Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 17
bankastarfsemi í Sovétríkjun-
um. Þau standa í stöð-
ugu sambandi við sovézka rík-
isbankann, gjaldeyrisbanka
Sovétríkjanna og útflutnings-
samtök sovézkra utanríkis-
málaráðuneytisins og ræða á
staðnum vandamál, sem eru
efnahagslegs og verzlunarlegs
eðlis. Þessi útibú sjá um lána-
samninga og veita fyrirtækj-
um viðkomandi lands og sov-
ézkum útflutningsfyrirtækjum
aðstoð við gerð verzlunar-
samninga.
LÁN ENDURGREIDD
MEÐ FRAMLEIÐSLU.
Svonefndir jöfnunarsamn-
ingar hafa rutt sér æ meira
til rúms. Slík verzlunar- og
efnahagstengsl eru hugsuð á
þann hátt, að fyrirtæki kapí-
talískra landa útvega fyrir-
tækjum, sem verið er að
byggja í Sovétríkjunum, nauð-
synlegan tækjaútbúnað með
bankaskilyrðum, en lánin eru
síðan endurgreidd með
framleiðslu fyrirtækisins, þeg-
ar það tekur til starfa.
Dæmi um slíkan samning er
langtímasamningurinn, sem
gerður var við vestur-þýzku
samsteypuna „Zaltsgitter“.
Samkvæmt honum fá Sovét-
ríkin tækjaútbúnað til fram-
leiðslu á polvethylen, með
240 tonna afköstum á ári og
verða tækin greidd með fram-
leiðslunni. í samningi við.
bandaríska fyrirtækið „Occi-
dental Petroleu’.n Corporat.ion“
var samið um byggingu stórr-
ar áburðarverksmiðju í Sovét-
ríkjunum. Hann er gerður til
20 ára og gert er ráð fyrir,
að gagnkvæm vöruskipti á
þeim tíma nemi 8 milljörðum
daia.
SAMSTARF VIÐ
JAPANI.
Nýlegur samningur við Jap-
an er sá stærsti í sögu sovézku
utanríkisverzlunarinnar, hvað
snertir bankalán, (1050 millj.
dollara) og nær yfir víðtækt
og fjárfrekt samstarfssvið. Hér
er um að ræða kola- og gas-
vinnslu í Austur-Síberíu og
skógariðnað á Austurströnd-
inni.
Allt starf, sem tengt er
framkvæmd þessara áætlana
og vinna þarf á sovézkri
grund, verður unnið af sovézk-
um aðilum. Fyrir veitt lán
kaupa Sovétríkin nauðsynleg-
an tækjaútbúnað og vörur af
Japönum og greiða síðan með
framleiðslu nýju fyrirtækj-
anna. Þannig fara vöruskiptin
fram. Japan fær kolin, gasið
og timbrið, sem landið er í
mikilli þörf fyrir, en áður
byggja Sovétríkin nýjar nám-
ur, verksmiðjur og fyrirtæki,
útbúa þau nýjum tækjum án
þess að eyða gjaldeyrisforða
sínum og hagnýta síðan auð-
lindir Síberíu og Austurstrand-
arinnar hraðar en ella. Áætl-
anir þessara fyrirtækja eru
þannig úr garði gerðar, að
lánagreiðslurnar íþyngja ekki
verzlunarjöfnuð Sovétríkjanna,
heldur auka sovézkt útflutn-
ingsmagn og hráefnismagn til
greina sovézka þjóðarbúskaps-
ins. Þessi fyrirtæki munu þeg-
ar gefa af sér arð. Samkvæmt
útreikningum mun gróði af
kolavinnslunni einni verða um
það bil 4 milljarðar dollara.
SOVÉZKIR BANKAR Á
VESTURLÖNDUM.
Sovétríkin eru reiðubúin til
að veita samningsaðilum sín-
um á Vesturlöndum lán með
sömu skilyrðum. í nokkrum
löndum starfa nú þegar sov-
ézkir bankar, t. d. í Englandi,
Frakklandi, V.-Þýzkalandi og
Sviss. Þeir stuðla að þróun
verzlunar- og efnahagssam-
skipta Sovétríkjanna við þessi
lönd, sjá um lánaviðskipti og
aðra verzlunarstarfsemi.
Sovétríkin taka einnig þátt í
áætlanagerð og byggingu fyrir-
tækja á Vesturlöndum og sjá
um útvegun tækja. Má þar
nefna málmiðnaðarsamsteypu í
Frakklandi, atómraforkuvera-
og málmiðnaðarsamsteypu í
Finnlandi, vatnsorkuver 1
Noregi, Kanada, Brasilíu og
Argentínu. Einnig er unnið að
sameiginlegum tækni- og vís-
indarannsóknum. Slíkt sam-
starfsform felur í sér miklar
framtíðarhorfur og vestræn
lönd eru full áhuga á slíkum
samningum.
Sem dæmi um það má nefna
rannsóknir Sovétríkjanna og
Frakklands í sambandi við
gerð sjálfvirks útbúnaðar, sem
notaður er við stálframleiðslu,
og rennibekkja með inn-
byggðri tölvu.
Útflutningur frá Sovétríkj-
unum til þróaðra iðnaðarlanda,
eins og Englands, Vestur-
Þýzkalands, ítalíu Frakk-
lands, Finnlands, Japan, Belg-
íu, Hollands, Danmerkur og fl.
landa eykst stöðugt.
MYNDPRENT
Tökum að okkur
hvers konar:
SMÁRENTUN —
LITPRENTUN
PAPPlRSSALA
SÍMI 95-5114,
SAUÐÁRKRÖKI
K.
FV 9 1974
17