Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 67

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 67
Sumarhófelið Flúðum, Hrunamannahreppi, sími um Galtafell. Gisting: Sumarhótelið Flúðum annast aðal- lega hópferðamóttöku, en það hefur yfir að ráða 18 gistiherbergjum. 8 henbergi eru í húsi Skjólborgar hf., en þau eru öll 2ja manna með sér baði og útisetlaug fyrir hvert herbergi. Verð á þessum herbergjum er kr. 1.600.- fyrir nóttina. í barnaskólanum eru aftur á móti 18 eins, tveggja og þriggja manna her- bergi. Kostar eins manns herbergi kr. 850.-, tveggja manna herbergi kr. 1.160,- og þriggja- manna herbergi kostar kr. 1.350.-, Hvert auka- rúm í herbergi kostar kr. 200.-. Svefnpokapláss er ekki fyrir hendi. Morgunverðurinn kostar kr. 250.-, hádegis- verðurinn er frá kr. 450,- en kvöldverðurinn frá kr. 500.-. Dægrastytting: Frá Flúðum er stutt að Heklu, Gullfossi, Geysi, í Þjórs'árdal, að Skál- holti og fleiri sögufrægum stöðum á Suður- landsundirlendinu. Á Flúðum er sundlaug og á hótelinu er setustofa með sjónvarpi. Hótelstjóri: Tryggvi Guðmundsson. Hótel Þéristún, Þóristúni 1, Selfossi, sími 99-1633. Gisting: Hótel Þóristún, sem er eina gisti- húsið á Selfossi hefur yfir að ráða 17 eins, tveggja og þriggja manna herbergjum. Átta herbergjum fylgir bað, en þar sem það er ekki, er bað á hverjum gangi. Svefnpokapl'áss er ekkert. Verð á eins manns herbergi án baðs er kr. 930.-, en með baði kr. 1395.-. Verð á tveggja manna herbergi án baðs er kr. 1.540, en með baði kr. 2.325.- Þriggja manna her- bergi kostar kr. 2.015.- Á hótelinu er veitinga- stofa, en þar er framreiddur morgunverður á ki\ 300.-. Aðrar máltíðir eru ekki fáanleg- ar á hótelinu. Hótel Þóristún hefur opið allan sólarihringinn allt árið. Dægrastytting: Ýmsir þeir gestir, sem dvelj- ast á hótelum kjósa að fara í dagferðir um næsta nágrenni. Frá Selfossi er stutt að aka til Heklu, í Þjórsárdai, undir Eyjafjöll eða að Stokkseyri eða Eyrarbakka. Einnig er hægt aði velja ýmsar skemmtilegar gönguleiðir út fr'á Selfossi m. a. upp með Ölfusárbökkum. Þá er í bænum sundlaug með gufubaði svo og ým- is söfn m. a. nýtt safnhús. Á hótel Þóristúni er setustofa með sjónvarni og útvarpi. Hótelstjóri: Steinunn Hafstað. Hótel Edda, Menntaskólanum, Laugarvatni, Árnessýslu. Gisting: Á Eddu hótelinu í menntaskólanum eru 114 rúm í 73 eins og tveggja manna her- bergjum. f skólastofum er svefnpokapláss í koj- um með dýnum. Eins manns herbergi kostar kr. 990.-, en tveggja manna herbergi kostar kr. 1.325.-. Eins og á öllum öðrum Eddu hótelum kostar morgunverðurinn kr. 325.-, en það er hlaðiborð. Verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Veitingasalurinn er op- inn daglega frá kl. 8.00 — 14.00 og 18.30 — 21.30. Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er á hótelinu, og gefst gestum jafnframt tækifæri til að sjá íslenzka kvikmynd á kvöldin. Á staðnum er sundlaug og gufubað. Eddu-hótelið að Laugarvatni er miðsvæðás í Árnessýslu. Það- an er stutt að aka til Þingvalla, Gullfoss, Geys- is, Skálholts, Heklu og fleiri sögufrægra staða. Hótelstjóri: Erna Þórarinsdóttir. ■ Gistihúsið, Héraðsskólanum Laugarvatni, Árnessýslu, sími 99-6113. Gisting: Gistihúsið í Héraðsskólanum býður upp á 40 tveggja manna herbergi, en einnig er hægt að fá þau sem eins manns herbergi. Verð á tveggja manna herbergi er um kr. 1000.-. Gistihúsið hefur ekki yfir að ráða svefnpoka- plássi. Opið er frá 20. júní og fram í miðjan ágúst. Morgunverðarhlaðborðið er á kr. 325.-, en verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Dægrastytting: í gistihúsinu er setustofa með sjónvarpi. Sundlaug er á staðnum með gufu- baði, sem er í umsjón Héraðsskólans. Frá gisti- húsinu er stutt til Þingvalla, Gullfoss, Geysis, Skál'holts og Heklu og fara margir í dagsferðir til þessara staða. Einnig má t. d. benda á dags- ferðir til Hveravalla eða til Hagavatns við Vatnajökul. Gistihúsið getur útvegað bíla i þessar ferðir, en einnig er hestaleiga á Laug- arvatni. Hótelstjóri: Bergsteinn Kristjónsson. Hótel Edda, húsmæðraskólanum, Laugarvatni, Árnessýslu, sími 99-6154. Gisting: Á hótelinu eru 27 tveggja manna herbergi. Verð fyrir einn í herbergi með baði er kr. 1.690.-, en fyrir tvo kr. 2.240.-. Hótelið hefur opið frá 8. júní — 31. ágúst. Morgun- verðurinn kostar kr. 325.-, en verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Dægrastytting: Á hótelinu er m. a. setustofa, bar og sjónvarp. Einnig er þar saunabað ásamt hvíldarherbergi. Fundarsalur með hátalarakerfi er á hótelinu, en sá salur rúmar um 80 manns. Veitingasalurinn er opinn daglega frá kl. 8.00 — 23.30. Hótelstjóri: Huld Hilmarsdóttir. FV 5-6 1974 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.