Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 65
húsnæði, þrátt fyrir það, að mikið hefur verið byggt á und- anförnum árum m. a. tvö stór fjölbýlishús með 29 íbúðum alls. Nýlega hafði verið sótt um 100 Jóðir til íbúðabygginga og miklu er búið að úthluta af þeim. Flestar nýju lóðanna eru á nýju byggingasvæði upp á svokölluðum Sauðárhæðum og hafa margir þegar hafið framkvæmdir. Nú hefur bæj- arfélagið fengið heimild til byggingar 14 leiguíbúða og er stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við byggingu þeirra strax í haust. F.V.: — Samgöngumálin? — Samgöngur eru góðar. Hingað er flogið 4 sinnum í viku á sumrin og verður svo Adolf Björnsson, rafvcitustjóri. væntanlega einnig í vetur. í byggingu er nýr og fullkom- inn flugvöllur í um 3 km fjar- lægð frá bænum og er vinna við hann langt komin. F.V.: — Hvað með heil- brigðismál og félagsmál? — Heilbrigðismálin eru í góðiu lagi, hér eru 3 læknar að jafnaði og tveir tannlæknar. Stór og góður spítali er á staðnum. Ekki er eins mikill þróttur í félagslífinu og var hér áður og veldur þar vafa- laust mestu hin mikla atvinnu- aukning. Fólk má ekki vera að því að sinna félagslííi eins mikið og áður var, en það stendur þó með nokkrum blóma. Stefán Guðmundsson, framkv. stj. Útgeröarfélags Skagfiröinga: Atvinnubylting með tilkomu skuttogaranna Frá Sauðárkróki eru nú gerðir út 3 skuttogarar a’uk smærri dekkbáta og opinna báta. F.V. ræddi lítillega við Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Skagfirðinga, sem rekur togskipin. — Útgerðarfélag Skagfirð- inga var stofnað 1968 og ger- ir út 3 skip. Félagið rekur ekki frystihús sjálft, en er stærsti hluthafi í þeim tveim frystihúsum sem eru á staðn- um ásamt með kaupfélaginu og bæjarfélaginu. Auk þess eru mörg hundruð einstakling- ar í bænum hluthafar. Síðastliðið haust var útgerð við Skagafjörð sameinuð og er hún rekin í sameiginlegu formi fyrir Sauðárkrók og Hofsós. Skipin eru öll gerð út héðan en hluta aflans er ekið til Hofsós, þar sem hann er unninn í frystihúsi staðarins. F.V.: — Hvaða skip eru þetta? — Þau eru Hegranes, sem keypt var notað frá Frakk- landi og er smiðað 1966, Drangey sem var smíðuð í Japan og er nú ársgömul og Skafti, sem var keyptur frá Noregi fyrir ári síðan og er nú tveggja ára gamall. F.V.: Hvernig hefur rekst- urinn gengið? — Reksturinn hefur gengið illa einkum vegna skorts á rekstrarfé. Við höfum þó verið heppnir með þessi skip og litl- ar bilanir hafa orðið á þeim. Aflabrögðin hafa verið vel þol- anleg. F.V.: — Hvað skapar út- gerðin og fiskvinnslan mörg- um atvinnu á stöðunum? — Það munu vera um 300 manns sem vinna við útgerð- ina og fiskverkunina. Hér var mikið atvinnuleysi svo og á Hofsósi og varð gjörbylting á þegar togararnir komu. Ég man tímana tvenna því hér hef ég verið allt mitt líf. Það er ekki ofmælt að hér hafi ekki aðeins orðið á breyting til batnaðar, heldur gjörbylt- ing. Þetta er staðreynd. Stefán Guðmundsson, framkv.stjóri. F.V.: Ert þú þá bjartsýnn á framtíðina? — Það er ég og ég vona að framhald verði á byggðastefn- unni. Öllum hlýtur að vera ljóst, að skynsamlegra er að nota fjármagnið til uppbygg- ingar atvinnulífsins og efling- ar framleiðslu, í stað þess að greiða milljónir í atvinnu- leysibætur. FV 9 1974 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.