Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 47
Á Suðurlandsbraut 4 hefur Sjóvá nú nýverið flutt starfsemi allra deilda í vistleg húsakynni. að þessi Ijöggjöf sé hin þarf- asta og verði til að tryggja hag viðskiptamanna trygging- arfélaga betur en áður gerð- ist. Eins og við þekkjum hafa verið stofnuð hér félög án þess að nægilega sterkur fjárhags- legur grundvöllur væri fyrir og allt endaði svo með ósköp- um. F.V.: „Tryggingarfélögin hafa greinilega háð nokkra samkeppni í sölu á ferðaslysa- tryggingum og farangurstrygg- ingum. Hefur almenningur sýnt því áhuga að tryggja sig gegn slíkum óhöppum? Sigurður: „Þetta hefur mjög færzt í vöxt með auknum ferðalögum og vitund fólks um, að það getur lent í stór- kostlegum fjárútlátum í sam- bandi við jafnvel minniháttar óhöpp á ferðalögum. Ferðaslysatrygginguna er hægt að kaupa til skamms tíma eða eins langs og menn óska. Hún bætir dauða og ör- orku vegna slyss, og út á hana fást dagpeningar vegna slysa. Trygging af þessu tagi, sem gildir í 15 daga, að upphæð 1 millj. króna, kostar 591 krónu. Þá er gert ráð fyrir dagpen- ingum í allt að 52 vikur, 5000 krónur á viku. Sé tryggingar- upphæðin 2 milljónir reiknast dagpeningarnir 10 þús. krón- ur á vikur. Farangurstrygging upp á 100 þús. krónur kostar t. d. 859 krónur í 15 daga en hana má fá til eins langs tíma og menn óska. F.V.: „En svo að við fræð- umst eilítið meira um fyrir- tækið Sjóvá. Hvenær var það stofnað? Sigurður: „Sjóvátryggingar- félag íslands hf. var stofnað 1918 og stóðu að því 25 at- vinnurekendur og kaupmenn. Hlutafé félagsins er nú 31 millj. króna. Hluthafar nú eru um 100 talsins og formaður stjórnar Sjóvá er Sveinn Benediktsson, framkvæmda- stjóri. Eins og nafnið bendir til fékkst Sjóvá aðallega við sjó- tryggingar framan af en færði svo út kvíarnar smám saman. Fram að þessum tíma höfðu menn hér skipt við erlend tryggingarfélög, nema hvað Brunabótafélag íslands var stofnað 1914 til að annast húsatryggingar utan Reykja- víkur. Brunatryggingar Sjóvá hófust árið 1925 og líftrygg- ingardeild var stofnuð hjá fé- laginu 1934. Þetta var um langan tíma mikil tryggingar- grein, með svokölluðum söfn- unartryggingum. En lífeyris- sjóðirnir hafa leyst þær af hólmi og upphæðdrnar, sem þessar tryggingar hljóðuðu upp á í þá daga, eru ekki til stórra hluta í dag. Fyrstu árin var Sjóvá til húsa í Eimskipa- félagshúsinu en keypti síðar húseignina Ingólfsstræti 5. Bif- reiðadeild hefur félagið rekið síðan 1937 og var hún aldrei á sama stað og aðrar deildir félagsins. Það var fyrst nú í febrúar á þessu ári, sem öll starfsemi félagsins komst und- ir sama þak. Hér á Suðurlandsbraut 4 erum við í sambýli við fyrir- tækin H. Benediktsson og Skeljung, eigum sjálfir tvær hæðir og hálfa á móti Skelj- ungi. Þar er mötuneyti fyrir starfsmenn beggja fyrirtækja. F.V.: „Hvað starfa margir hjá fyrirtækinu og hvernig hefur gengið að fá hæfa starfs- menn? Ætla mætti, að hér væri um nokkuð flólcna teg- und viðskipta að ræða, sem tæki nokkurn tíma fyrir menn að kynnast nægilega vel.“ Sigurður: „Hjá okkur starfa nú 68 starfsmenn. Við Axel Kaaber önnumst framkvæmda- stjórnina, og sér Axel um þá hlið er snýr að endurtrygging- um. Hannes Þ. Sigurðsson er forstöðumaður söludeildar, Ól- afur Bergsson er fyrir bifreiða- deild, Bragi Hlíðberg fyrir endurtryggingadeild og Jó- hannes Proppé er deildarstjóri fyrir deild þeirri, er fjallar um sjótjón. Runólfur Þor- geirsson er skrifstofustjóri. Það er rétt, að nauðsynlegt er að hafa á að skipa góðu starfsliði hjá tryggingarfyrir- tæki. Þjálfun þess skiptir líka höfuðmáli og þess vegna reka tryggingarfélögin sameiginlega tryggingarskóla, sem Arn- ljótur Björnsson, prófessor, veitir forstöðu. Þar hefur ver- FV 9 1974 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.