Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 67
Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki:
Heildarvelta síðasta árs rúmur
milljarður
Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað árið 1889 og varð því 85
ára á þessu ári, sem er hár aldur á íslenzku fyrirtæki. Gefum
Helga Rafni Traustasyni, kaupfélagsstjóra, orðið.
Kaupfélagsstjórinn á Sa’uðárkróki, Helgi Rafn Traustason.
— Kaupfélag Skagfirðinga
starfaði á sínum tíma ein-
göngu í sambandi við verzlun
og afurðasölu bændanna. Það
hefur átt sína döpru daga,
eins og önnur kaupfélög og
oft verið mjótt milli lífs og
dauða, en er nú þriðja stærsta
kaupfélag á landinu.
F.V.: — Hvað eru margir á
launaskrá fyrirtækisins?
— Fastráðið starfsfólk hjá
kaupfélaginu og fyrirtækjum
iþess er 160 manns, en alls
voru á launaskrá árið 1973
724 aðilar. S.l. ár greiddi fé-
lagið 161 milljón í vinnulaun
og þjónustu fyrir utan launa-
skatt og annað slíkt.
'Kaupfélag A.-Skagfirðinga á
Hofsósi og Kaupfélag Skag-
firðinga voru sameinuð árið
1968. Rekur kaupfélagið nú
alls 9 sölubúðir, 7 á Sauðár-
króki, 1 á Hofsósi og 1 í
Varmahlíð.
Árið 1973 nam heildarvöru-
salan 315.7 milljónum og önn-
ur sala félagsins nam 217.5
milljónum. Velta vöru og
þjónustu s. 1. ár nam því 533.2
milljónum og hækkaði um tæp
55% frá 1972. Heildarvelta
KS og fyrirtækja þess á um-
ræddu ári varð alls 1 milljarð-
ur og 49 milljónir króna.
F.V.: — Hvers konar aðra
starfsemi rekur KS.
— Fyrir utan verzlun rek-
um við mjólkurbú og tók það
á móti liðiega 9 milljónum kg
af mjólk á síðasta ári. Ný-
mjólkurneyzslan hér er ekki
nema um 8% af mótteknu
mjólkurmagni og vinnur því
samlagið úr hinu. Ostar hafa
einkum verið framleiddir úr
umframmagninu og árið 1973
flutti mjólkursamlagið út
340 tonn til 4 landa.
Ennfremur rekum við slát-
urhús og gerum við ráð fyrir
að slátra um 62 þúsund fjár á
þessu hausti. Við rekum einn-
ig skipaafgreiðslu, fóðurblönd-
unarmiðstöð, trésmíðaverk-
stæði, bifreiða- og vélaverk-
stæði, smurstöð, rafmagns-
verkstæði, kjötvinnslu og
saumastofu á Hofsósi. KS er
auk þess hluthafi og aðaleig-
andi í Fiskiðju Sauðárkróks
og nokkuð stór hluthafi í Út-
gerðarfélagi Skagfirðinga og
Steypustöð Skagafjarðar.
Tvö síðustu ár hafa verið
ein allra mestu fjárfestingarár
í sögu félagsins. 1972 hófum
við byggingu nýs og fullkom-
ins sláturhúss bæði fyrir sauð-
fé og stórgripi, þar sem gert
er ráð fyrir að geta slátrað
3000 kindum á dag miðað við
fulla mönnun og 10 tíma
vinnu. Þessi fjárfesting mun
kosta um 200 milljónir króná.
Til að geta tekið við síauknu
mjólkurmagni varð að auka
vélakost mjólkursamlagsins
verulega og hefur verið unnið
við það á þessu ári auk við-
gerða og endurnýjunar á ýms-
um hlutum. Kostar þetta vart
undir 50 milljónum. Ennfrem-
ur höfum við bætt við okkur
'húsakynnum í Varmahlíð til
þess einkum að geta veitt
jferðamönnum betri alhliða
þjónustu en Varmahlíð er
vinsæll áningarstaður.
Rétt er að geta þess, að
miklir erfiðleikar eru á að
fá afgreidd fjárfestingarlán út
á þessar vinnslustöðvar land-
búnaðarins og hefur það skap-
að nokkra erfiðleika, þar sem
þessar fjárfestingar voru mjög
brýnar og útilokað að slá þeim
á frest.
F.V.: — Hvert er brýnasta
verkefni félagsins í dag?
— Það er bygging á stóru
og myndarlegu verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði. Flestar búð-
ir félagsins eru í gömlum og
óhentugum húsakynnum.
Mig langar til að geta þess
FV 9 1974
67