Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 59
fara í fjallgöngur um nágrennið eða í dags- ferðir um Vestfirðina. Forstöðumaður: Daníel Ólafsson. Hotel Mánakaffi, Mánagötu 1, ísafirði, sími 94-3777. Gisting: Á hótel Mlánakaffi eru fjögur 2ja manna herbergi, tvö eins manns 'herbergi og tvö 3ja manna herbergi. Hægt er að koma við svefnpokaplássi sé þess óskað. Ennfremur get- ur hótelið útvegað herbergi í bænum. Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi er kr. 1.050.-, tveggja manna herbergi kr. 1.650.-. Morgunverðurinn kostar kr. 250.-, en kr. 300.-, þegar hlaðborð er. Hádegisverður með kaffi kostar frá kr. 460,- en kvöldverðurinn kostar frá kr. 720.-. Veitingasalurinn er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. í veitingasalnum eru einnig seldir allir algengir grillréttir s. s. hamborgarar, franskar kartöflur o. fl. Dægrastytting: Djúpbáturinn Fagranes siglir á þriðjudögum og fimmtudögum frá ísafirði til ýmissa hafna við Djúpiði og aftur til ísafjarð- ar samdægurs. Aðra tvo daga vikunnar siglir hann m. a. til Bolungarvíkur, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Á sjálfu hótelinu er setustofa með sjónvarpi. í bænum er sundlaug og vinsælt er að fara í dagsferðir til ýmissa staða á Vestfjörðum. Einnig kjósa margir að fara í lengri ferðir út á Hornstrandir. Hótelstjóri: Bernharð Hjaltalín. Hótel Edda, Reykjum, Hrútafirði, V.-Húnavatnssýslu, sími um Brú. Gisting: 74 rúm eru í 37 tveggja manna herbergjum. Einnig er svefnpokapláss í skóla- stofum. í þeim eru kojur með dýnum. Hótelið hefur orðið fró 1. júní — 31. ágúst. Verð á eins manns herbergi er kr. 990.-, en á tveggja manna herbergi kr. 1.325.-. Morgunverðarhlað- borðið er á kr. 325.-. Verð á hádegis- og kvöld- verði er samkvæmt matseðli. Dægrastytting: Eins og á flestum hótelum er setustofa með sjónvarpi, 'gestum til afþreying- ar. A Reykjum er einnig sundlaug með gufu- baðstofu. Sömuleiðis er þar minjasafn Hún- vetninga. Allt umhverfið er skemmtilegt til gönguferða og margt að skoða þar um slóðir. Hótelstjóri: Bjarni Bjarnason. Staðarskáli, Hrútarfirði, sími 95-1150. Gisting: 5 gistiherbergi eru í Staðarskála, en ekkert svefnpokapláss. Opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi í Staðarskála er kr. 790.-, verð á tveggja manna herbergi er kr. 1.620.-. Morgunverðurinn er á kr. 350.-, en aðrar máltíðir frá 350.- — 600.-. í Staðarskála eru framreiddir grillréttir og smáréttir, ýmis konar allan daginn. Hótelstjóri: Magnús Gíslason. Hótel Edda, Húnavöllum við Reykjabraut, A.-Húnavatns- sýslu, sími um Blönduós. Gisting: Á hótelinu eru 40 rúm í 22 her- bergjum eins og tveggja manna. Einnig er svefnpokapláss í skólastofum. Verð á eins manns herbergi er kr. 990,- en á tveggja manna herbergi kr. 1.325.-. Opið er frá 21. júní — 31. ágúst. Morgunverðurinn kostar kr. 325.-, en h&- degisverðurinn og kvöldverðurinn er sam- kvæmt matseðli. Matsalurinn er opinn daglega frá ki. 8.00 — 23.30. Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og við hótelið er sundlaug. Ýmsir þeir, sem dvelj- ast á hótelinu nota einnig tækifærið til að veiða í Svínavatni. Urhhverfi hótelsins er fag- urt og hentugt til gönguferða. Hótelstjóri: Helga Helgadóttir. Hótel Höfn, Lækjargötu 10, Siglufirði, sími 96-71514. Gisting: 32 eins, tveggja og þriggja manna herbergi með baði á gangi eru á Hótel Höfn. Hægt er að útvega svefnpokapláss eftir 1. júlí. Opið er allt árið og kostar eins manns her- bergi kr. 920.-, tveggja manna kr. 1.640,- og þriggja manna kr. 2.240.- Morgunmaturinn er á kr. 275,- en hádegisverður kostar frá kr. 335,- (fiskmáltíð) og frá 525.- (kjötmáltíð). Veitinga- salur hótelsins er opinn frá kl. 8.00 að morgni og þar til kl. 23.00 að kvöldi. Dægrastytting: í bænum er margt markvert að skoða m. a. gömlu síldarverksmiðjurnar og bryggjurnar frá sildarárunum. Á Siglufirði er sundlaug, gufubað og golfvöllur. Hægt er að fara í skemmtilegar gönguferðir upp í Hvann- eyrarskál, en þaðan er fagurt útsýni og sést til Grímseyjar. Að sumarlagi er einnig hægt að stunda skíðaíþróttina. Daglega fara áætlunar- bifreiðar frá Siglufirði til Akureyrar og koma aftur til baka á kvöldin. Hótelið getur útveg- að veiðileyfi í Miklavatni og er farið þangað að, morgni með langferðabíl, en komið aftur að kvöldi. Hótelið útbýr nestispakka fyrir gesti sína til að hafa með í veiðiferðina. Hótelstjóri: Steinar Jónasson. FV 5-6 1974 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.