Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 75
Hvammstangi: Flóabardaga hinum nýja lauk með Salómonsdómi Hinum nýjt „Flóabardaga“ lauk með Salómonsdómi, — |u»ð fannst a. m. k. flestum, sem með fylgdust og áttu ekki hlut að máli. Þessi bardagi er rækjustríðið við Húnaflóa, sem lyktaði svo, að Matthías Bjarnason, sjávarútvegsmálaráðherra gaf þrem bátum frá Blönduósi leyfi til veiða á rækj'unni, þessum örsmáa bjargvætti Húnaflóabyggða, — imeð því skilyrði þó að aflinn yrði lagður upp á Hvammstanga, þar sem unnið yrði úr aflan- um. Karl Sigurgeirsson heitir ungur maður, framkvæmda- stjóri Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga. Fyrirtækið á aðild að rækj uvinnslunni á staðnum. Svo var komið fyrir sjávar- plássunum við Húnaflóa á tímabili að engan fisk var að fá úr flóanum, og vesöld hin mesta reið yfir byggðarlögin, — þangað til fiskifræðingar fundu rækjumið í flóanum. Nú er bara hætta á að þarna sé um of sótt í gullið. Því er nauðsyn á fyrirbyggjandi að- gerðum, takmörkun á sókninni í rækjuna. Hvammstangi hefur ekki af miklum iðnaði eða þjónustu- starfsemi að státa. Kauptúnið er verzlunarmiðstöð fyrir ná- grannasveitirnar og þar var verið að Ijúka við sauðfjár- slátrun í sláturhúsi Kaupfé- lagsins, þegar tíðjndamenn Frjálsrar verzlunar bar að garði. Rækjan hefur líka lagt stórt lóð á vogarskálarnar, hjá Sigurði Pálmasyni vinna t. d. iþrjátíu manns frá því í októ- 'ber til vors við rækjuna. Er þetta aðallega vinna fyrir hús- mæður, sem vilja vinna hálfan daginn. Þrír bátar eru gerðir úr frá Hvammstanga og veita ellefu sjómönnum vinnu. Karl Sigurgeirsson taldi að Blönduós spjaraði sig mæta vel án þess að fá rækju- vinnslu ofan á annað, þar væri kvartað yfir skorti á mann- skap við iðnað og fleiri grein- ar. Þegar viðtalið fór fram, hafði úrskurður ráðherra enn ekki borizt, og stóð þá fyrir dyrum að settar yrðu 2 véla- samstæður til rækjuvinnslu á Blönduósi. Var það mál manna á Hvammstanga að rækju- vinnslan væri að meira eða minna leyti sett upp á fölsk- um forsendum, þar væri „um gerfibúsetu að ræða“, fjár- sterka aðila úr Reykjavík, sem hygðust fá leyfi út á staðinn. Þá var og talið ósennilegt að litla bryggjan á Hvammstanga tæki alla 15 bátana við garð- inn, þ. e. sína eigin, bátana frá Blönduósi, og Skagaströnd, sem oft leita inn til Hvamms- tanga í skammdeginu. Karl Sigurgeirsson tjáði fréttamanni að í rekstrarhag- ræðingarskyni væri nú verið að koma upp annarri rækju- vinnslusamstæðu af vélum. Þá væri og verið að byggja við rækjuvinnsluna í þessu skyni. Lagði hann áherzlu á að þeir Hvammstangamenn skildu mæta vel þær aðgerðir, sem gera þarf til að koma í veg fyrir ofveiði, og að vélasam- stæðan væri ekki keypt í því skyni að auka framleiðsluna. Sigurður Pálmason hf., annað aðalfyrir- tækið á Hvamms- tanga ásarm Kaupfél. V.-Hún. Fyrir neðan verzfunar- húsið sér í bryggjuna og flota rækjubáta. Unnið í rækjunni á Hvamms- tanga. Unnið er á tvískipt- um vökt- um, og bætist margri fjölskyld- unnibar gott bús- ílag með hálfsdags- vinnu hús- mæðranna. FV 9 1974 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.