Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 55
Breyttir tímar á Siglufirði. Þarna er Egill að taka á móti norsku skipi, sem kom með síld handa Sigló-verksmiðjunni. þau upp. Ég tel mjög mikil- vægt að auka fjölbreytni fram- leiðislunnar, einkum með tilliti til hráefnisöflunarinnar. F.V.: — Hvaðan fær fyrir- tækið ílát til niðurlagningar- innar og væntanlegrar niður- suðu? — Það er allt fengið í gegn um Sölustofnun lagmetis, en maður verður áþreif- anlega var við hinn mikla flutningskostnað bæði á hrá- efni, dósum, glösum og þvíum- líku til staðarins, og á fram- leiðslunni frá staðnum. Ef fyr- irtækið væri afkastameira og allar sendingar stærri í snið- um væri þessi liður ekki eins áberandi. F.V: — Hve stórt er hús- næði Siglósíldar og hvernig er aðstæðan til matvælafram- leiðslu? — Vinnslusalirnir eru tveir, 560 fermetrar hvor, og verður ekki annað sagt en hreinlætis- aðstaðan sé góð, því allar seinni tíma breytingar hafa verið miðaðar við nútíma kröf- ur. Þessu er hins vegar frekar ábótavant í íslenzkum lagmet- isiðnaði almennt, enda engar reglugerðir til. Þess má geta að lokum, að við munum í framtíðinni leggja meiri á- herzlu á innanlandsmarkaðinn en verið hefur undanfarin ár. Hafsteinn Ólafsson, framleiðslustjóri Húseininga h.f.: Odýr hús og auðveld í uppsetningu Fyrsta hús Húseininga hf. á Siglufirði er reist þar á staðn- um og væntanlega uppsett og tilhúið í byrjun nóvember. Hugmyndina að þessu fyrir- tæki og heiðurinn af fram- gangi málsins á vafalaust að mestu leyti Hafsteinn Ólafs- son, sem er framleiðslustjóri fyrirtækisins. FV sneri sér til hans og spurði fyrst hvenær fjöldaframleiðsla húsanna hæf- ist fyrir alvöru. — Framleiðslan er nú að komast í fullan gang, miðað við núverandi húsakynni verk- smiðjunnar, sem er Tunnu- verksmiðja ríkisins, um 2000 fermetra gólfflatarmál. Verk- smiðjan er byggð upp á því að um fjöldaframleiðslu verði að ræða, með mjög fullkomnum vélakosti, en þegar verksmiðj- an verður komin í fullnægj- andi húsnæði á hún að geta framleitt allt að einu húsi á dag með 30 manna starfsliði. F.V.: — Nú hafa Viðlaga- sjóðshúsin svokölluðu kannski ekki reynst sem skyldi. Eru þessi hús að einhverj’u leyti frábrugðin þeim? — Hér er um timburhús að ræða, eins og húsin, sem flutt voru inn á sínum tíma frá Norðurlöndunum. Þessi hús eru þó hönnuð við aðrar að- stæður og ennfremur vitum við hvaða kröfur íslendingar gera til húsa og miðum fram- leiðslu okkar við það. Þess má geta, að Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 'hefur fylgst mjög grannt með þessu máli og lagt blessun sína yfir það. Til dæmis um gæði hús- FV 9 1974 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.