Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 69
hér, að á síðustu árum hefur ágóða fyrirtækisins verið skipt milli félagsmanna þess. Þannig hefur félagsmönnum verið endurgreitt af ágóða- skyldri vöruúttekt, sem numið hefur 6%, nema á síðasta ári, en þá var endurgreiðslan 4% og þá endurgreiddum við til félagsmanna okkar rúmar 6 milljónir króna. F.V.: — Hvernig hefur geng- ið að fá starfsfólk? —• Það hefur gengið mjög misjafnlega að fá fólk. Vel gekk að manna sláturhúsið í haust, en heldur erfiðlegar hefur gengið að fá fólk til verzlunar- og skrifstofustarfa. Ennfremur er hér skortur á mönnum til byggingafram- kvæmda. Loðskinn hf.: Ungt fyrirtæki i sam- keppni við háþróaðan erlendan iðnað Loðskinn hf. er sútunarverk- smiðja á Sauðárkróki. F.V. tók framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, Bergþór Konráðsson rekstrarhagfræðing, tali ný- lega til að fræðast um rekst- urinn: F.V.: — „Hverjar eru helztu framleiðsluvörur ykkar?“ — Verksmiðjan tók til starfa árið 1970 og framleiddi langhára skinn, mottur og teppi úr langhára skinnum. Síðastliðið framleiðsluár voru hins vegar gerðir samningar við Pólverja um sölu á 150.000 hálfsútuðum gærum. Á kom- andi framleiðsluári er áætlað að vinna um 200.000 skinn og verður loðsútað en öll okkar framleiðsla fer á erlendan markað. F.V.: „Hvernig hefur þróun- in verið í skinnaiðnaðinum? — Hún hefur verið nokkuð ör, og nú er mjög óverulegí magn af hrágærum flutt út héðan, enda afkastageta í land- inu til að vinna allar gærur sem til falla, sé hún nýtt. Mjög víða erlendis er algert bann lagt við útflutningi á ó- unnum skinnum enda fara hráefnaútflytjendur yfirleitt á mis við umtalsverðan virðis- auka. Það hefur háð okkar rekstri að 'hafa aldrei getað fengið allt það hráefnamagn sem okkur hefur vantað. F.V.: — „Hvað starfa marg- ir við fyrirtækið?“ — Nú starfa hér alls 15 manns, en á Sauðárkróki er mikil mannekla og húsnæðis- skortur veldur því, að erfitt er að fá aðkomufólk til starfa. Það virðist vera sama sagan um land allt, hvað þessu við- kemur. Nú er verið að byggja við verksmiðjuhúsið og er við- byggingin alls um 1840 ferm. Þetta verður annars vegar nýtt sem vörugeymsla fyrir hrá- efni og fullunna vöru og gefur okkur möguleika til að flokka hrágærur strax á haustin mun betur en nú er unnt. Hins veg- ar fáum við einnig mjög gott framtíðarhúsnæði fyrir frekari vinnslu, en það hefur alltaf verið takmarkið að fullvinna og sauma úr sem mestu af framleiðslunni. Loðskinn hf. er hins vegar ungt fyrirtæki í samkeppni við háþróaðan og rótgróinn erlendan iðnað, svo þetta hlýtur allt að taka sinn tíma. ÍSLENZK FYRIRTÆKI 1974-1975 Birtir ítarlegar upplýsingar um fyrirtæki, félög og stofnanir. Símar: 82300 - 82302 ISLENZK FYRIRTÆKI Laugavegi 178 FV 9 1974 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.