Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 31
New York, og eru 70 slíkar
farnar fram og til baka á
hverjum degi.
Um þróunina í farþega-
flutningum frá O'Hare sagði
Dunne, flugvallarstjóri, að svo
virtist sem farþegafjöldinn
myndi aukast um 10% á þessu
ári en ferðafjöldinn hins vegar
minnka um 1%. Vegna erfið-
leika í rekstri hefðu flugfélög-
in fellt niður ákveðin flug,
sem ekki hafa borgað sig, en
fengið þeim mun fleiri farþega
í aðrar ferðir.
Eftir heimsóknina til flug-
vallarstjórans litum við inn í
aðalstöðvar flugumferðar-
stjórnar, þar sem starfsmenn
sátu í hálfrökkri við fjöldan
allan af ratsjárskjám og fylgd-
ust með ferðum flugvéla í ná-
grenni vallarins. Þar mátti sjá,
hvernig flugvélum er leiðbeint
inn á rétta aðflugslínu að flug-
brautum og voru fimm og sex
vélar samtímis í mismunandi
fjarlægð og hæð í lokastefnu
á brautirnar. Alls eru flug-
brautir sjö á 0‘Hare flugvelli
og voru fimm þeirra notaðar
samtímis þennan morgun fyrir
flugtök og lendingar.
FLUGSTJÓRNIN.
Uppi í þröngum flugturnin-
um stóðu um tíu starfsmenn
við starfsstöðvar í hvorum
helmingi og horfðu yfir sinn
part af flugvallarsvæðinu.
Enginn asi var á mönnum
þarna og virtist allt fara
mjög skipulega fram. Sífellt
hófu flugvélar sig til flugs eða
lentu og einnig varð að leið-
beina vélum, sem voru á ferð
á jörðu niðri. Á slíkum stað
sem í flugturninum á O'Hare-
flugvelli verður leikmönnum
ljósast hve flugið er mikil-
vægur og öruggur ferðamáti
og þessu til staðfestingar
benti Pat Dunne, flugvallar-
stjóri á, að á árunum 1959-‘73
hefðu 331 milljón manna farið
um flugvöllinn í 8 milljón
flugferðum.
eÚNAÐARBANKI
ÚTIBÚ
Bankinn annast öll innlend bankavið-
skipti. Tekur á móti fé í sparisjóös-,
ávísana- og hlaupareikning.
Afgreiöslutími:
Kl. 9.30-12 og 13.30-16 alla virka daga.
Lokað á laugardögum.
SÍMAR 4172 og 4240 — BLÖNDUÓSI.
r
FV 9 1974
31