Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 45
Mesta bifreiðatjón, sem Sjóvá bætti í fyrra var 2.5 millj. Þrátt fyrir aukna upplýsingastarfsemi er tíðni umferðarslysa hrika- lega há. Sigurður: „Tjónabætur hjá Sjóvá voru í fyrra 374 millj. króna, þar af var hluti endur- trygginga í tjónum 105 millj. rúmar. Tjónin skiptust þannig, í megindráttum aði 109 millj. voru í sjó- og slysatryggingum, 14 millj. í brunatryggingum, 94 millj. í bifreiðatryggingum, 42 millj. króna i ábyrgðar- tryggingum. Af þessu má sjá, að brunatryggingarnar hafa komið einna skást út og er það fyrst og fremst að þakka auknum tjónavörnum. F.V.: „Taka tryggingarfélög- in þannig virkan bátt í eflingu öryggis á ýmsum sviðum til að koma í veg fyrir tjónin?“ Sigurður: „Viss prósenta af iðgjöldum brunatrygginga rennur beint til Brunamála- stofnunar ríkisins, sem náð hefur mjög góðum árangri í starfi sínu. Hún hefur eftirlit með húseignum og atvinnu- fyrirtækjum en gerir kröfui um endurbætur sé brunavörn- um í einhverju ábótavant. Aukin notkun hitaveitu til upphitunar húsa á líka sinn mikilsverða þátt í fækkun brunatjóna. Tryggingarfélögin eiga full- trúa í umferðarráði og 'hafa tekið þátt í starfsemi þess. Alltaf má um það deila, hvort nógu mikið sé að gert til að koma í veg fyrir slys og eigna tjón og að mínu mati mætti eflaust gera enn betur.“ F.V.: „Hvaða tryggingar eru taldar áhættumestar fyrir íslenzku tryggingarfélögin?" Sigurður: „Það eru skipa- tryggingar. Tap hefur orðið mikið á fiskiskipatryggingum vegna tíðra skipskaða. Ti’ygg- ingarverðmæti 200 rúmlesta skips, sem við urðum að bæta í fyrra, var 38 milljónir króna. Tryggingarverð eins skuttogara af minni gerðinni var í ársbyrjun 160 millj. og þa var ársgjald af einu slíku skipi 3,2 milij. Nú má reikna með að tryggingarverðmæti sama skips sé komiði í 200 millj. F.V.: „Hvaða hátt hafa tryggingarfélögin á til að dreifa áhættu með endurtrygg- ingum? Sigurður: „Það er misjafnt hvernig við endurtryggjum á- hættuna. Öll skip Eimskipa- félagsins eru tryggð hjá Sjóvá en endurtryggð að mestu er- lendis. Hjá okkur eru líka ti’yggð 36 fiskiskip, og vissan hluta af þeirri tryggingu erum við með í eigin á'hættu. íslenzku tryggingarfélögin, sem hafa á hendi fiskiskipa- tryggingar, mynduðu með sér samtök árið 1969 um þessar tryggingar, Samsteypu ís- lenzkra fiskiskipatrygginga. Endurtryggja félögin hvert hjá öðru upp að vissu á'hættu- marki. Sumar tryggingar er- um við að mestöllu leyti með í eigin áhættu, eins og bifreiða- tryggingarnar. Endurtrygging- ar voru keyptar fyrir 208 millj. i fyrra, eins og ég nefndi áður, innanlands og einnig í London en lítið eitt í Danmörku. F.V.: „Það hefur verið haft á orði, að með smáletruðum fyrirvörum á tryggingarskír- teinum skjóti trygsjingarfélög- in sér undan ábyrgð í mbrguni tilfellum bóta.“ Sigurður: „Ég vil algjörlega vísa því á bug, aði tryggingar- félögin sýni einhver óheillindi í þessu sambandi ef einhver skilur spurninguna þannig. Menn reka sig kannski illilega á, þegar trygging nær ekki til ákveðinna tilvika, sem kaupandi hafði þó haldið fyr- irfram. En meinið er fyrst og fremst, að fólk les alls ekki skilmálana, sem settir eru af 'hálfu tryggingarfélagsins. Við getum tekið heimilistrygging- una sem dæmi. Henni fylgir bæklingur meði skilmálum en fólk les hann því miður ekki nógu vel. Ég geri ráð fyrir, að spurn- ingin um húseignina sé til komin vegna hættu á jarð- skjálftum og eldgosum, sem við íslendinpar búum margir við. Þessar tryggingar eru á boðstólum hér hjá íslenzku tryggingarfélögunum. Vegna verðibólguiþróunar er alltof al- gengt að fólk hafi innbú sitt undirtryggt. Við reynum að benda því á þetta. Um heim- ilistrygginguna gildir hins vegar, að þar verða sjálfkrafa hækkanir í samræmi við hækkun vísitölu. F.V.: „Hve víðtækt eftirlit með rekstri tryggingarfélag- anna hefur ríkisvaldið nú orð- ið?“ Sigurður: „Þann 1. janúar sl. gengu í gildi ný lög um vá- tryggingarstarfsemi. Þá þurftu öll félög, sem vildu reka vá- tryggingarstarfsemi að sækja um starfsleyfi til ráðuneytis. Tryggingareftirlit, sem skipað er þremur mönnum, á að fylgjast með rekstri félaganna og afkomu þeirra. Ég hygg, FV 9 1974 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.