Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 13

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 13
hús eru bæði um 460 ferm. Við höfum fjölgað tegund- um hér í safninu, og höfum nú til sýnis auk sædýra, ýmsar landdýrategundir, eins og hreindýr, ísbirni, hrafna, mörgæsir, geitur, kindur, hesta, ljón, apa og fleiri dýr, og munu tegundir hér í safn- inu nálgast töluna 60 í dag. Dýrin höfum við keypt ýmist hér innanlands eða utan. Mörg dýr hefur safnið þegið að gjöf einnig höfum við haft góða samvinnu og skipti við dýra- garða í K.-höfn, Noregi og Þýzkalandi. Nokkurt fé hefur farið í smærri byggingar hér á svæðinu, og til fegrunar umhverfisins. Sett hefur verið upp sérstök lýsing og tré gróðursett." FULLKOMIN VÍSINDASTÖÐ Á KOMANDI ÁRUM. F.V.: „Hvert er helzta hlut- verk safnsins, að þínu áliti, Jón, og hvernig tekst safninu að sinna því eins og það er uppbyggt í dag?“ J.G.: „Fyrst og fremst finnst mér, að safnið eigi að vera til fræðslu og ánægju. Ýmsir skólamenn hafa sýnt safninu mikinn áhuga og heimsótt það ásamt nemendum sínum og kennt þar fiska- og náttúru- fræði. Vísindalegt gildi safns- ins er mikilvægt. Hér í safn- inu geta sérfræðingar athugað atferli dýra í ró og næði. Eipn- ig getur safnið gegnt því veigamikla starfi að bjarga dýrum og fuglum frá útrým- ingu. í nánustu framtíð er ætlun- in að miða framkvæmdir við að safnið þróist í fullkomna visindastöð í tengslum við Hafrannsóknastofnunina og Háskóla íslands. í því skyni höfum við sent fjárhagsáætl- un til næstu sex ára til Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og fengið samþykkt fjárframlög sex sveitarfélaga, sem nema 20 milljónum á næstu sex ár- um. Auk þessa hefur þróunin orðið sú, að sífellt fleiri ein- staklingar, stofnanir og fyrir- tæki sýna safninu velvild og áhuga og styrkja það með gjöfum. .Þannig varð velta safnsins á siðasta ári um 7,2 milljónir, en vegna dýrtíðar dugði sú upphæð skammt til uppbyggingar, þannig að fram- lag sveitarfélaganna sex; Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðahrepps, og Keflavíkur, kemur sér vel til að hægt sé að rækja það framtíðarhlut- verk safnsins, að hér rísi full- komin rannsóknaraðstaða í tengslum við fiskiðnað lands- manna og þær stofnanir, er honum þjóna.“ Bankarnir: Lausafjárstaðan hefur stórversnað í ágústlok nám'u innlán viðskiptabankanna 30 mill- jörðum kr. og höfðu aukizt á árstímabili um tæplega 6 milljarða eða 24%. Á hinn bóginn hafa útlán viðskipta- bankanna, sem voru í end- aðan ágúst 37 milljarðar, aukizt um 12,7 milljarða eða 25%. Talsverður munur er á inn- og útlánaþróuninni í hinum einstöku bönkum. Tveir stærstu bankarnir, Landsbankinn og Búnaðar- bankinn hafa liðjega 2/3 af innlánsaukningunni eða um 4 milljarða. Landsbankinn og Útvegs- bankinn eiga langstærsta hluta útlánaaukningarinnar eða um 10 milljarða. Það leiðir svo af fyrr- greindu um þróun inn- og út- lána, að lausafjárstaða við- skiptabankanna hefur stór- versnað á þessu eins árs tímabili, um tæpa 4,7 mill- jarða, en gagnvart Seðla- bankanum hefur staðan versnað enn meir, eða sem nemur 5.5 milljörðum. Hvað lausafjárstöðuna snert- ir munu bankarnir standa æði misjafnt t. d. eiga Landsbank- inn og Útvegsbankinn lang- stærsta þáttinn í hinni nei- kvæðu stöðu viðskiptabank- anna við Seðlabankann. Hins vegar mun Búnaðarbankinn hafa staðið af sér áföllin og skuldar hann ekki á viðskipta- reikningi sínum. Inn- og útlán viðskiptabankanna staðan 31. ágúst 1974 Landbanki íslands Útvegsbanki íslands Búnaðarbanki fslands Iðnaðarbanki íslands Verzlunarbanki íslands Samvinnubanki íslands Alþýðubankinn ........ Innlán Útlán (millj. kr.)(millj. kr.) ,. .. 12.887 18.603 ,...) 4.127 7.174 . ...' 6.258 5.378 , ... 1.794 1.571 . . . . 1.879 1.537 . ... 2.284 2.071 ..., 840 616 Viðskiptabankar alls: 30.069 36.950 FV 9 1974 13 L

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.