Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 53
Fjörkippur er nú á ný kominn í athafnalífiS á Siglufirði eftir
dvala fyrstu síldarleysisáranna.
Egilí Thorarensen, framkv. stj. Siglósíldar:
Aukin fjölbreytni
framleiðslunnar
10 leiguíbúðir á ári, næstu
fjögur árin, með sömu skilyrð-
um og framkvæmdanefndarí-
búðirnar í Breiðholti.
F.V.: — Hverjar verða
helstu framkvæmdir á Siglu-
firði á næstunni?
— Nefna má byggingu nýs
frystihúss Þormóðs ramma hf.,
byggingu leiguíbúðanna, sem
ég nefndi áðan, geysimiklar
hafnarframkvæmdir eru fyrir-
hugaðar næsta sumar, fram-
kvæmdir við lagningu hita-
veitu eru að hefjast, unnið er
að stækkun virkjunar við
Skeiðsfoss í Fljótaá, sem er í
eigu bæjarins, svo eitthvað sé
nefnt. Ennfremur má nefna
mjög aðkallandi verkefni, sem
er öflun betra neyzluvatns,
væntanlega úr Kálfsdal hinum
megin fjarðarins. Varanlegt
slitlag vantar á flestar götur
bæjarins og ljúka þarf bygg-
ingu ráðhússins. Verkefnin eru
nánast óþrjótandi.
F.V.: — Er fólk á staðnum til
að anna öllum þessum verk-
efnum, jafnvel þótt þau komi
nú ekki öll í einu?
— Nei, því það er af sem
áður var, er atvinnuleysi herj-
aði þessa byggð. Nú vantar til-
finnanlega fólk, einkum þó
iðnaðarmenn af ýmsu tagi.
F.V.: — Hvemig eru sam-
göngumálin í dag?
— Hér áður fyrr var Siglu-
fjörður einangraður að mestu
leyti átta mánuði ár hvert. Þá
var aðeins hægt að komast sjó-
leiðina, en auk hennar eru nú
samgöngur í lofti og á landi.
Síðan Strákagöngin komu, en
þau voru vígð 10. nóvember
1967, er fært landleiðina all-
an ársins hring með ekki ýkja
miklum snjóruðningum. Flug-
félagið Vængir flýgur svo
'hingað 4 daga í viku en hér
er nýleg flugbraut og nýtt
flugskýli verður tekið í notkun
næstu daga. Siglfirðingar eru
mjög ánægðir með þessa þjón-
ustu Vængja.
F.V.: — Að lokum, Bjarni
Þór. Hvernig líkar þér bæjar-
stjórastarfið?
— Ég kann mjög vel við
þetta starf hér, sem að vísu
er ekki komin mikil reynsla á
enn. Það er erilsamt, sérstak-
lega þar sem nú eru miklir
uppgangstímar, en ég er mjög
ánægður með að fá tækifæri
til að taka þátt í þessari upp-
byggingu.
Sigló-síld er gamalt og rótgró-
ið fyrirtæki á Siglufirði, en
það er í ríkiseign. í maí s.l.
tók nýr maður við stjórn fyr-
irtækisins, Egill Thorarensen
sein er 29 ára gamall niður-
suðutæknifræðingur.
F.V.: — Hvernig hefur
reksturinn gengið undanfarið,
Egill?
— Hann hefur ekki gengið
vel, fyrst og fremst vegna hrá-
efnisskorts undanfarin ár.
Hráefni hefur verið keypt þar
sem hægt hefur verið að ná í
það. í fyrra var t. d. keypt
síld frá Færeyjum, en nú er
verið að skipa upp 2500 síldar-
tunnum, sem koma frá frænd-
um okkar Norðmönnum, nánar
tiltekið frá Stavanger. Miðað
við verð á afurðum er hrá-
efnið dýrt, en tunnan kostar
rúrnar 9 þúsund krónur cif til
Siglufjarðar. Úr síldinni fram-
leiðum við gaffalbita og
kryddsíldarflök, sem við selj-
um aðallega til Sovétríkjanna
en einnig til Bandaríkjanna,
Svíþjóðar og Danmerkur.
F.V.: — Hver telur þú vera
helstu vandamál lagmetisiðn-
aðarins?
— Ég tel að ekki hafi verið
nógu mikil samræming í öflun
hráefnis og svo sölu afurð-
anna. Mér virðist sem meiri
samvinnu vanti milli þessara
tveggja þátta. Þetta stendur
þó væntanlega til bóta og hef-
ur stórlega lagast með til-
komu Sölustofnunar lagmetis.
F.V.: — Hefur framleiðslan
eingöngu verið úr síld og eru
einhverjar áætlanir um að
auka fjölbreytni framleiðsl-
unnar?
— Hér hefur auk niður-
lagðrar síldar verið framleidd-
ur grásleppukavíar, en nú er
meiningin að byrja á ýmsu
öðru. Við erum nú að kaupa
tæki til niðursuðu á rækju og
við erum jafnvel með þorsk-
'hrogn í huga. Tækin eru kom-
in og á aðeins eftir að setja
FV 9 1974
53