Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 29
Gunnar O. Sigurðsson, stöðvar-
stjóri Loftleiða á O’Hare-flug-
velli.
félagsins Olympic auk Loft-
leiða.
En við komu og brottför ís-
landsfaranna er íslenzkur
stöðvarstjóri Loftleiða á O'-
Hare-flugvelli jafnan til staðar
og reiðubúinn að liðsinna
ferðalöngunum. Það er Gunn-
ar O. Sigurðsson, sem starfað
hefur um árabil hjá Loftleið-
um og var stöðvarstjóri Air
Bahama á flugvellinum í
Nassau, áður en hann tók við
starfi sínu á O’Hare..
Gunnar tjáði okkur, að auk-
allra venjubundinna undir-
búningsstarfa, sem hann þyrfti
að vinna í sambandi við flug-
ið, bæðu farþegar oft um að-
stoð til að komast í aðrar flug-
vélar og minntist hann sér-
staklega á dæmi þess, að börn
á ýmsum aldri innan við ferm-
ingu færu ein síns liðs heims-
álfa á milli til þess að heim-
sækja fjölskyldufólk sitt. í
slíkum tilfellum væri beðið
fyrirfram um sérstaka aðstoð.
BEINT A HÓTELIN.
Það tók ekki nema um 10
mínútur að fá farangurinn af-
greiddan eftir að farþegarn-
ir voru komnir inn í flug-
stöðina og var þá haldið inn í
borgina. Áætlunarvagnarnir
frá flugvellinum fara vissar
leiðir um miðborg Chicago og
hafa viðkomustaði við anddyri
helztu hótela borgarinnar. Er
þetta að sjálfsögðu til mjög
mikils hagræðis fyrir flugfar- Við komu fyrstu Loftleiðavélar til Chicago 1973. Lengst t. v. er
þega, sem geta lika tekið vagn- Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða en við lilið hans er Pat
inn við hóteldyrnar, þegar 6 .
halda skal út á flugvöll. Dunne, flugvallarstjori.
YS OG ÞYS Á FLUGVELLI
Það var einkar fróðlegt að
kynnast starfseminni á O’Hare-
flugvelli nokkru nánar eina
morgunstund undir leiðsögn
Gunnars O. Sigurðssonar. Ekki
verður tíundað hér, hve gífur-
legur straumur fólks átti leið
um flugstöðvarbygginguna
þann stutta tíma, sem þar var
staldrað við, og var þetta þó
á þeim tíma dagsins sem um-
ferð er einna minnst.
Út frá meginkjarna flug-
stöðvarinnar liggja langir
gangar með útgöngudyrum og
þar standa flugvélar af öllum
gerðum, breiðþotur og einnig
þær, sem notaðar eru á styttri
vegalengdum. Nú eru í notkun
á O'Hare-flugvelli 72 útgöngu-
hlið fyrir flugvélar í innan-
landsflugi og 14 fyrir milli-
landaflugið.
270 FLUGNÚMER
UNITED.
Áberandi var, hve merki
bandaríska flugfélagsins Unit-
ed Airlines setti svip sinn á
starfsemina í flugstöðinni. Vél-
ar félagsins, sem er stærsta
flugfélag í Bandaríkjunum en
flýgur aðeins innanlands, voru
í miklum meirihluta á flug-
vélastæðinu og eins virtust
langflestir farþegarnir eiga
leið um afgreiðslu þess. Er það
ekki að undra, því að United
Airlines hefur flestar á-
ætlunarflugferðir frá Chicago,
alls 270 flugnúmer suma daga
vikunnar. Afgreiðsla farþeg-
anna gekk mjög greiðlega
þrátt fyrir ítrustu öryggisráð-
stafanir til að koma í veg fyr-
ir hugsanleg flugrán, m. a.
skoðun í handtöskur og „gegn-
umlýsingu" á fatnaði farþega
til að komast að raun um,
hvort þeir bæru vopn innan
klæða.
25 ÞÚS. STARFSMENN.
Pat Dunne, hressilegur ná-
ungi, sem lítur út fyrir að
vera um sextugt, er flugvallar-
stjóri á O'Fare. Hann tók á
móti okkur og sagði í stuttu
máli frá rekstri flugvallarins,
sem er eins konar rammi utan
um smækkaða en mjög sér-
stæða samfélagsmynd. Um 25
þúsund manns stunda störf
á flugvellinum, þar af 760
á vegum flugvallarstjórnarinn-
ar, m. a. 125 slökkviliðsmenn
og 128 lögreglumenn og sér-
stakir öryggisverðir.
Flugvallarstjórinn tjáði okk-
ur, að á vellinum væru dag-
lega afgreiddir um 10 millj.
lítrar af flugvélaeldsneyti og
tvö og hálft tonn af pylsum
á viku handa mannfólkinu. í
flugstöðvarbyggingunni eru 8
veitingastofur og 12 barir. Á
mesta annatíma dagsins, milli
kl. 4 og 8 síðdegis leggja að
meðaltali 110 flugvélar af stað
frá 0‘Hare á hverri klukku-
stund. Þá fer fram lending eða
flugtak á 15. hverri sekúndu.
Mest er tíðnin í ferðum til
FV 9 1974
29