Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 81
— Það ætti nú að vera óhætt að leyfa stráknum að hjóla aðeins
í portinu?
vítis asni sem er geti skilið
það.
— Hvað er það^ sem þú
skilur ekki, ritstjóri góður?
spurði blaðamaðurinn.
Skömmu eftir heimsókn til
læknisins hringdi unga stúlk-
an á stofuna hjá honum og
spurði, hvort það gæti verið,
að hún hefði skilið sokkahux-
urnar eftir í skoðunarher-
berginu.
Læknirinn kannaði máliÖ en
kom svo í símann og sagði að
sokkab'uxurnar væru ekki hjá
sér.
— Afsakið ómakið, svaraði
ungfrúin. Ég verð þá víst að
athuga málið hjá tannlæknin-
um.
ið um leyndardóma lífsins og
viðhald þess. Með erfiðismun-
um tókst honum að segja sög-
urnar um blómin og býflug-
urnar en fannst eftir á að
þetta hefði gengið mjög bæri-
lega.
Með ánægjubros á vör
spurðd hann dótturina:
— Jæja, vina mín. Skilurðu
þá, af hverju kisa litla á von
á kettlingum?
— Auðvitað, svaraði sú
litla. Það er býfluga búin að
stinga hana í rassinn.
Það hafði orðið óhapp í um-
ferðinni. Ekið var á mann og
fjöldi fólks var að stumra yf-
ir honum og reyna að reisa
hann á fætur. Þá bar að unga
stúlku á reiðhjóli. Mjög einörð
gekk hún hröðum skrefum að
hinum slasaða og ýtti um leið
við manni nokkrum, sem var
að fylgjast með.
— Leyfið mér að komast að.
Ég hef verið á námskeiði í
hjálp í viðlögum, sagði stúlk-
an rösklega.
Hún losaði um belti manns-
ins, lagði jakkann undir höfuð
hans og fór að öllu mjög
hratt og örugglega. Maðurinn,
sem hún hafði ýtt til hliðar,
bankaði nú rólega á öxlina á
henni og sagði:
— Kæra ungfrú. Þegar þér
eruð komin að þeim stað í
kennslubókinni, þar sem segir
„Kallið á lækni“, þá hlaupið
bara yfir hann, því að ég er
hér mættur nú þegar.
Á ritstjórnarskrifstofunni:
Blaðamaðurinn hefur lok-
ið við að skrifa grein, sem rit-
stjórinn er að lesa yfir.
— Skrifaðu þetta aftur, allt
frá byrjun. Þetta er ó-
mögulegt og á uppskrúfuðu
máli. Þú verður að skrifa
þetta þannig, að hvaða hel-
— Jæja, Marteinn minn.
Það er orðið langt síðan þú
söngst í útvarpið.
— Já.
— Annars man ég það eins
og það hefði gerzt í gær. Það
seldist mikið af útvarpstækj-
um þá.
Söngvarinn lifnaði allur við
og varð hinn ánægðasti á
svipinn.
— Já, hélt félagi hans á-
fram. Alla vega seldi ég tæk-
ið mitt....
FV 9 1974
81