Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 77

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 77
fsafjörður: Hópur sérfræðinga vinnur stöðugt að því að fullgera heildar- og deiliskipulag fyrir ísafjarðarkaupstað eftir sam- eininguna við Eyrarhrepp. Unnið er m. a. að skipulagn- ingu íbúðahverfis í Skutuls- firði og viðbótarhverfi í Hnífs- dal. Mjög mikill úhugi er hjá einstaklingum að byggja ein- býlishús og Byggingarfélag verkamanna er að byggja 20 íbúða fjölbýlishús. Bæjar- stjórnin ráðgerir byggingu margra leiguíbúða á næstu ár- um. Keypt hafa verið nokkur ný einbýlishús, sem eru em- bættisbústaðir fyrir lækna við heilsugæzlustöðina og fyrir héraðslækna. f framhaldi af gerð smá- bátahafnar við Sundin, er unn- ið að dýpkun innsiglingarinnar um Sundin, og efni það, sem dælt er upp, er notað til land- myndunar við Suðurtanga og verður verulegur landauki af því. Þá er ákveðið að lengja viðlegurými við hafskipakant- inn á næstkomandi sumri. S. 1. sumar var unnið að gerð nýrrar stíflu við Fossa- vatnsvirkjun og verður þeim framkvæmdum væntanlega lokið á þessu sumri. Verið er að gera mikla upp- fyllingu sunnan eyrarinnar, heimili og íþróttahús og ráð- gæzlustöð, sjúkrahús og elli- heimili. Byrjað verður á bygg- ingu heilsugæzlustöðvarinnar síðla sumars og í tengslum við hana verður byggð tengi- deild við sjúkrahúsið, þar sem komið verður fyrir rannsókn- ar- og þjónustutækjum, sem verða til sameiginlegra afnota fyrir heilsugæzlustöðina og sjúkrahúsið. Elliheimilið verðr ur byggt með tilliti til þess að báðar stofnanirnar hafi sam- eiginlegt eldhús og þvottahús. Þrátt fyrir að mikið hefur verið malbikað á ísafirði á undanförnum árum, eru 30 miljónir króna til slíkra fram- kvæmda á fjárhagsáætlun þessa árs. Verið er að byggja heima- vistarhús fyrir Menntaskólann og í framhaldi af því verður byggt skólahús og íþróttahús. Bæjarsjóður verður að verja allmiklu fé til kaupa á lóðum og húsum til að nægilegt land- rými verði fyrir byggingar Menntaskólans. Mjög mikil uppbygging hef- ir átt sér stað í atvinnurekstri ísfirðinga. Keyptir hafa verið til bæjarins fjórir skuttogarar og hraðfrystihúsin hafa verið endurbyggð og stækkuð og eru tvö þeirra með afkastamestu frystihúsum landsins. FV 5-6 1974 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.