Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 41
IVIerchandise IUart:
Stærsta heiidverzlunar-
miðstöð í heirni
„Undir einu þaki“ eru
eink'unnarorð fyrirtækisins
Merchandise Mart í Chi-
cago og þau má til sanns
vegar færa, því að þetta er
heildsölufyrirtæki á 18 hæð-
um, sem verzlar með alls
kyns húsbúnað og fatnað
fyrir fólk á öllum aldri og
fyrir öll tækifæri. Til þess
að gera kaupsýslumönnum,
sem leið eiga í Merchandise
Mart, viðskiptaferðina þang-
að sem þægilegasta, er
þar fjöldinn allur af verzl-
unum og þjónustufyrirtækj-
um, veitingastofur, bankar
og pósthús, svo að nokkuð
sé nefnt.
Bygging Merchandise
Mart er á norðurbakka Chi-
cago-árinnar. Það var fyrir-
tækið Marshall Field &
Company, sem setti mark-
aðinn á stofn, en hann var
opnaður 1. maí 1930 og nam
kostnaður þá 32 millj. doll-
ara.
Árið 1945 festi Joseph P.
Kennedy, faðir Kennedy-
bræðranna, kaup á fyrir-
tækinu, og nú er það í eigu
Kennedy Foundation, sem
Sergent Shriver, mágur
þeirra Kennedy-bræðra er í
forsvari fyrir. Framkvæmda-
stjóri fyrir Merchandise
Mart heitir Thomas V.
King.
ALLIR DAGAR
MARKAÐSDAGAR.
Markaðurinn er á gólf-
fleti, sem samanlagt er tæp-
ir 40 hektarar, hæðirnar
eru 18 talsins, en 25 sé
turninn talinn með og í
húsakynnunum eru gang-
arnir alls um 12 kílómetr-
ar.
Allir dagar eru markaðs-
dagar í Merchandise Mart.
Smásöluverzlun er reyndar
árstíðabundin en val og inn-
kaup á vörum, sem eiga að
vera á boðstólum í verzlun-
um, verða að fara fram all-
löngu áður en aðalmarkaðs-
tíminn hefst. Hjá Merchan-
dise Mart er t. d. vortízk-
an í kvenfatnaði sýnd kaup-
mönnum í september, vetr-
arklæðnaður í apríl eða
maí og jólagjafirnar í júní
og júlí. Það eru haldnir 22
markaðir fyrir hin mismun-
andi viðskiptatímabil á
hverju ári.
Árlega koma rúmlega
500 þús. gestir í bækistöðv-
ar Merchandise Mart, frá
öllum ríkjum Bandaríkj-
anna og erlendis frá. Ekk-
ert annað verzlunarhús býð-
ur kaupmönnum jafngott
tækifæri til að sjá svo mik-
ið úrval og kaupa jafnfjöl-
breyttar tegundir, eða njóta
jafnágætrar þjónustu og
veitt er í Merchandise
Mart — allt undir einu
þaki.
20.000 STARSMENN.
Þarna getur að líta um
1500 sýningardeildir með
um 2600 tegundum af hús-
gögnum og öðrum innan-
stokksmunum auk 1200 mis-
munandi tegunda af al-
klæðnaði handa körlum,
konum og börnum.
Markaðurinn er stærri en
ýmsar borgir í Bandaríkj-
unum. Þar starfa 20.000
manns í sýningardeildum
og á skrifstofum og 20-3(5
þús. manns koma þangað
daglega til að gera við-
skipti. Á aðalmarkaðstíma
ársins fer tala gesta, sem í
bygginguna koma á einum
degi þó upp í 60 þús. Fyr-
irtækið rekur eigin pósthús,
öryggisgæzlu, rafmagns-
verkstæði, trésmiðju og
málningarverkstæði. Og til
þess að halda öllu í horf-
inu og sjá um að hreinlætis
sé gætt innanhúss hefur
fyrirtækið á að skipa 150
manna liði ræstingarmanna.
SJÁVARFRÉTTIR
©
Nýtt tímarit
um sjávar-
útvegsmál,
markaSsmál,
tækmnýjungar
og margt
fleira.
*
Askriftasímar
82300 - 82302
FV 9 1974
41