Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 27
O’Hare - flugvöllur:
Þar munu 39 - 40 mllljónir farþega
eiga leíð um á árinu
*
4 mesta annatíma fer fram lending eða flugtak á 15. hverri sekúndu
Erlendum flugfélögum, sem halda uppi áætlun arferðum til Bandaríkjanna, hefur þótt mikils
virði að fá réttindi til að lenda í Chicago. Borgin er ein af stórborgum Bandaríkjanna og
þýðingarmikil að því Ieyti, en hún er ennfremur geysimikilvæg miðstöð fyrir samgöngur inn-
anlands í Bandaríkjunum, bæði á landi og í lofti. 0‘Hare-flugvöllur við Chicago er nú
stærsti flugvöll'ur í heimi með tilliti til umferð arþunga. Þar munu fara um á þessu ári 690.000
flugvélar og farþegafjöldinn, sem leið á um flugvöllinn, verður 39-40 milljónir en var í
fyrra 35,5 milljónir.
Nú hafa 14 erlend flugfélög
réttindi til að fljúga til Chi-
cago. Auk þess halda banda-
rísk flugfélög uppi samgöng-
um frá Chicago til útlanda.
í samningum, sem gerðir voru
1948 um réttindi Loftleiða til
Ameríkuflugs, var heimild til
að fljúga til New York og
Chicago en það var fyrst í
fyrra sem félagið notaði rétt
sinn til Chicago-flugsins.
Flugið frá íslandi til Chi-
cago tekur örlítið lengri tíma
en flug til Kennedy-flugvallar
við New York.
Eftir rétt rúmra fimm
klukkustunda flug er lent á
O’Hare og þar opnast leiðir til
allra átta fyrir þá sem ætla til
annarra ákvörðunarstaða í
Bandaríkjunum.
SKJÓT AFGREIÐSLA.
Um þann hluta flugstöðvar-
byggingarinnar, sem milli-
landafarþegar fara um, er
fremur lítil umferð á þeim
tíma dags, er Loftleiðaþoturnar
koma þangað. Þetta gerir alla
afgreiðslu á farangri miklu
fljótvirkari en menn eiga að
venjast annars staðar í svo
stórum flughöfnum, og þurfi
farþegar að hafa hraðan á og
flýta sér í framhaldsflug er ör-
stutt að fara yfir í brottfarar-
sali innanlandsflugfélaganna,
sem taka við hver af öðrum,
undir sama þaki.
STÖÐVARSTJÓRINN LIÐ-
SINNIR FERÐALÖNGUM.
Þegar Loftleiðir hófu áætl-
unarflug til Chicago var sam-
ið við írska flugfélagið Air
Lingus um afgreiðslu á _ flug-
vélunum. Auk þess sem írarn-
ir sjá um eigin flugvélar af-
greiða þeir vélar gríska flug-
FV 9 1974
27