Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 29
Gunnar O. Sigurðsson, stöðvar- stjóri Loftleiða á O’Hare-flug- velli. félagsins Olympic auk Loft- leiða. En við komu og brottför ís- landsfaranna er íslenzkur stöðvarstjóri Loftleiða á O'- Hare-flugvelli jafnan til staðar og reiðubúinn að liðsinna ferðalöngunum. Það er Gunn- ar O. Sigurðsson, sem starfað hefur um árabil hjá Loftleið- um og var stöðvarstjóri Air Bahama á flugvellinum í Nassau, áður en hann tók við starfi sínu á O’Hare.. Gunnar tjáði okkur, að auk- allra venjubundinna undir- búningsstarfa, sem hann þyrfti að vinna í sambandi við flug- ið, bæðu farþegar oft um að- stoð til að komast í aðrar flug- vélar og minntist hann sér- staklega á dæmi þess, að börn á ýmsum aldri innan við ferm- ingu færu ein síns liðs heims- álfa á milli til þess að heim- sækja fjölskyldufólk sitt. í slíkum tilfellum væri beðið fyrirfram um sérstaka aðstoð. BEINT A HÓTELIN. Það tók ekki nema um 10 mínútur að fá farangurinn af- greiddan eftir að farþegarn- ir voru komnir inn í flug- stöðina og var þá haldið inn í borgina. Áætlunarvagnarnir frá flugvellinum fara vissar leiðir um miðborg Chicago og hafa viðkomustaði við anddyri helztu hótela borgarinnar. Er þetta að sjálfsögðu til mjög mikils hagræðis fyrir flugfar- Við komu fyrstu Loftleiðavélar til Chicago 1973. Lengst t. v. er þega, sem geta lika tekið vagn- Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða en við lilið hans er Pat inn við hóteldyrnar, þegar 6 . halda skal út á flugvöll. Dunne, flugvallarstjori. YS OG ÞYS Á FLUGVELLI Það var einkar fróðlegt að kynnast starfseminni á O’Hare- flugvelli nokkru nánar eina morgunstund undir leiðsögn Gunnars O. Sigurðssonar. Ekki verður tíundað hér, hve gífur- legur straumur fólks átti leið um flugstöðvarbygginguna þann stutta tíma, sem þar var staldrað við, og var þetta þó á þeim tíma dagsins sem um- ferð er einna minnst. Út frá meginkjarna flug- stöðvarinnar liggja langir gangar með útgöngudyrum og þar standa flugvélar af öllum gerðum, breiðþotur og einnig þær, sem notaðar eru á styttri vegalengdum. Nú eru í notkun á O'Hare-flugvelli 72 útgöngu- hlið fyrir flugvélar í innan- landsflugi og 14 fyrir milli- landaflugið. 270 FLUGNÚMER UNITED. Áberandi var, hve merki bandaríska flugfélagsins Unit- ed Airlines setti svip sinn á starfsemina í flugstöðinni. Vél- ar félagsins, sem er stærsta flugfélag í Bandaríkjunum en flýgur aðeins innanlands, voru í miklum meirihluta á flug- vélastæðinu og eins virtust langflestir farþegarnir eiga leið um afgreiðslu þess. Er það ekki að undra, því að United Airlines hefur flestar á- ætlunarflugferðir frá Chicago, alls 270 flugnúmer suma daga vikunnar. Afgreiðsla farþeg- anna gekk mjög greiðlega þrátt fyrir ítrustu öryggisráð- stafanir til að koma í veg fyr- ir hugsanleg flugrán, m. a. skoðun í handtöskur og „gegn- umlýsingu" á fatnaði farþega til að komast að raun um, hvort þeir bæru vopn innan klæða. 25 ÞÚS. STARFSMENN. Pat Dunne, hressilegur ná- ungi, sem lítur út fyrir að vera um sextugt, er flugvallar- stjóri á O'Fare. Hann tók á móti okkur og sagði í stuttu máli frá rekstri flugvallarins, sem er eins konar rammi utan um smækkaða en mjög sér- stæða samfélagsmynd. Um 25 þúsund manns stunda störf á flugvellinum, þar af 760 á vegum flugvallarstjórnarinn- ar, m. a. 125 slökkviliðsmenn og 128 lögreglumenn og sér- stakir öryggisverðir. Flugvallarstjórinn tjáði okk- ur, að á vellinum væru dag- lega afgreiddir um 10 millj. lítrar af flugvélaeldsneyti og tvö og hálft tonn af pylsum á viku handa mannfólkinu. í flugstöðvarbyggingunni eru 8 veitingastofur og 12 barir. Á mesta annatíma dagsins, milli kl. 4 og 8 síðdegis leggja að meðaltali 110 flugvélar af stað frá 0‘Hare á hverri klukku- stund. Þá fer fram lending eða flugtak á 15. hverri sekúndu. Mest er tíðnin í ferðum til FV 9 1974 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.