Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 27

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 27
IATA- reglur stundum og stund- ium ckki. Erlendur diplómat lenti í sömu vandræðum, þegar hann breytti flugfari milli kínversku borganna Kanton og Peking, innan 48 klst. tímamarkanna. Þegar hann spurði starfsmenn CAAC hvaða heimild þeir hefðu til að hækka fargjaldið um 25%, sýndu þeir honum reglur alþjóðasamtakanna IATA. Kínverska félagið CAAC er ekki aðili að IATA, en starfs- maður þess sagði diplomatinum, að félagið myndi eflaust gerast aðili fyrr eða síðar og þætti því rétt að nota IATA-reglur. Daginn sem umræddur maður átti að fara og hafði beðið lengi eftir brottför vélarinnar í Kan- ton var tilkynnt, að búið væri að fresta ferðinni vegna veðurs. Hann fór því þess á leit við félagið, að það greiddi gistihús- reikningin sinn meðan hann biði eftir næstu ferð, eins og gert er ráð fyrir samkvæmt reglum IATA. Þá benti starfs- maður CAAC honum á, að fél- agið ætti ekki aðild að IATA og færi því ekki eftir reglum þess. „Þú verður að finna þetta sjálf- ur, góði.“ Aðrir útlendingar eru óánægðir með það, að CAAC er eina flugfélagið í Kína, sem sel- ur þeim farmiða fyrir viðkom- andi flugfélög til útlanda. Þetta hefur komið sér illa fyrir ferða- menn. Oft á tíðum segist fólk vera beitt misrétti í þessum efn- um. Útlendingar sem hringja til söluskrifstofurnar og panta farseðla, eru beðnir um að koma sjálfir þangað og fara í gegn- um áætlunarskrá IATA til að finna réttar flugleiðir til að komast á leiðarenda. Fyrir ókunnuga er óætlunarskrá IATA líkust dulmálsbók, sem erfitt er að skilja svo að vel eigi að vera. Flugmiða verður fólk að greiða með kínversk- um peningum, en CAAC notar sína eigin gengisskráningu og tekur ekki tillit til opinberrar gengisskráningar kínverska seðlabankans. Þannig fær fél- agið 10-15% hærra verð fyrir miðana, miðað við gengi doll- arans, sem lækkaði fyrir skömmu þar í landi. Farþegar neyddir með CAAC. CAAC reynir að láta alla far- þega sem fara frá Kína til ann- arra landa, fara með sínum eigin vélum. Oft á tíðum koma óánægðir útlendingar inn á skrifstofur erlendra félaga í Peking, eins og t.d. Air France, og segja að Kínverjar- nir hafi neitað að bóka þá með franska félaginu. Þetta skýrir m.a. hvers vegna flugvélar Air France eru ætíð hálftómar, þeg- ar þær fara frá Peking. Þar ofan á bætist, að kínversk sendiráð erlendis veita ferða- löngum vegabréfsáritanir sem fela í sér, að viðkomandi verð- ur að koma til Kína á ákveðn- um dögum, og svo undarlega vill til, að það er eimitt á áætl- unardögum CAAC þegar önnur félög fljúga ekki á sömu flug- leið. Auk þess er ferðamönn- um góðfúslega bent á, að ef þeir fari með CAAC frá Peking, þurfi ekki að greiða fyrir yfir- vigt fyrir farangur, eins og hjá öðrum félögum. Rauð kver og ávextir. Ekki er þjónustan mun betri, þegar vélar CAAC eru loks komnar á loft. Flugfreyjur neita t.d. að selja farþegum áfenga drykki um borð og bjóða í staðinn gosdrykki. Matur er fátíður, en í stað þess fá farþeg- ar sælgæti eða ávexti. Sumir fá meira að segja Rauða kverið margfræga. CAAC á bæði Bo- eing 707 þotur, sem fljúga til Tókíó og Parísar og Ilyushin 62, sem fljúga á Moskvu-leið- inni. Erlendir flugmenn, sem þjálfað hafa kínverska flug- menn, segja að Kínverjarnir hafi allir verið í kínverska flug hernum og séu góðir flugmenn. Aftur á móti hafi þeir litla reynslu í að skipuleggja flug- áætlanir véla sinna milli staða erlendis og eru dæmi um það, að þeir hafi áætlað flug inni á flug- svæðum, sem eru lokuð, eins og t.d. þegar Kýpurdeilan stóð. Þá ætluðu þeir að fljúga yfir hættusvæðin, sem Grikkir höfðu lokað fyrir almennri flug- umferð af öryggisástæðum. Kaupfélag Héraðsbúa Samvinnuverzlun og þjónusta á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Borgarfirði Eystra. Ferðavörur gott úrval. Kaupfélag Hérabsbúa FV 3 1975 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.