Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 38
í söluskrifstofu Loftleiða við Michigan Avenue. Fremst á myndinni eru Tom Loughery, forstjóri
og Áslaug Hólm Johnsen.
Loftieiðir í Chicago:
Leggja megináherzlu á samband
við ferðaskrifstofur
20 % farþega á Bandaríkjaflugleiðinni fara um Chicago
Við Micihigan Avenue, eina mestu umferðaræð og verzlunar-
götu í Chicago, hafa Loftleiðir hf. litla og snotra söluskrifstofu,
sem ekki Iætur mikið yfir sér í samanburði við íburðarmikla
sýningarsali stóru flugfélaganna á næsta leiti. Þessi hlutföll
eru einmitt mjög cinkcnnandi fyrir alla starfsemi félagsins í
samkeppni við „risana“ á flugleiðinni yfir Norður-Atlants-
haf.
Ef gengið er fyrir næsta
götuhorn og inn um dyr við
Wabash Avenue númer 37 og
farið upp á 5. hæð, er komið
í aðalstöðvar Loftleiða í Chi-
cago. Þar starfa á skrifstofu
tveir íslendingar, Louis Erna
Thorarensen og Viðar Björg-
vinsson, en í söluskrifstofunni
eru tvær starfsstúlkur, önnur
þeirra íslenzk, Áslaug Hólm
Johnsen, sem er gift Svein-
birni Johnsen, lögfræðingi og
ræðismanni íslands í borginni.
Forstjóri fyrir Loftleiðum í
Chicago er Tom Loughery,
sem hefur um árabil starfað
hjá félaginu en bróðir hans
John er einnig Loftleiðamaður
frá gamalli tíð og nýskipaður
sölustjóri Flugleiða vestan
hafs með aðsetri í New York.
MARGS KONAR
FYRIRGREIÐSLA.
Þegar við litum inn á skrif-
stofuna hjá Tom var hann að
undirbúa ferðalag innkaupa-
stjóra og annarra forsvars-
manna verzlunarfyrirtækisins
Carson Pirie Scott til íslands
en fyrirtækið, sem á stórverzl-
un í Chicago, var þá að hefja
undirbúning að mikilli sölu-
herferð fyrir íslenzka fram-
leiðsluvöru og var kynning í
því sambandi hafin nú fyrir
skömmu.
Eins og gengur og gerist um
skrifstofur flugfélaganna er-
lendis hafa þær þjónað sem
nokkurs konar sendiráð og
38
FV 9 1974