Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 51
Norðurland vestra
Siglufjörður á sér merka sögu, en ekki alltaf að sama skapi góða. Þar bjuggu fyrir tæpum
tveimur áratugum 3000 manns, en þegar mest var að gera í síldinni hefur mannmergðin líklega
farið upp í 10000 manns. Nú búa þar 2075 oggerðist það i fyrsta skipti i fyrra, eftir margra
ára fólksfækkun, að bæjanbúum fjölgaði.
Víða má sjá þess merki, að Siglufjörður er á batavegi, en honum var á sínum tíma líkt við far-
lama manneskju í 'hjólastól. Allan mátt dró úr atvinnulífi staðarins, sem byggðist nær ein-
göngu á síldarverkun, en nú hefur þessi áður farlama bær leitað inn á nýjar slóðir atvinnu-
lífsins með góðum árangri. Menn eru farnir að mála og endurbæta húsin sín, en það mun
fyrst hafa gerzt í fyrrasumar, eftir langt hlé, og sýnir það, ásamt ýmsu öðru, þá hugarfars-
breytingu sem orðin er.
Það er athyglisverð staðreynd, að nokkrir árgangar fólks, fólk á aldrinum 30-40 ára, finnast
ekki í bænum. Það er einnig athyglisvert, að ungt fólk og vel menntað virðist nú leita þang-
að í æ ríkara mæli. Mikil breyting hefur orðið á til batnaðar og auk þess að vera vingjarn-
legt, sem það hefur ávallt verið, er fólkið á Siglufirði fullt af bjartsýni, þótt ýmsir
hinna eldri eigi erfitt með að trúa því að Siglufjörður eigi framtíð fyrir sér, — án síldarinnar.
Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri:
llliklar framkvæmdir
fyrirhugaðar
Bjarni Þór Jónsson er 28 ára gamall Reykvíkingur, en hann
fl’utti til Siglufjarðar um miðjan júlí s. 1. er hann var ráðinn
þar bæjarstjóri. F.V. ræddi við hann á bæjarskrifstofunum, en
þær eru til húsa í lögreglustöðinni og bíða flutnings í ráðhús
Siglfirðinga,
F.V.: — Hvað búa margir á
Siglufirði núna, Bjarni?
— Þegar manntal var
gert 1. desember 1973 voru í-
búar bæjarins 2075. Þeim
hafði þá fjölgað það árið um
25, en það er í fyrsta skipti í
fjölda ára að bæjarbúum
fjölgar. Árið 1950 voru þeir
yfir 3000 talsins, en svo hvarf
síldin og fólkið flúði til þétt-
býlisins á SV.-horni landsins.
F.V.: — Hvernig er ástandið
í húsnæðismálum bæjarins?
— Þó að íbúar séu nú mun
færri en fyrir tæpum tveim
áratugum, er húsnæðisekla á
staðnum. Stafar það einkum af
tvennu, — mörg gömlu hús-
anna eru nú gjörónýt og auk
þess býr fólk nú mun rýmra
en áður tíðkaðist. Það þarf
ekki að taka það fram, að til
skamms tíma hafa nánast eng-
Bjarni Þór Jónsson,
bæjarstjóri
ar byggingaframkvæmdir ver-
ið hér í bæ.
Nú eru hins vegar 6 hús í
byggingu og mikill fjöldi lóða-
umsókna liggur fyrir. Nú ligg-
ur fyrir heimild til að byggja
FV 9 1974
51