Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 62
F.V.: — Hvað vilt þú segja
um söfnuðinn og kirkj'usókn?
— Ég er búinn að vera hér
í eitt ár tæplega og mér
finnst kirkjusókn hafa verið
afskaplega góð. Öflugt og per-
sónulegt samband ríkir hér
milli fólks og því finnst reglu-
legt messuhald eðlilegt og
sjálfsagt. Endurskipulagning
atvinnulífsins hefur þþþjappað
fólkinu enn betur saman. Ég
finn það mjög greinilega, að
það er enginn uppgjafatónn í
fólkinu núna.
F.V.: — Nú starfar þú ýmis-
legt annað en það sem beint
tilheyrir þínu embætti, svo
sem við félagslíf?
— Mér væri þetta starf al-
gjörlega óbærilegt ef ég gæti
ekki tekið þátt í lífi fólksins
þ. a. m. félagslífi. Ég vildi
gjarnan hafa meiri tíma til að
sinna sálusorgun t. d. eftir
daugsfall í fjölskyldu. Hið
venjulega klassíska kirkju-
starf má ekki leggjast niður,
en ég tel að kirkjan eigi að
leita út fyrir það í enn frek-
ari og síauknum mæli.
Steinar Jónasson, gistihússeigandi:
Fæði og gisting sjálfsögð þjónusta
Á Siglufirði eru tvö hótel, Höfn og Hvanneyri, en hið síðar-
nefnda hefur ekki verið starfrækt undanfarið, nema hvað her-
bergi þess hafa verið notuð á sumrum, ef svo hefur borið und-
ir. Undanfarin 6 ár hefur Steinar Jónasson átt og rekið Hótel
Höfn, en neyðist nú til þess í fyrsta skipti að loka því yfir vet-
urinn F.V. spurði Steinar hverju þetta sætti.
— Reksturinn hefur gengið
mjög illa í ár, einkum fyrir
það, að hér komu mjög fáir
innlendir ferðamenn, þó að út-
lendingar hafi verið hér í
nokkrum mæli. Ef grundvöll-
ur á að vera fyrir svona starf-
semi allan ársins hring, þá
þarf að nýta húsnæðið betur á
veturna t. d. sem heimavist
fyrir skólabörn með tilheyr-
andi mötuneyti. Hér eru 14
herbergi með 33 rúmum og
auk þess salur fyrir 300 manns
í sæti og stór og fullkomin
eldhúsaðstaða.
Mest allt félagslíf bæjarins
fer hér fram, dansleikir, árs-
hátíðir, veizlur og annað, en
eins og málin standa í dag er
ekki grundvöllur fyrir ein-
stakling að reka gistihús hér
eða annars staðar úti á lands-
byggðinni og ef ekki er gisti-
hús útilokum við aðkomumenn
frá staðnum. Mitt álit er það,
að hvert það bæjarfélag sem
ekki getur boðið upp á gist-
ingu og fæði sé afskaplega illa
statt.
Þess má ennfremur geta, að
engar hækkanir hafa ennþá
orðið á útseldum mat og þjón-
ust þótt vinnulaun og yfir-
leitt allt aðkeypt efni hafi
hækkað.
F.V. — Að lokum, Steinar?
— Ég vona heitt og inni-
Steinar Jónasson.
lega, að stjórnvöldum takist
að rétta við það þjóðfélag,
sem við lifum í í dag, og menn
verða að gera sér það ljóst að
við verðum að greiða fyrir of-
neyzlu undanfarinna ára.
Verktakar - Bæjarfélög
• LOFTPRESSUR
• LOFTVERKFÆRI
• BORSTÁL
• FLEYGSTAL A. WENDEL h.f.
• SLÖNGUR
• TENGI UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN,
jafnan íyrirliggjandi. SÖRLASKJÓLI 26, REYKJAVÍK. SÍMI 1 54 64.
62
FV 9 1974