 59

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 59
fara í fjallgöngur um nágrennið eða í dags- ferðir um Vestfirðina. Forstöðumaður: Daníel Ólafsson. Hotel Mánakaffi, Mánagötu 1, ísafirði, sími 94-3777. Gisting: Á hótel Mlánakaffi eru fjögur 2ja manna herbergi, tvö eins manns 'herbergi og tvö 3ja manna herbergi. Hægt er að koma við svefnpokaplássi sé þess óskað. Ennfremur get- ur hótelið útvegað herbergi í bænum. Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi er kr. 1.050.-, tveggja manna herbergi kr. 1.650.-. Morgunverðurinn kostar kr. 250.-, en kr. 300.-, þegar hlaðborð er. Hádegisverður með kaffi kostar frá kr. 460,- en kvöldverðurinn kostar frá kr. 720.-. Veitingasalurinn er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. í veitingasalnum eru einnig seldir allir algengir grillréttir s. s. hamborgarar, franskar kartöflur o. fl. Dægrastytting: Djúpbáturinn Fagranes siglir á þriðjudögum og fimmtudögum frá ísafirði til ýmissa hafna við Djúpiði og aftur til ísafjarð- ar samdægurs. Aðra tvo daga vikunnar siglir hann m. a. til Bolungarvíkur, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Á sjálfu hótelinu er setustofa með sjónvarpi. í bænum er sundlaug og vinsælt er að fara í dagsferðir til ýmissa staða á Vestfjörðum. Einnig kjósa margir að fara í lengri ferðir út á Hornstrandir. Hótelstjóri: Bernharð Hjaltalín. Hótel Edda, Reykjum, Hrútafirði, V.-Húnavatnssýslu, sími um Brú. Gisting: 74 rúm eru í 37 tveggja manna herbergjum. Einnig er svefnpokapláss í skóla- stofum. í þeim eru kojur með dýnum. Hótelið hefur orðið fró 1. júní — 31. ágúst. Verð á eins manns herbergi er kr. 990.-, en á tveggja manna herbergi kr. 1.325.-. Morgunverðarhlað- borðið er á kr. 325.-. Verð á hádegis- og kvöld- verði er samkvæmt matseðli. Dægrastytting: Eins og á flestum hótelum er setustofa með sjónvarpi, 'gestum til afþreying- ar. A Reykjum er einnig sundlaug með gufu- baðstofu. Sömuleiðis er þar minjasafn Hún- vetninga. Allt umhverfið er skemmtilegt til gönguferða og margt að skoða þar um slóðir. Hótelstjóri: Bjarni Bjarnason. Staðarskáli, Hrútarfirði, sími 95-1150. Gisting: 5 gistiherbergi eru í Staðarskála, en ekkert svefnpokapláss. Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi í Staðarskála er kr. 790.-, verð á tveggja manna herbergi er kr. 1.620.-. Morgunverðurinn er á kr. 350.-, en aðrar máltíðir frá 350.- — 600.-. í Staðarskála eru framreiddir grillréttir og smáréttir, ýmis konar allan daginn. Hótelstjóri: Magnús Gíslason. Hótel Edda, Húnavöllum við Reykjabraut, A.-Húnavatns- sýslu, sími um Blönduós. Gisting: Á hótelinu eru 40 rúm í 22 her- bergjum eins og tveggja manna. Einnig er svefnpokapláss í skólastofum. Verð á eins manns herbergi er kr. 990,- en á tveggja manna herbergi kr. 1.325.-. Opið er frá 21. júní — 31. ágúst. Morgunverðurinn kostar kr. 325.-, en h&- degisverðurinn og kvöldverðurinn er sam- kvæmt matseðli. Matsalurinn er opinn daglega frá ki. 8.00 — 23.30. Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og við hótelið er sundlaug. Ýmsir þeir, sem dvelj- ast á hótelinu nota einnig tækifærið til að veiða í Svínavatni. Urhhverfi hótelsins er fag- urt og hentugt til gönguferða. Hótelstjóri: Helga Helgadóttir. Hótel Höfn, Lækjargötu 10, Siglufirði, sími 96-71514. Gisting: 32 eins, tveggja og þriggja manna herbergi með baði á gangi eru á Hótel Höfn. Hægt er að útvega svefnpokapláss eftir 1. júlí. Opið er allt árið og kostar eins manns her- bergi kr. 920.-, tveggja manna kr. 1.640,- og þriggja manna kr. 2.240.- Morgunmaturinn er á kr. 275,- en hádegisverður kostar frá kr. 335,- (fiskmáltíð) og frá 525.- (kjötmáltíð). Veitinga- salur hótelsins er opinn frá kl. 8.00 að morgni og þar til kl. 23.00 að kvöldi. Dægrastytting: í bænum er margt markvert að skoða m. a. gömlu síldarverksmiðjurnar og bryggjurnar frá sildarárunum. Á Siglufirði er sundlaug, gufubað og golfvöllur. Hægt er að fara í skemmtilegar gönguferðir upp í Hvann- eyrarskál, en þaðan er fagurt útsýni og sést til Grímseyjar. Að sumarlagi er einnig hægt að stunda skíðaíþróttina. Daglega fara áætlunar- bifreiðar frá Siglufirði til Akureyrar og koma aftur til baka á kvöldin. Hótelið getur útveg- að veiðileyfi í Miklavatni og er farið þangað að, morgni með langferðabíl, en komið aftur að kvöldi. Hótelið útbýr nestispakka fyrir gesti sína til að hafa með í veiðiferðina. Hótelstjóri: Steinar Jónasson. FV 5-6 1974 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.